Þaulskipulagðir úlpuþjófar lausir úr haldi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. desember 2021 08:15 Mennirnir voru gripnir eftir að þeir gripu tvær úlpur úr verslun Bláa lónsins. Vísir/Vilhelm Tveir erlendir ríkisborgarar sem grunaðir eru um þaulskipulagðan úlpuþjófnað úr Bláa lóninu hafa verið úrskurðaðir í farbann og eru þeir því lausir úr gæsluvarðhaldi. Greint var frá því í október að tveir menn væru grunaðir um þjófnað á tveimur úlpum úr verslun Bláa lónsins. Úlpurnar kostuðu á annað hundruð þúsund króna hvor. Í úrskurði Landsréttar er varpað nánari ljósi á aðferðir mannana sem virðast hafa verið þaulskipulagðar og útpældar. Komust undan á hlaupum Þar kemur fram að starfsmenn hafi staðið mennina að þjófnaðinum en þeim hafi tekist að komast burt á hlaupum. Lögregla var kölluð til og hafði hún hendur í hári mannanna í Hafnarfirði þar sem bíll þeirra var stöðvaður. Lögreglan handtók mennina við Hafnarfjörð.Vísir/Vilhelm Þar framvísaði annar þeirra svörtum ruslapoka sem í voru umræddar úlpur en mennirnir sáust koma þeim fyrir í bakpoka á öryggismyndavélum verslunarinnar. Fundu sérútbúin vasa Í farangursými bílsins fannst hliðartaska þar sem skorið hafði verið á botn töskunnar og í klæðningu var búið að koma fyrir „vasa“ gerðum úr álpappír og límbandi. Annar slíkur vasi fannst undir botni farangursgeymslunnar. Segir í úrskurði Landsréttar að vasar af þessu tagi séu þekkt tæki í þjófnaðarmálum þar sem þeir komi í veg fyrir að þjófnarhlið virki sem skyldi. Þetta sé þekkt tæki í skipulagðri brotastarfsemi. Eru ósamvinnuþýðir Framkvæmd var húsleit í húsnæði mannanna í Reykjavík þar sem einnig fannst meint þýfi, fatnaður og afklipptir merkimiðar. Þá fannst einnig samskonar vasi og hafði áður fundist, gerður úr álpappír og límbandi. Landsréttur taldi nægjanlegt að setja mennina í farbann.Vísir/Vilhelm Við rannsókn málsins kom í ljós að fleiri mál bættust við eftir að verslanir yfirfóru eftirlitsmyndavélakerfi sín og umfjöllun um málið fór í fjölmiðla. Hafa mennirnir tveir að játað sök í flestum málanna sem tengjast þeim en eru þeir ósamvinnuþýðir samkvæmt úrskurði Landsréttar, og og framburður þeirra misvísandi. Búið er að ákæra mennina en lögregla telur að meint brot þeirra séu þaulskipulögð og framkvæmd af ríkum ásetningi. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjaness til 20. desember næstkomandi. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem taldi að ekki væri hægt að láta mennina sæta gæsluvarðhaldi í lengur en einn mánuð. Voru mennirnir því úrskurðaðir í farbann. Mega þeir því ekki yfirgefa Ísland fyrir 20. desember næstkomandi. Bláa lónið Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Merkjavöruþjófar áfram í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjaness hefur framlengt gæsluvarðhald yfir tveimur erlendum karlmönnum sem grunaðir eru um skipulagða glæpastarfsemi. 2. nóvember 2021 11:16 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Greint var frá því í október að tveir menn væru grunaðir um þjófnað á tveimur úlpum úr verslun Bláa lónsins. Úlpurnar kostuðu á annað hundruð þúsund króna hvor. Í úrskurði Landsréttar er varpað nánari ljósi á aðferðir mannana sem virðast hafa verið þaulskipulagðar og útpældar. Komust undan á hlaupum Þar kemur fram að starfsmenn hafi staðið mennina að þjófnaðinum en þeim hafi tekist að komast burt á hlaupum. Lögregla var kölluð til og hafði hún hendur í hári mannanna í Hafnarfirði þar sem bíll þeirra var stöðvaður. Lögreglan handtók mennina við Hafnarfjörð.Vísir/Vilhelm Þar framvísaði annar þeirra svörtum ruslapoka sem í voru umræddar úlpur en mennirnir sáust koma þeim fyrir í bakpoka á öryggismyndavélum verslunarinnar. Fundu sérútbúin vasa Í farangursými bílsins fannst hliðartaska þar sem skorið hafði verið á botn töskunnar og í klæðningu var búið að koma fyrir „vasa“ gerðum úr álpappír og límbandi. Annar slíkur vasi fannst undir botni farangursgeymslunnar. Segir í úrskurði Landsréttar að vasar af þessu tagi séu þekkt tæki í þjófnaðarmálum þar sem þeir komi í veg fyrir að þjófnarhlið virki sem skyldi. Þetta sé þekkt tæki í skipulagðri brotastarfsemi. Eru ósamvinnuþýðir Framkvæmd var húsleit í húsnæði mannanna í Reykjavík þar sem einnig fannst meint þýfi, fatnaður og afklipptir merkimiðar. Þá fannst einnig samskonar vasi og hafði áður fundist, gerður úr álpappír og límbandi. Landsréttur taldi nægjanlegt að setja mennina í farbann.Vísir/Vilhelm Við rannsókn málsins kom í ljós að fleiri mál bættust við eftir að verslanir yfirfóru eftirlitsmyndavélakerfi sín og umfjöllun um málið fór í fjölmiðla. Hafa mennirnir tveir að játað sök í flestum málanna sem tengjast þeim en eru þeir ósamvinnuþýðir samkvæmt úrskurði Landsréttar, og og framburður þeirra misvísandi. Búið er að ákæra mennina en lögregla telur að meint brot þeirra séu þaulskipulögð og framkvæmd af ríkum ásetningi. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjaness til 20. desember næstkomandi. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem taldi að ekki væri hægt að láta mennina sæta gæsluvarðhaldi í lengur en einn mánuð. Voru mennirnir því úrskurðaðir í farbann. Mega þeir því ekki yfirgefa Ísland fyrir 20. desember næstkomandi.
Bláa lónið Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Merkjavöruþjófar áfram í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjaness hefur framlengt gæsluvarðhald yfir tveimur erlendum karlmönnum sem grunaðir eru um skipulagða glæpastarfsemi. 2. nóvember 2021 11:16 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Merkjavöruþjófar áfram í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjaness hefur framlengt gæsluvarðhald yfir tveimur erlendum karlmönnum sem grunaðir eru um skipulagða glæpastarfsemi. 2. nóvember 2021 11:16