Íhuga að hætta raðgreiningu vegna úrskurðar Persónuverndar Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2021 15:39 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar segja fyrirtækið ekki hafa framið glæp með þjónustu þess við íslensk heilbrigðisyfirvöld í faraldri kórónuveirunnar. Fyrirtækið mun reyna að fá ákvörðun Persónuverndar frá því fyrr í vikunni hnekkt fyrir dómstólum. Persónuvernd tilkynnti í vikunni niðurstöður frumkvæðisathugun á öflun samþykkis Covid-19 sjúklinga á Landspítala fyrir notkun blóðsýna þeirra vegna rannsóknar sem kallast Faraldsfræði SARS-CoV-2-veirunnar og áhrif erfða og undirliggjandi sjúkdóma á COVID-19-sjúkdóminn sem hún veldur. Niðurstaðan var sú að vinnsla Landspítalans og Íslenskrar erfðagreiningar samrýmdist ekki persónuverndarlögum. Sjá einnig: Sekta hvorki LSH né ÍE fyrir brot á persónuvernd í tengslum við Covid-rannsókn „Þegar farsóttin barst til Íslands hentu starfsmenn fyrirtækisins frá sér öðrum verkefnum og snéru sér alfarið að því að styðja við sóttvarnir í landinu og nýttu til þess sérþekkingu, hugvit og tæki sem hvergi var annars staðar að fá. Ekkert af því sem fyrirtækið gerði var án þess að það væri borið undir sóttvarnarlækni og hlyti blessun hans,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Þar segir einnig að þegar áður óþekktur sjúkdómur gangi yfir byggist framkvæmd læknisfræðinnar meðal annars á því að afla gagna, setja þau í samhengi og túlka til að búa til nýjan skilning á sjúkdómnum. Annars sé læknisfræðing ekki að sinna sínu þjónustuhlutverki. Í upphafi apríl 2020 hafi Covid-19 litið mjög ógnvekjandi út og mjög brýnt hafi verið fyrir heilbrigðisþjónustuna að átta sig á því hve víða veiran hefði farið um samfélagið. Þess vegna hafi sóttvarnarlæknir ákveðið eftir samráð við Íslenska erfðagreiningu að kanna hve stór hundraðshluti landsmanna hefði myndað mótefni við veirunni. Sýni voru tekin úr einstaklingum sem lágu sýktir inn á Landspítala og mótefni í blóði þeirra skoðað. „Þetta var gert í þeim tilgangi að skilja stöðu faraldursins í landinu svo hægt væri að sníða aðgerðir eftir vexti,“ segir í tilkynningunni. „Nú hefur Persónuvernd komist að þeirri niðurstöðu að sýnin hafi á engan hátt tengst sóttvarnarátaki og þar með hafi fyrirtækið brotið gegn persónuverndarlögum. Þetta stangast á við álit sóttvarnarlæknis, landlæknis og yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Þegar það er álitamál hvort um sé að ræða vísindarannsókn á heilbrigðissviði er það samkvæmt lögum um vísindarannsóknir ekki Persónuverndar að skera úr um það.“ Eins og áður segir ætla forsvarsmenn fyrirtækisins að leita til dómstóla. Í tilkynningunni segir að þar til niðurstaða fáist í málið sé ekki ljóst hvort skynsamlegt sé af Íslenskri erfðagreiningu að halda áfram að raðgreina veiruna fyrir sóttvarnaryfirvöld. „Ef það var glæpur sem við frömdum er fullt eins líklegt að það sé glæpur sem við erum að fremja núna því við erum með raðgreiningunni að afla gagna sem við setjum í samhengi til þess að sækja nýja þekkingu og aðstoða þannig sóttvarnaryfirvöld í baráttunni við veiruna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Persónuvernd Íslensk erfðagreining Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Persónuvernd tilkynnti í vikunni niðurstöður frumkvæðisathugun á öflun samþykkis Covid-19 sjúklinga á Landspítala fyrir notkun blóðsýna þeirra vegna rannsóknar sem kallast Faraldsfræði SARS-CoV-2-veirunnar og áhrif erfða og undirliggjandi sjúkdóma á COVID-19-sjúkdóminn sem hún veldur. Niðurstaðan var sú að vinnsla Landspítalans og Íslenskrar erfðagreiningar samrýmdist ekki persónuverndarlögum. Sjá einnig: Sekta hvorki LSH né ÍE fyrir brot á persónuvernd í tengslum við Covid-rannsókn „Þegar farsóttin barst til Íslands hentu starfsmenn fyrirtækisins frá sér öðrum verkefnum og snéru sér alfarið að því að styðja við sóttvarnir í landinu og nýttu til þess sérþekkingu, hugvit og tæki sem hvergi var annars staðar að fá. Ekkert af því sem fyrirtækið gerði var án þess að það væri borið undir sóttvarnarlækni og hlyti blessun hans,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Þar segir einnig að þegar áður óþekktur sjúkdómur gangi yfir byggist framkvæmd læknisfræðinnar meðal annars á því að afla gagna, setja þau í samhengi og túlka til að búa til nýjan skilning á sjúkdómnum. Annars sé læknisfræðing ekki að sinna sínu þjónustuhlutverki. Í upphafi apríl 2020 hafi Covid-19 litið mjög ógnvekjandi út og mjög brýnt hafi verið fyrir heilbrigðisþjónustuna að átta sig á því hve víða veiran hefði farið um samfélagið. Þess vegna hafi sóttvarnarlæknir ákveðið eftir samráð við Íslenska erfðagreiningu að kanna hve stór hundraðshluti landsmanna hefði myndað mótefni við veirunni. Sýni voru tekin úr einstaklingum sem lágu sýktir inn á Landspítala og mótefni í blóði þeirra skoðað. „Þetta var gert í þeim tilgangi að skilja stöðu faraldursins í landinu svo hægt væri að sníða aðgerðir eftir vexti,“ segir í tilkynningunni. „Nú hefur Persónuvernd komist að þeirri niðurstöðu að sýnin hafi á engan hátt tengst sóttvarnarátaki og þar með hafi fyrirtækið brotið gegn persónuverndarlögum. Þetta stangast á við álit sóttvarnarlæknis, landlæknis og yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Þegar það er álitamál hvort um sé að ræða vísindarannsókn á heilbrigðissviði er það samkvæmt lögum um vísindarannsóknir ekki Persónuverndar að skera úr um það.“ Eins og áður segir ætla forsvarsmenn fyrirtækisins að leita til dómstóla. Í tilkynningunni segir að þar til niðurstaða fáist í málið sé ekki ljóst hvort skynsamlegt sé af Íslenskri erfðagreiningu að halda áfram að raðgreina veiruna fyrir sóttvarnaryfirvöld. „Ef það var glæpur sem við frömdum er fullt eins líklegt að það sé glæpur sem við erum að fremja núna því við erum með raðgreiningunni að afla gagna sem við setjum í samhengi til þess að sækja nýja þekkingu og aðstoða þannig sóttvarnaryfirvöld í baráttunni við veiruna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Persónuvernd Íslensk erfðagreining Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira