Lokasóknin: Er það ekki bara Tom Brady? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2021 15:15 Tom Brady er langelsti leikmaður NFL-deildarinnar en kannski sá besti líka. Hann er á góðri leið með að vinna annan titil með Tampa Bay Buccaneers. Getty/Maddie Meyer Lokasóknin fór yfir það í síðasta þætti sínum hver ætti mestu möguleikana á því að vera valinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar í ár. Það hefur verið sveiflugangur hjá mörgum liðum í deildinni á þessum tímabili og fyrir vikið þá koma margir til greina sem MVP deildarinnar. Lokasóknin er á dagskrá á Stöð 2 Sport í hverri viku og þar er farið yfir leiki vikunnar. Tólfta vika deildarkeppninnar af átján kallaði á umræðu um stærstu verðlaun leikmanns í deildinni. „Eitt sem er rosalega mikið rætt í kringum NFL-deildina er MVP-kapphlaupið. Hver er bestur í deildinni? Þetta er atkvæðagreiðsla sem á sér stað en það er kannski erfitt að lesa í það núna,“ sagði Andri Ólafsson og spurði hverjir eigi möguleika á því að taka titilinn í ár og af hverju væri svo erfitt að finna líklegan viðtakanda verðlaunanna þetta árið. „Er það erfitt,“ spurði Eiríkur Stefán Ásgeirsson en bæði Andri og Henry Birgir Gunnarsson svöruðu játandi. „Er það ekki bara Tom Brady? Það má ekki vinna gegn honum að hann sé bestur í deildinni eða eigi einhverja milljón titla á bakinu,“ sagði Eiríkur Stefán. „Ástæðan fyrir því að margir koma til greina er þessi óstöðugleiki hjá alltof mörgum liðum í deildinni,“ sagði Henry Birgir. „Það eru mjög margir að sýna okkur af hverju þeir eiga ekki að verða MVP frekar heldur en öfugt,“ sagði Andri. „Hjá Vegas er Tom Brady efstur en það sem vakti mesta athygli þegar maður fór að skoða veðbankanna er að Jonathan Taylor, sem er búinn að vera hlaupa sig inn í MVP-umræðuna, er í níunda sæti,“ sagði Henry Birgir. Strákarnir fóru yfir listann yfir þá sem þykja líklegastir. Það má sjá þessa umfjöllun hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Umræða um MVP verðlaun NFL-deildarinnar í ár NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Lokasóknin Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sjá meira
Það hefur verið sveiflugangur hjá mörgum liðum í deildinni á þessum tímabili og fyrir vikið þá koma margir til greina sem MVP deildarinnar. Lokasóknin er á dagskrá á Stöð 2 Sport í hverri viku og þar er farið yfir leiki vikunnar. Tólfta vika deildarkeppninnar af átján kallaði á umræðu um stærstu verðlaun leikmanns í deildinni. „Eitt sem er rosalega mikið rætt í kringum NFL-deildina er MVP-kapphlaupið. Hver er bestur í deildinni? Þetta er atkvæðagreiðsla sem á sér stað en það er kannski erfitt að lesa í það núna,“ sagði Andri Ólafsson og spurði hverjir eigi möguleika á því að taka titilinn í ár og af hverju væri svo erfitt að finna líklegan viðtakanda verðlaunanna þetta árið. „Er það erfitt,“ spurði Eiríkur Stefán Ásgeirsson en bæði Andri og Henry Birgir Gunnarsson svöruðu játandi. „Er það ekki bara Tom Brady? Það má ekki vinna gegn honum að hann sé bestur í deildinni eða eigi einhverja milljón titla á bakinu,“ sagði Eiríkur Stefán. „Ástæðan fyrir því að margir koma til greina er þessi óstöðugleiki hjá alltof mörgum liðum í deildinni,“ sagði Henry Birgir. „Það eru mjög margir að sýna okkur af hverju þeir eiga ekki að verða MVP frekar heldur en öfugt,“ sagði Andri. „Hjá Vegas er Tom Brady efstur en það sem vakti mesta athygli þegar maður fór að skoða veðbankanna er að Jonathan Taylor, sem er búinn að vera hlaupa sig inn í MVP-umræðuna, er í níunda sæti,“ sagði Henry Birgir. Strákarnir fóru yfir listann yfir þá sem þykja líklegastir. Það má sjá þessa umfjöllun hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Umræða um MVP verðlaun NFL-deildarinnar í ár NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Lokasóknin Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sjá meira