Grænkera skorti ekkert á jólum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. desember 2021 20:30 Systurnar Júlía Sif og Helga María hafa verið grænkerar í um áratug. Þær segja að í dag skorti grænkera ekkert, sem sé mikil breyting frá því fyrir tíu árum. Vísir/Adelina Jólin eru handan við hornið og flestir eflaust farnir að velta fyrir sér hvað eigi að hafa á boðstólnum á aðfangadagskvöld. Fyrir flesta er þetta kannski erfið spurning að svara, en hvað með fólkið sem bragðar ekki á jólasteikinni? „Það hefur breyst gríðarlega mikið. Við höfum verið vegan síðan 2011 og 2012. Á þeim tíma var ekkert hægt að labba inn á veitingastað og fá vegan-mat, maður þurfti yfirleitt að hringja og segja: Ég er með ofnæmi fyrir kjöti, mjólk og eggjum af því að annars vissi fólk ekkert hvað maður var að tala um. Í dag ferðu inn í hvaða búð sem er og hvaða veitingastað sem er og getur fengið ótrúlega góðan vegan-mat og valið úr alls konar valmöguleikum og góðum vörum,“ segir Helga María Ragnarsdóttir, grænkeri. Systurnar Júlía Sif og Helga María halda úti matarblogginu Veganistur, sem nýtur mikilla vinsælda, bæði meðal grænkera og alæta. Systurnar hafa báðar verið vegan í um áratug en margt hefur breyst á þessum tíma. „Fyrstu jólin okkar vorum við svolítið mikið að borða bara hnetusteik. Það var einhvern vegin það sem allir, sem voru vegan, borðuðu. Já, og það voru engar sérvörur í boði, enginn vegan rjómi, enginn vegan ís eða neitt svoleiðis, þannig að þetta var svolítið „plain“ matur,“ segir Júlía Sif. „Í dag myndi ég segja að við borðum bara nákvæmlega eins og allir, okkur skortir ekki neitt.“ „Við borðum allt sem okkur þótti gott áður, við bökum sömu smákökurnar, við erum farnar að gera jólaís, terturnar, smákökurnar, allt meðlætið. Þannig að þetta er allt annað en fyrir tíu árum,“ segir Helga. Þær einbeita sér sjálfar að þvíað veganvæða venjulegan heimilismat, mat sem er ekki of flókinn. Systurnar hafa þróað ýmsar uppskriftir til að veganvæða klassíska rétti. Hér má til dæmis sjá vegan-wellington, brúnaðar kartöflur og fleira sem systurnar matreiddu.Vísir/Adelina „Þegar við byrjuðum að vera vegan þá var þetta svolítið svona hollustumataræði eða fólk hélt það og margar uppskriftir sem við fundum á netinu voru með mjög mikið af innihaldsefnum og við fórum strax að reyna að veganæsa venjulegan mat sem við vorum vanar að borða og vildum sýna hversu auðvelt það væri,“ segir Júlía. Þær segja fólk oft mikla fyrir sér verkefnið að elda og baka vegan mat. „Mér finnst líka ein ástæðan fyrir því að við byrjuðum að blogga og byrjuðum að gera vegan útgáfur af þessum hefðbundnu réttum að fólk hélt að þetta væri svo flókið. Oft þegar við vorum að koma í fjölskylduboð sagði fólk: Við getum ekki bakað neitt fyrir ykkur, við vitum ekkert hvernig virkar að gera svona vegan kökur,“ segir Helga. „Svo þegar maður sýnir fólki uppskriftir, eins og af okkar kökum, hversu ótrúlega auðvelt þetta er og þetta eru bara hráefni sem fólk á heima. Þá fattar fólk, já ókei þetta er ekki einhver hráfæðikaka sem er í frystinum í þrjá daga og með þrjátíu innihaldsefni.“ Hvað mynduði segja viðfólk sem er að taka sín fyrstu skref í að verða vegan eða taka út dýraafurðir, hvaða ráð hafiði til þeirra? „Ég myndi segja að flækja hlutina ekki of mikið og gerðu matinn sem þér finnst góður í vegan-útgáfu.“ Vegan Matur Jól Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Sjá meira
„Það hefur breyst gríðarlega mikið. Við höfum verið vegan síðan 2011 og 2012. Á þeim tíma var ekkert hægt að labba inn á veitingastað og fá vegan-mat, maður þurfti yfirleitt að hringja og segja: Ég er með ofnæmi fyrir kjöti, mjólk og eggjum af því að annars vissi fólk ekkert hvað maður var að tala um. Í dag ferðu inn í hvaða búð sem er og hvaða veitingastað sem er og getur fengið ótrúlega góðan vegan-mat og valið úr alls konar valmöguleikum og góðum vörum,“ segir Helga María Ragnarsdóttir, grænkeri. Systurnar Júlía Sif og Helga María halda úti matarblogginu Veganistur, sem nýtur mikilla vinsælda, bæði meðal grænkera og alæta. Systurnar hafa báðar verið vegan í um áratug en margt hefur breyst á þessum tíma. „Fyrstu jólin okkar vorum við svolítið mikið að borða bara hnetusteik. Það var einhvern vegin það sem allir, sem voru vegan, borðuðu. Já, og það voru engar sérvörur í boði, enginn vegan rjómi, enginn vegan ís eða neitt svoleiðis, þannig að þetta var svolítið „plain“ matur,“ segir Júlía Sif. „Í dag myndi ég segja að við borðum bara nákvæmlega eins og allir, okkur skortir ekki neitt.“ „Við borðum allt sem okkur þótti gott áður, við bökum sömu smákökurnar, við erum farnar að gera jólaís, terturnar, smákökurnar, allt meðlætið. Þannig að þetta er allt annað en fyrir tíu árum,“ segir Helga. Þær einbeita sér sjálfar að þvíað veganvæða venjulegan heimilismat, mat sem er ekki of flókinn. Systurnar hafa þróað ýmsar uppskriftir til að veganvæða klassíska rétti. Hér má til dæmis sjá vegan-wellington, brúnaðar kartöflur og fleira sem systurnar matreiddu.Vísir/Adelina „Þegar við byrjuðum að vera vegan þá var þetta svolítið svona hollustumataræði eða fólk hélt það og margar uppskriftir sem við fundum á netinu voru með mjög mikið af innihaldsefnum og við fórum strax að reyna að veganæsa venjulegan mat sem við vorum vanar að borða og vildum sýna hversu auðvelt það væri,“ segir Júlía. Þær segja fólk oft mikla fyrir sér verkefnið að elda og baka vegan mat. „Mér finnst líka ein ástæðan fyrir því að við byrjuðum að blogga og byrjuðum að gera vegan útgáfur af þessum hefðbundnu réttum að fólk hélt að þetta væri svo flókið. Oft þegar við vorum að koma í fjölskylduboð sagði fólk: Við getum ekki bakað neitt fyrir ykkur, við vitum ekkert hvernig virkar að gera svona vegan kökur,“ segir Helga. „Svo þegar maður sýnir fólki uppskriftir, eins og af okkar kökum, hversu ótrúlega auðvelt þetta er og þetta eru bara hráefni sem fólk á heima. Þá fattar fólk, já ókei þetta er ekki einhver hráfæðikaka sem er í frystinum í þrjá daga og með þrjátíu innihaldsefni.“ Hvað mynduði segja viðfólk sem er að taka sín fyrstu skref í að verða vegan eða taka út dýraafurðir, hvaða ráð hafiði til þeirra? „Ég myndi segja að flækja hlutina ekki of mikið og gerðu matinn sem þér finnst góður í vegan-útgáfu.“
Vegan Matur Jól Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Sjá meira