Sævar Atli kom inn af bekknum og skoraði í dramatísku jafntefli Lyngby Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. desember 2021 14:10 Sævar Atli kom inn af bekknum og skoraði það sem virtist ætla að verða sigurmarkið. Twitter/@LyngbyBoldklub Sævar Atli Magnússon kom inn af varamannabekknum og skoraði það sem virtist ætla að vera sigurmark Lyngby er liðið heimsótti HB Köge á útivelli í dönsku B-deildinni í dag. Allt kom þó fyrir ekki. Leikur Köge og Lyndby var hin mesta skemmtun. Færeyingurinn Petur Knudesen kom Lyngby yfir eftir tæpan hálftíma leik. Heimamenn jöfnuðu hins vegar metin fyrir hálfleik og staðan 1-1 er flautan gall. Heimamenn fengu vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks en Frederik Ibsen varði spyrnu Pierre Larsen. Það kom þó ekki að sök þar sem Joachim Rothmann kom heimamönnum yfir mínútu síðar. Eddi Gomes, fyrrum leikmaður FH, með stoðsendinguna – hann átti svo eftir að koma meira við sögu undir lok leiks. Á 68. mínútu kom Sævar Atli inn af bekknum og tíu mínútum síðar jafnaði Kristian Dirk Riis metin fyrir Lyngby. Það var svo fjórum mínútum síðar, á 82. mínútu, sem Sævar Atli kom Lyngby í 3-2 en því miður var Gomes ekki búinn að segja sitt síðasta. Það voru komnar fimm mínútur fram yfir venjulegan leiktíma þegar heimamenn fengu hornspyrnu og viti menn. Gomes stökk manna hæst og stangaði boltann í netið, staðan orðin 3-3 og reyndust það lokatölur leiksins. Með sigri hefðu lærisveinar Freys Alexanderssonar farið upp í 2. sætið en eftir leik dagsins er liðið í 3. sæti með 36 stig, þremur minna en topplið Helsingor sem hefur einnig leikið 18 leiki. Lærisveinar Daniels Agger í Köge eru í 7. sæti með 20 stig. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Leikur Köge og Lyndby var hin mesta skemmtun. Færeyingurinn Petur Knudesen kom Lyngby yfir eftir tæpan hálftíma leik. Heimamenn jöfnuðu hins vegar metin fyrir hálfleik og staðan 1-1 er flautan gall. Heimamenn fengu vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks en Frederik Ibsen varði spyrnu Pierre Larsen. Það kom þó ekki að sök þar sem Joachim Rothmann kom heimamönnum yfir mínútu síðar. Eddi Gomes, fyrrum leikmaður FH, með stoðsendinguna – hann átti svo eftir að koma meira við sögu undir lok leiks. Á 68. mínútu kom Sævar Atli inn af bekknum og tíu mínútum síðar jafnaði Kristian Dirk Riis metin fyrir Lyngby. Það var svo fjórum mínútum síðar, á 82. mínútu, sem Sævar Atli kom Lyngby í 3-2 en því miður var Gomes ekki búinn að segja sitt síðasta. Það voru komnar fimm mínútur fram yfir venjulegan leiktíma þegar heimamenn fengu hornspyrnu og viti menn. Gomes stökk manna hæst og stangaði boltann í netið, staðan orðin 3-3 og reyndust það lokatölur leiksins. Með sigri hefðu lærisveinar Freys Alexanderssonar farið upp í 2. sætið en eftir leik dagsins er liðið í 3. sæti með 36 stig, þremur minna en topplið Helsingor sem hefur einnig leikið 18 leiki. Lærisveinar Daniels Agger í Köge eru í 7. sæti með 20 stig.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira