Segir lið sitt aldrei hafa spilað jafn vel á Goodison Park Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. desember 2021 23:15 Klopp var mjög ánægður með sína menn í kvöld. Alex Livesey/Getty Images Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var að vonum ánægður með 4-1 stórsigur sinna manna á Everton er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, þá sérstaklega eftir það sem gerðist á sama velli á síðustu leiktíð. „Þetta var mjög góður leikur af okkar hálfu, þroskuð frammistaða, fullorðins frammistaða. Mun betri en undanfarin ár, sérstaklega á Goodison Park.“ „Síðar mun ég njóta þess að horfa á leikinn aftur því ég veit hvernig hann fór, það hjálpar til. Ég naut leiksins á köflum, naut þess sem ég sá þar sem þetta var okkar besta frammistaða til þessa á Goodison. Við tókum stór skref í þróun okkar sem lið, það er að við getum lagt tilfinningar til hliðar í svona mikilvægum leikjum.“ „Við vorum of opnir til baka þegar við gáfum þeim markið en það getur gerst þegar þú hefur mikla yfirburði. Við hefðum átt að vera komnir yfir áður en við brutum ísinn. Við komumst í 2-0 og voru ef til vill ekki nægilega öflugir fyrir framan markið, það gaf þeim líflínu. Ég er ekki að leitast eftir fullkomnun, ef þetta væri auðvelt þá gætu allir gert þetta. Strákarnir stóðu sig mjög vel,“ bætti sá þýski við. „Síðast þegar við spiluðum hér urðum við fyrir tveimur skelfilegum meiðslum. Við erum eins og fjölskylda og þegar einhver meiðist illa þá finnur þú fyrir því í búningsklefanum. Hann (Virgil Van Dijk) höndlaði meiðslin ótrúlega vel, sama á við um Thiago og allir strákarnir spiluðu vel í kvöld því þú finnur fyrir tilfinningunum þegar þú snýrð aftur,“ sagði Klopp en Van Dijk sleit krossband í hné í leik liðanna á síðustu leiktíð eftir glórulausa tæklingu Jordan Pickford, markvarðar Everton. Mo Salah var ekki sáttur eftir leik „Hann var reiður eftir leikinn, hann vildi skora þriðja markið sitt og fullkomna þrennuna. Ég tek svona mörkum ekki sem sjálfsögðum hlut, hann neyðir varnarmanninn til að gera mistök í öðru markinu sínu í kvöld. Mo setti Seamus Coleman undir pressu og vann boltann, þegar hann er í slíkri stöðu er líklegt að hann skori.“ „Við erum í góðu augnabliki og þetta var okkar langbesta frammistaða hér á Goodison síðan ég tók við. Fyrir leikinn sagði fólk mér að í nágrannaslögum skipti almennt form og gengi liðanna engu máli, ég gæti ekki verið meira ósammála,“ sagði Klopp að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Sjá meira
„Þetta var mjög góður leikur af okkar hálfu, þroskuð frammistaða, fullorðins frammistaða. Mun betri en undanfarin ár, sérstaklega á Goodison Park.“ „Síðar mun ég njóta þess að horfa á leikinn aftur því ég veit hvernig hann fór, það hjálpar til. Ég naut leiksins á köflum, naut þess sem ég sá þar sem þetta var okkar besta frammistaða til þessa á Goodison. Við tókum stór skref í þróun okkar sem lið, það er að við getum lagt tilfinningar til hliðar í svona mikilvægum leikjum.“ „Við vorum of opnir til baka þegar við gáfum þeim markið en það getur gerst þegar þú hefur mikla yfirburði. Við hefðum átt að vera komnir yfir áður en við brutum ísinn. Við komumst í 2-0 og voru ef til vill ekki nægilega öflugir fyrir framan markið, það gaf þeim líflínu. Ég er ekki að leitast eftir fullkomnun, ef þetta væri auðvelt þá gætu allir gert þetta. Strákarnir stóðu sig mjög vel,“ bætti sá þýski við. „Síðast þegar við spiluðum hér urðum við fyrir tveimur skelfilegum meiðslum. Við erum eins og fjölskylda og þegar einhver meiðist illa þá finnur þú fyrir því í búningsklefanum. Hann (Virgil Van Dijk) höndlaði meiðslin ótrúlega vel, sama á við um Thiago og allir strákarnir spiluðu vel í kvöld því þú finnur fyrir tilfinningunum þegar þú snýrð aftur,“ sagði Klopp en Van Dijk sleit krossband í hné í leik liðanna á síðustu leiktíð eftir glórulausa tæklingu Jordan Pickford, markvarðar Everton. Mo Salah var ekki sáttur eftir leik „Hann var reiður eftir leikinn, hann vildi skora þriðja markið sitt og fullkomna þrennuna. Ég tek svona mörkum ekki sem sjálfsögðum hlut, hann neyðir varnarmanninn til að gera mistök í öðru markinu sínu í kvöld. Mo setti Seamus Coleman undir pressu og vann boltann, þegar hann er í slíkri stöðu er líklegt að hann skori.“ „Við erum í góðu augnabliki og þetta var okkar langbesta frammistaða hér á Goodison síðan ég tók við. Fyrir leikinn sagði fólk mér að í nágrannaslögum skipti almennt form og gengi liðanna engu máli, ég gæti ekki verið meira ósammála,“ sagði Klopp að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Sjá meira