Omíkron-smitið staðfest og sá smitaði á Landspítala Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2021 22:20 Verið er að raðgreina sýni úr þeim sem talinn er hafa smitast af afbrigðinu. Vísir/Vilhelm Búið er að staðfesta að sjúklingur á Landspítalanum er smitaður af Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Ekki er vitað hvar viðkomandi smitaðist en hann hafði ekki verið í útlöndum. Þetta kemur fram í frétt Mbl og er vitnað í Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítala. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Smitgreining stendur yfir. Fréttin hefur verið uppfærð. Omíkron hefur greinst víðsvegar um heiminn frá því hún er talin hafa greinst fyrst í Suður-Afríku en vísindamenn þaðan tilkynntu afbrigðið til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) þann 24. nóvember. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í pistli á Covid.is í dag að afbrigðið hefði greinst hjá 57 manns í tólf löndum Evrópska efnahagssvæðisins. Allir væru með tiltölulega væg einkenni og engin dauðsföll hefðu verið tilkynnt. Þá væru margir hinna smituðu fullbólusettir. Sjá einnig: Omíkron greinst í tólf löndum EES Alls hefur afbrigðið greinst í minnst 23 ríkjum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í Suður-Afríku, þar sem afbrigðið greindist fyrst, tvöfaldaðist fjöldi nýsmitaðra milli daga en nærri því 8.600 greindust smitaðir þar í gær. Vísindamenn segja Omíkron-afbrigðið hafa tekið fram úr Delta-afbrigðinu miðað við sýnin sem verið sé að raðgreina. Enn er tiltölulega lítið vitað um afbrigðið en það er töluvert mikið stökkbreytt samanborið við Delta-afbrigðið sem er ráðandi í heiminum. Vísindamenn óttast að það dreifist auðveldar manna á milli og komist auðveldar hjá þeim vörnum sem bóluefni gegn Covid-19 veita, vegna stökkbreytinganna. Lagði til bólusetningarskyldu í Evrópu Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, lagði til í dag að ráðamenn í Evrópu íhugi alvarlega að setja á bólusetningarskyldu. Von der Leyen sagði í samtali við blaðamenn í dag að Evrópa stæði frammi fyrir tvöfaldri áskorun, annars vegar væri það fjórða bylgja faraldursins og hins vegar útbreiðsla Omíkron. Í ljósi þessa væri mikilvægara sem aldrei fyrr að fólk væri bólusett en hún sagði að 27 ríki Evrópusambandsins þyrftu að gefa alvarlega í til að ná bólusetningarmarkmiðum. Þá verði nægt framboð að aukaskömmtum fyrir örvunarbólusetningu. Auk bólusetninga hvatti framkvæmdastjórnin ríki til að fara daglega yfir ferðatakmarkanir og grípa til viðeigandi aðgerða, til að mynda ef Omíkron afbrigðið greinist. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Omíkron greinst í tólf löndum EES Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, omíkron, hefur greinst í tólf löndum Evrópska Efnahagssvæðisins. Fimmtíu og sjö einstaklingar hafa greinst smitaðir af veirunni en allir eru þeir með væg einkenni Covid-19. 1. desember 2021 12:55 140 greindust innanlands 140 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 72 af þeim 140 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 51 prósent. 68 voru utan sóttkvíar, eða 49 prósent. 1. desember 2021 10:30 Handtóku par sem flúði af sóttkvíarhóteli Ómíkrón greindra Lögreglan í Hollandi handtók í gær par sem hafði flúið af sóttkvíarhóteli í Amsterdam. Fólkið var handtekið um borð í flugvél á Schiphol-flugvelli, sem var við það að taka á loft þegar lögreglu bar að garði. 29. nóvember 2021 06:49 Frumrannsóknir bendi til aukinnar hættu á endursýkingu vegna Ómíkron Fyrstu vísbendingar benda til þess að auknar líkur séu á að fólk, sem þegar hefur smitast af kórónuveirunni, smitist aftur af Ómíkron-afbrigði hennar, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 28. nóvember 2021 18:51 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Mbl og er vitnað í Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítala. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Smitgreining stendur yfir. Fréttin hefur verið uppfærð. Omíkron hefur greinst víðsvegar um heiminn frá því hún er talin hafa greinst fyrst í Suður-Afríku en vísindamenn þaðan tilkynntu afbrigðið til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) þann 24. nóvember. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í pistli á Covid.is í dag að afbrigðið hefði greinst hjá 57 manns í tólf löndum Evrópska efnahagssvæðisins. Allir væru með tiltölulega væg einkenni og engin dauðsföll hefðu verið tilkynnt. Þá væru margir hinna smituðu fullbólusettir. Sjá einnig: Omíkron greinst í tólf löndum EES Alls hefur afbrigðið greinst í minnst 23 ríkjum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í Suður-Afríku, þar sem afbrigðið greindist fyrst, tvöfaldaðist fjöldi nýsmitaðra milli daga en nærri því 8.600 greindust smitaðir þar í gær. Vísindamenn segja Omíkron-afbrigðið hafa tekið fram úr Delta-afbrigðinu miðað við sýnin sem verið sé að raðgreina. Enn er tiltölulega lítið vitað um afbrigðið en það er töluvert mikið stökkbreytt samanborið við Delta-afbrigðið sem er ráðandi í heiminum. Vísindamenn óttast að það dreifist auðveldar manna á milli og komist auðveldar hjá þeim vörnum sem bóluefni gegn Covid-19 veita, vegna stökkbreytinganna. Lagði til bólusetningarskyldu í Evrópu Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, lagði til í dag að ráðamenn í Evrópu íhugi alvarlega að setja á bólusetningarskyldu. Von der Leyen sagði í samtali við blaðamenn í dag að Evrópa stæði frammi fyrir tvöfaldri áskorun, annars vegar væri það fjórða bylgja faraldursins og hins vegar útbreiðsla Omíkron. Í ljósi þessa væri mikilvægara sem aldrei fyrr að fólk væri bólusett en hún sagði að 27 ríki Evrópusambandsins þyrftu að gefa alvarlega í til að ná bólusetningarmarkmiðum. Þá verði nægt framboð að aukaskömmtum fyrir örvunarbólusetningu. Auk bólusetninga hvatti framkvæmdastjórnin ríki til að fara daglega yfir ferðatakmarkanir og grípa til viðeigandi aðgerða, til að mynda ef Omíkron afbrigðið greinist.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Omíkron greinst í tólf löndum EES Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, omíkron, hefur greinst í tólf löndum Evrópska Efnahagssvæðisins. Fimmtíu og sjö einstaklingar hafa greinst smitaðir af veirunni en allir eru þeir með væg einkenni Covid-19. 1. desember 2021 12:55 140 greindust innanlands 140 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 72 af þeim 140 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 51 prósent. 68 voru utan sóttkvíar, eða 49 prósent. 1. desember 2021 10:30 Handtóku par sem flúði af sóttkvíarhóteli Ómíkrón greindra Lögreglan í Hollandi handtók í gær par sem hafði flúið af sóttkvíarhóteli í Amsterdam. Fólkið var handtekið um borð í flugvél á Schiphol-flugvelli, sem var við það að taka á loft þegar lögreglu bar að garði. 29. nóvember 2021 06:49 Frumrannsóknir bendi til aukinnar hættu á endursýkingu vegna Ómíkron Fyrstu vísbendingar benda til þess að auknar líkur séu á að fólk, sem þegar hefur smitast af kórónuveirunni, smitist aftur af Ómíkron-afbrigði hennar, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 28. nóvember 2021 18:51 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Omíkron greinst í tólf löndum EES Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, omíkron, hefur greinst í tólf löndum Evrópska Efnahagssvæðisins. Fimmtíu og sjö einstaklingar hafa greinst smitaðir af veirunni en allir eru þeir með væg einkenni Covid-19. 1. desember 2021 12:55
140 greindust innanlands 140 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 72 af þeim 140 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 51 prósent. 68 voru utan sóttkvíar, eða 49 prósent. 1. desember 2021 10:30
Handtóku par sem flúði af sóttkvíarhóteli Ómíkrón greindra Lögreglan í Hollandi handtók í gær par sem hafði flúið af sóttkvíarhóteli í Amsterdam. Fólkið var handtekið um borð í flugvél á Schiphol-flugvelli, sem var við það að taka á loft þegar lögreglu bar að garði. 29. nóvember 2021 06:49
Frumrannsóknir bendi til aukinnar hættu á endursýkingu vegna Ómíkron Fyrstu vísbendingar benda til þess að auknar líkur séu á að fólk, sem þegar hefur smitast af kórónuveirunni, smitist aftur af Ómíkron-afbrigði hennar, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 28. nóvember 2021 18:51