Stefni í ópíóðafaraldur með þessu áframhaldi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. desember 2021 20:00 Notkun á ópíóðum hér á landi stefnir hraðbyri í að verða að faraldri líkt og í löndunum í kringum okkur, að sögn yfirlæknis á Vogi. Hátt í 250 manns hafa farið í meðferð við ópíóðafíkn á þessu ári. . Greint var frá því í gær að þrír hefðu verið handteknir vegna gruns um að hafa reynt að smygla til landsins miklu magni af metamfetamíni og yfir sex þúsund töflum af hörðum ópíóðum. Heimildir fréttastofu herma að mikið magn ópíóða gangi kaupum og sölum á svörtum markaði en notkun þessara lyfja hefur sjaldan verið meiri en nú, að sögn Valgerðar Rúnarsdóttur, yfirlæknis hjá Vogi. „Það er búið að vera ópíóðafaraldur í kringum okkur, í Bandaríkjunum til dæmis. Þar eru gríðarlega mörg dauðsföll á hverju ári. Við sjáum það líka hjá okkur að þetta hefur verið stigvaxandi allt frá árinu 2010. Þetta hefur vaxið jafnt og þétt en þetta er mjög hættuleg neysla, banvæn,” segir Valgerður. „Þetta er orðinn mjög stór hópur hjá okkur. Á þessu ári hafa 250 manns komið í viðtal til okkar vegna viðhaldsmeðferðar, sem er lífsbjargandi meðferð.” Mest er notkunin á Contalgini og Oxycontin, sem eru lyfsseðilsskyld lyf og er notað við mjög miklum verkjum Valgerður segir að neysla ópíóða hafi aukist mikið í heimsfaraldrinum, en að á sama tíma hafi dregið úr notkun á kókaíni og amfetamíni. Færri samkomur sé líklegasta skýringin á því. Engu að síður sé nú gríðarlegt álag á sjúkrahúsið. „Þetta er mjög alvarleg fíkn og hún fer vaxandi á Íslandi. Við þurfum að gefa því fullan gaum. Meðferðin hjá okkur er bæði skaðaminnkandi og er líka til bata frá allri neyslu. Við sinnum því alla leið en höfum ekki fengið það bolmagn sem við þurfum til þess. Þetta er mest megnis ungt fólk og það er gríðarlega mikilvægt að sinna þessu vel,” segir Valgerður og tekur fram að þrátt fyrir mikla aðsókn sé engum vísað frá. Fíkn Lyf Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Greint var frá því í gær að þrír hefðu verið handteknir vegna gruns um að hafa reynt að smygla til landsins miklu magni af metamfetamíni og yfir sex þúsund töflum af hörðum ópíóðum. Heimildir fréttastofu herma að mikið magn ópíóða gangi kaupum og sölum á svörtum markaði en notkun þessara lyfja hefur sjaldan verið meiri en nú, að sögn Valgerðar Rúnarsdóttur, yfirlæknis hjá Vogi. „Það er búið að vera ópíóðafaraldur í kringum okkur, í Bandaríkjunum til dæmis. Þar eru gríðarlega mörg dauðsföll á hverju ári. Við sjáum það líka hjá okkur að þetta hefur verið stigvaxandi allt frá árinu 2010. Þetta hefur vaxið jafnt og þétt en þetta er mjög hættuleg neysla, banvæn,” segir Valgerður. „Þetta er orðinn mjög stór hópur hjá okkur. Á þessu ári hafa 250 manns komið í viðtal til okkar vegna viðhaldsmeðferðar, sem er lífsbjargandi meðferð.” Mest er notkunin á Contalgini og Oxycontin, sem eru lyfsseðilsskyld lyf og er notað við mjög miklum verkjum Valgerður segir að neysla ópíóða hafi aukist mikið í heimsfaraldrinum, en að á sama tíma hafi dregið úr notkun á kókaíni og amfetamíni. Færri samkomur sé líklegasta skýringin á því. Engu að síður sé nú gríðarlegt álag á sjúkrahúsið. „Þetta er mjög alvarleg fíkn og hún fer vaxandi á Íslandi. Við þurfum að gefa því fullan gaum. Meðferðin hjá okkur er bæði skaðaminnkandi og er líka til bata frá allri neyslu. Við sinnum því alla leið en höfum ekki fengið það bolmagn sem við þurfum til þess. Þetta er mest megnis ungt fólk og það er gríðarlega mikilvægt að sinna þessu vel,” segir Valgerður og tekur fram að þrátt fyrir mikla aðsókn sé engum vísað frá.
Fíkn Lyf Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira