Kennarar í forystu til framtíðar Kristín Björnsdóttir skrifar 5. desember 2021 20:01 Það er mjög dýrmætt að vakna á morgnana og hlakka til að mæta í vinnuna. Að vera kennari er það besta sem ég veit. Að hitta samstarfsfólkið sitt og nemendurna sem kenna manni eitthvað nýtt á hverjum degi. Að sjá nemendur sína ná árangri er tilfinning sem ekki verður metin til fjár. Í starfsumhverfi kennara eru mikið um álitamál og að mörgu er að hyggja. Þeir þurfa að sýna mikla útsjónarsemi og leikni í starfi til að mæta ólíkum þörfum nemenda sinna og styðja þá til árangurs. Á tímum heimsfaraldurs hefur reynt sérstaklega mikið á þessa leikni og hafa kennarar á öllum skólastigum sýnt hvers þeir eru megnugir. Mannauðurinn í íslenskum kennurum er einstakur og mikilvægt er að kennarar um allt land njóti stuðnings til sinna starfa. Að þeir eigi bakland hjá félaginu sínu, Kennarasambandi Íslands, menntamálayfirvöldum og hjá íslensku þjóðinni. Stuðningur og faglegt sjálfstæði getur reynst kennurum ómetanlegt og stuðlað að vellíðun í starfi og skólaþróun. Líði kennurum vel í starfi og séu vinnuaðstæður þeirra góðar skapast raunverulegur ágóði fyrir samfélagið í heild. Kennarar móta æsku landsins til framtíðar og er fagmennska þeirra afar mikilvæg. Mannauð og fagmennsku kennara ætti að upphefja umtalsvert og ein leið til þess er að stjórnvöld veiti því viðurkenningu með auknu markvissu samráði þegar innleiða á breytingar í menntakerfinu. Kennarar eru sérfræðingar í kennslu og eiga að hafa rödd þegar stefna er mörkuð í menntamálum. Forysta Kennarasambandsins þarf einnig að vera beitt og hnitmiðuð til þess að vinna að bættum hag og auknum árangri fyrir hönd allra kennara. Ég óska eftir stuðningi allra kennara til að vinna markvisst og af festu að málefnum kennara sem varaformaður Kennarasambands Íslands. Höfundur er frambjóðandi til varaformanns Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Það er mjög dýrmætt að vakna á morgnana og hlakka til að mæta í vinnuna. Að vera kennari er það besta sem ég veit. Að hitta samstarfsfólkið sitt og nemendurna sem kenna manni eitthvað nýtt á hverjum degi. Að sjá nemendur sína ná árangri er tilfinning sem ekki verður metin til fjár. Í starfsumhverfi kennara eru mikið um álitamál og að mörgu er að hyggja. Þeir þurfa að sýna mikla útsjónarsemi og leikni í starfi til að mæta ólíkum þörfum nemenda sinna og styðja þá til árangurs. Á tímum heimsfaraldurs hefur reynt sérstaklega mikið á þessa leikni og hafa kennarar á öllum skólastigum sýnt hvers þeir eru megnugir. Mannauðurinn í íslenskum kennurum er einstakur og mikilvægt er að kennarar um allt land njóti stuðnings til sinna starfa. Að þeir eigi bakland hjá félaginu sínu, Kennarasambandi Íslands, menntamálayfirvöldum og hjá íslensku þjóðinni. Stuðningur og faglegt sjálfstæði getur reynst kennurum ómetanlegt og stuðlað að vellíðun í starfi og skólaþróun. Líði kennurum vel í starfi og séu vinnuaðstæður þeirra góðar skapast raunverulegur ágóði fyrir samfélagið í heild. Kennarar móta æsku landsins til framtíðar og er fagmennska þeirra afar mikilvæg. Mannauð og fagmennsku kennara ætti að upphefja umtalsvert og ein leið til þess er að stjórnvöld veiti því viðurkenningu með auknu markvissu samráði þegar innleiða á breytingar í menntakerfinu. Kennarar eru sérfræðingar í kennslu og eiga að hafa rödd þegar stefna er mörkuð í menntamálum. Forysta Kennarasambandsins þarf einnig að vera beitt og hnitmiðuð til þess að vinna að bættum hag og auknum árangri fyrir hönd allra kennara. Ég óska eftir stuðningi allra kennara til að vinna markvisst og af festu að málefnum kennara sem varaformaður Kennarasambands Íslands. Höfundur er frambjóðandi til varaformanns Kennarasambands Íslands.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar