Gott ef veiran þróast í átt til minni veikinda en það taki langan tíma Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. desember 2021 21:00 Karl G. Kristinsson er yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Vísir/Einar Yfirlæknir á Landspítalanum segir mögulegt að omíkrón-afbrigði kórónuveirunnar reynist meinlausara en fyrri afbrigði. Hann telur ekki sérstaka ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af afbrigðinu sem stendur en bendir þó á að á næstu vikum muni umfang og alvarleiki afbrigðisins líklega koma betur í ljós. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar sagði hann lítið vitað um afbrigðið, sem fyrst greindist í Suður-Afríku. „Vegna þess að það er svo tiltölulega nýtilkomið og stutt síðan menn fóru að greina það. Þannig að það þarf meiri eftrifylgni og athuganir áður en við getum fullyrt hvernig það hegðar sér,“ sagði Karl. Hann sagðist telja ólíklegt að þau bóluefni við Covid-19 sem fram eru komin hefðu engin áhrif á omíkron-afbrigðið, og settu þannig mannkynið á byrjunarreit í baráttu við faraldurinn. „Ég efast nú um það. Við erum ekki aðeins að horfa á það að bóluefnin geti hindrað smit heldur líka að það geti hindrað sjúkdóma, sérstaklega alvarlega. Mér finnst nú ólíklegt að bóluefnin hafi engin áhrif á þetta afbrigði, mér finnst það mjög ólíklegt.“ Hann segir þá mögulegt að þróun kórónuveirunnar sé í þá átt að veiran verði meira smitandi með hverju afbrigðinu, en valdi um leið minni og vægari veikindum. „Við erum náttúrulega að vona það að það komi með þessum nýju afbrigðum og meira hjarðónæmi í heiminum, að þá verði þetta eins og slæmt kvef en ekki eins alvarlegur sjúkdómur og hann er í dag. En það á eftir að líða langur tími þangað til það verður þannig.“ Karl nefnir sérstaklega sjúkdóm sem gekk milli manna á 19. öld og nú er talið að hafi verið kórónuveira. Þróun hennar hafi verið í þessa átt, og nú valdi veiran því sem kalla mætti slæmt kvef. „Ef að veiran er að þróast í þá átt að verða meinlausari, þá er það æskileg þróun. En eins og ég segi, það er dálítið snemmt að fullyrða eitthvað um það, við eigum eftir að sjá betur hvaða afleiðingar hún hefur.“ Aukið álag með nýjum afbrigðum Karl segir að með tilkomu nýja afbrigðisins, sem hingað til hefur greinst sjö sinnum hér á landi, aukist álagið á sýkla- og veirufræðideildina. Það sé vegna þess að tekin séu sýni af fleirum sem tengist þeim einstaklingum sem hafi greinst með afbrigðið. Hið sama hafi verið uppi á teningnum þegar Delta-afbrigðið, sem er ráðandi afbrigði veirunnar víðast hvar í heiminum, hafi fyrst komið fram á sjónarsviðið. Næstu vikur muni skýra mikið Hann segir skipta miklu máli að fá svör við þeim spurningum sem vaknað hafa vegna omikrón-afbrigðisins. „Upp á sóttvarnir almennt og til hvaða aðgerðir sóttvarnayfirvöld þurfa að grípa til þess að annað hvort hefta útbreiðsluna ef þörf er á, eða ekki. Á meðan við vitum ekki meira um veiruna þá er mjög mikilvægt að hafa varann á, því ef við gefum henni lausan tauminn og þetta er slæmt afbrigði sem getur haft alvarlega fylgikvilla þá er kannski of seint að grípa inn í, eftir að hún hefur breiðst meira út.“ Næstu tvær þrjár vikur geti gefið miklar upplýsingar „Eins og hefur komið fram er heldur ekki ástæða til þess að hafa neinar stórar áhyggjur,“ segir Karl en leggur þó áherslu á að fólk fylgi þeim sóttvarnatilmælum sem áður hafi verið boðuð. „Við komum þannig í veg fyrir mikla útbreiðslu hér á landi, þannig að við séum í góðum málum ef þetta reynist vera álíka og önnur afbrigði eða verra, sem er nú vonandi ekki.“ Viðtalið við Karl í heild sinni má heyra í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar sagði hann lítið vitað um afbrigðið, sem fyrst greindist í Suður-Afríku. „Vegna þess að það er svo tiltölulega nýtilkomið og stutt síðan menn fóru að greina það. Þannig að það þarf meiri eftrifylgni og athuganir áður en við getum fullyrt hvernig það hegðar sér,“ sagði Karl. Hann sagðist telja ólíklegt að þau bóluefni við Covid-19 sem fram eru komin hefðu engin áhrif á omíkron-afbrigðið, og settu þannig mannkynið á byrjunarreit í baráttu við faraldurinn. „Ég efast nú um það. Við erum ekki aðeins að horfa á það að bóluefnin geti hindrað smit heldur líka að það geti hindrað sjúkdóma, sérstaklega alvarlega. Mér finnst nú ólíklegt að bóluefnin hafi engin áhrif á þetta afbrigði, mér finnst það mjög ólíklegt.“ Hann segir þá mögulegt að þróun kórónuveirunnar sé í þá átt að veiran verði meira smitandi með hverju afbrigðinu, en valdi um leið minni og vægari veikindum. „Við erum náttúrulega að vona það að það komi með þessum nýju afbrigðum og meira hjarðónæmi í heiminum, að þá verði þetta eins og slæmt kvef en ekki eins alvarlegur sjúkdómur og hann er í dag. En það á eftir að líða langur tími þangað til það verður þannig.“ Karl nefnir sérstaklega sjúkdóm sem gekk milli manna á 19. öld og nú er talið að hafi verið kórónuveira. Þróun hennar hafi verið í þessa átt, og nú valdi veiran því sem kalla mætti slæmt kvef. „Ef að veiran er að þróast í þá átt að verða meinlausari, þá er það æskileg þróun. En eins og ég segi, það er dálítið snemmt að fullyrða eitthvað um það, við eigum eftir að sjá betur hvaða afleiðingar hún hefur.“ Aukið álag með nýjum afbrigðum Karl segir að með tilkomu nýja afbrigðisins, sem hingað til hefur greinst sjö sinnum hér á landi, aukist álagið á sýkla- og veirufræðideildina. Það sé vegna þess að tekin séu sýni af fleirum sem tengist þeim einstaklingum sem hafi greinst með afbrigðið. Hið sama hafi verið uppi á teningnum þegar Delta-afbrigðið, sem er ráðandi afbrigði veirunnar víðast hvar í heiminum, hafi fyrst komið fram á sjónarsviðið. Næstu vikur muni skýra mikið Hann segir skipta miklu máli að fá svör við þeim spurningum sem vaknað hafa vegna omikrón-afbrigðisins. „Upp á sóttvarnir almennt og til hvaða aðgerðir sóttvarnayfirvöld þurfa að grípa til þess að annað hvort hefta útbreiðsluna ef þörf er á, eða ekki. Á meðan við vitum ekki meira um veiruna þá er mjög mikilvægt að hafa varann á, því ef við gefum henni lausan tauminn og þetta er slæmt afbrigði sem getur haft alvarlega fylgikvilla þá er kannski of seint að grípa inn í, eftir að hún hefur breiðst meira út.“ Næstu tvær þrjár vikur geti gefið miklar upplýsingar „Eins og hefur komið fram er heldur ekki ástæða til þess að hafa neinar stórar áhyggjur,“ segir Karl en leggur þó áherslu á að fólk fylgi þeim sóttvarnatilmælum sem áður hafi verið boðuð. „Við komum þannig í veg fyrir mikla útbreiðslu hér á landi, þannig að við séum í góðum málum ef þetta reynist vera álíka og önnur afbrigði eða verra, sem er nú vonandi ekki.“ Viðtalið við Karl í heild sinni má heyra í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira