Eru launahækkanir að sliga íslenskt atvinnulíf? Guðrún Jóhannesdóttir skrifar 3. desember 2021 12:01 Undanfarið hefur verið töluvert rætt um hvort samningsbundnar launahækkanir séu að sliga atvinnulífið hér á landi. Margir telja það fjarri lagi þar sem atvinnulífið standi svo vel því velta nokkurra fyrirtækja hafi aukist til muna. Háværar raddir heyrast einnig um að fyrirtækjum beri að taka á sig hækkanir á innkaupsverði og flutningskostnaði þar sem ekki sé réttlátt að neytendur beri þann kostnað. Mörg fyrirtæki hafa orðið fyrir miklu höggi vegna heimsfaraldursins. Skertur opnunartími, fjöldatakmarkanir og fjarvistir starfsfólks hafa haft mikil áhrif á afkomu fjölmargra fyrirtækja. Á þetta bæði við um fyrirtæki í verslunargeiranum sem og minni iðnfyrirtæki, svo ekki sé minnst á ferðaþjónustuna. Mig langar hér að nefna hér nokkrar staðreyndir um þann veruleika sem raunverulega blasir við fyrirtækjum á Íslandi um þessar mundir. Bein afleiðing af heimsfaraldrinum eru fordæmalausar hækkanir á allri hrávöru, hvort sem er til matvælaframleiðslu eða iðnaðarframleiðslu. Við erum hér að tala um hækkanir sem nema tugum prósenta. Bein afleiðing af heimsfaraldrinum eru hækkanir á flutningskostnaði, einkum og sér í lagi á lengri leiðum, t.d. á milli Asíu og Evrópu. Hér er um að ræða hækkanir sem aldrei hafa sést, hvorki fyrr né síðar. Verðbólga mælist nú langt yfir markmiði Seðlabankans, eða 4,5%, og margt sem bendir til að verðbólguþrýstingur eigi enn eftir að aukast á komandi mánuðum. Það sem er óvanalegt nú er að verðbólga í helstu viðskiptalöndum okkar er í methæðum. Meira að segja í Þýskalandi, sem er eins og flestir vita þekkt fyrir allt annað en háa verðbólgu, er verðbólgan nú 5% Húsnæðiskostnaður hefur aldrei verið eins íþyngjandi í starfsemi fyrirtækja og nú. Fasteignaskattur á Íslandi er allt að þrisvar sinnum hærri en á hinum Norðurlöndunum. Launakostnaður fyrirtækja hefur farið hratt hækkandi undanfarin ár og ekki má gleyma að nefna kostnað fyrirtækja vegna launagreiðslna í veikindum eða vegna annarra fjarvista starfsfólks á tímum Covid-19. Erfitt er að sjá fyrir sér hvernig fyrirtæki eiga að fara að því að taka á sig bæði hækkanir á kostnaðarverði og launahækkanir, sem samið var um við gjörólíkar aðstæður og nú eru uppi, samfara því. Undirrituð stýrir litlu fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var fyrir rúmum 20 árum síðan. Við búum við þann lúxus að eiga stóran og tryggan viðskiptavinahóp, sem við erum afar þakklát fyrir. Hins vegar hefur það aldrei verið eins mikil áskorun og nú að halda rekstrinum í réttu horfi. Ná að fylla lagerinn á tímum vöruskorts og tafa á afhendingu. Halda aftur af verðhækkunum þegar laun hækka, listaverð hækkar og flutningskostnaður margfaldast. Þetta er staða sem blasir við fjölmörgum fyrirtækjum á Íslandi. Það er von mín að verkalýðshreyfingin leggi raunverulegt mat á stöðu alls atvinnulífsins, þegar sest verður við samningaborðið á komandi ári. Höfundur er framkvæmdastjóri Kokku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verslun Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið töluvert rætt um hvort samningsbundnar launahækkanir séu að sliga atvinnulífið hér á landi. Margir telja það fjarri lagi þar sem atvinnulífið standi svo vel því velta nokkurra fyrirtækja hafi aukist til muna. Háværar raddir heyrast einnig um að fyrirtækjum beri að taka á sig hækkanir á innkaupsverði og flutningskostnaði þar sem ekki sé réttlátt að neytendur beri þann kostnað. Mörg fyrirtæki hafa orðið fyrir miklu höggi vegna heimsfaraldursins. Skertur opnunartími, fjöldatakmarkanir og fjarvistir starfsfólks hafa haft mikil áhrif á afkomu fjölmargra fyrirtækja. Á þetta bæði við um fyrirtæki í verslunargeiranum sem og minni iðnfyrirtæki, svo ekki sé minnst á ferðaþjónustuna. Mig langar hér að nefna hér nokkrar staðreyndir um þann veruleika sem raunverulega blasir við fyrirtækjum á Íslandi um þessar mundir. Bein afleiðing af heimsfaraldrinum eru fordæmalausar hækkanir á allri hrávöru, hvort sem er til matvælaframleiðslu eða iðnaðarframleiðslu. Við erum hér að tala um hækkanir sem nema tugum prósenta. Bein afleiðing af heimsfaraldrinum eru hækkanir á flutningskostnaði, einkum og sér í lagi á lengri leiðum, t.d. á milli Asíu og Evrópu. Hér er um að ræða hækkanir sem aldrei hafa sést, hvorki fyrr né síðar. Verðbólga mælist nú langt yfir markmiði Seðlabankans, eða 4,5%, og margt sem bendir til að verðbólguþrýstingur eigi enn eftir að aukast á komandi mánuðum. Það sem er óvanalegt nú er að verðbólga í helstu viðskiptalöndum okkar er í methæðum. Meira að segja í Þýskalandi, sem er eins og flestir vita þekkt fyrir allt annað en háa verðbólgu, er verðbólgan nú 5% Húsnæðiskostnaður hefur aldrei verið eins íþyngjandi í starfsemi fyrirtækja og nú. Fasteignaskattur á Íslandi er allt að þrisvar sinnum hærri en á hinum Norðurlöndunum. Launakostnaður fyrirtækja hefur farið hratt hækkandi undanfarin ár og ekki má gleyma að nefna kostnað fyrirtækja vegna launagreiðslna í veikindum eða vegna annarra fjarvista starfsfólks á tímum Covid-19. Erfitt er að sjá fyrir sér hvernig fyrirtæki eiga að fara að því að taka á sig bæði hækkanir á kostnaðarverði og launahækkanir, sem samið var um við gjörólíkar aðstæður og nú eru uppi, samfara því. Undirrituð stýrir litlu fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var fyrir rúmum 20 árum síðan. Við búum við þann lúxus að eiga stóran og tryggan viðskiptavinahóp, sem við erum afar þakklát fyrir. Hins vegar hefur það aldrei verið eins mikil áskorun og nú að halda rekstrinum í réttu horfi. Ná að fylla lagerinn á tímum vöruskorts og tafa á afhendingu. Halda aftur af verðhækkunum þegar laun hækka, listaverð hækkar og flutningskostnaður margfaldast. Þetta er staða sem blasir við fjölmörgum fyrirtækjum á Íslandi. Það er von mín að verkalýðshreyfingin leggi raunverulegt mat á stöðu alls atvinnulífsins, þegar sest verður við samningaborðið á komandi ári. Höfundur er framkvæmdastjóri Kokku.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun