Rauðvínspeningurinn fer í jólaskraut úr legókubbum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. desember 2021 15:31 Hjónin Jóhanna Stefánsdóttir og Björgvin Birgisson eru sannkallaðir legóunnendur. Vísir/Egill Hjón í Hafnarfirði hafa sett upp töfrandi jólaþorp úr legókubbum á heimili sínu, sjöunda árið í röð. Alltaf bætist í legósafn þeirra og fer stofan bráðum að verða of lítil undir þetta ótrúlega áhugamál þeirra. Þau Jóhanna Stefánsdóttir og Björgvin Birgisson eru sannkallaðir legóunnendur og hafa safnað ýmsum settum frá þessum heimsþekkta leikfangaframleiðanda í gegn um árin. Síðustu sjö ár hafa þau síðan sett upp jólaþorp úr legókubbum í stofunni sinni. Við fengum að kíkja við á heimili hjónanna og skoða þetta magnaða jólaskraut. „Við byrjuðum svona af einhverju ráði árið 2015. Svo hefur þetta smá undið upp á sig. Og í kóvídinu þá sprakk þetta bara alveg út,“ segir Jóhanna. Eruði saman í því að setja þetta allt upp? „Hún er meira í þessu en jú, jú ég hef gaman að þessu líka sko,“ svarar Björgvin. En krakkarnir? „Þeir eru meira svona í skipulagi og listrænir ráðunautar. Þeir koma með krítík þegar þetta gengur ekki alveg upp hjá manni. Reyndar finnst mér þeir fullraunsæir stundum,“ segir Jóhanna. Jóhanna og Björgvin kynntust fyrir tuttugu árum. Hún ber ábyrgð á jólaskreytingum heimilisins.vísir/egill LEGO framleiðir sérstaka jólaseríu og gefur út nýtt jólasett á hverju ári. Jóhanna og Björgvin eiga að sjálfsögðu alla legókassana úr jólaseríunni og hafa reyndar gengið enn lengra og komið fyrir ýmsu öðru efni í þorpinu. Stofan er þannig undirlögð af legókubbum og fer bráðum að vanta pláss fyrir næstu jólaútgáfur frá LEGO. „Við þurfum bara að stækka!“ segir Björgvin en Jóhanna er ekki kannski ekki alveg á sama máli: „ Það er nú allt matarborðið eftir og lyklaborðið. Þannig að við getum alveg bætt við... svo getum við alltaf fært sjónvarpið.“ Legójólaskrautið er farið að teygja sig út fyrir kommóðuna sem var upprunalega ætluð því. Ætli borðstofuborðið verði einnig orðið undirlagt á næsta ári?vísir/egill „Hann hélt ég væri geggjuð“ Hjónin geta ekki giskað á hve miklir fjármunir hafi farið í LEGO í gegn um tíðina þó þeir séu tvímælalaust talsverðir. „Við hættum að drekka fyrir 10 árum. Ég kalla þetta rauðvínspeninginn þannig að... En við eiginlega viljum ekkert vera að taka það mikið saman hvað er búið að fara í þetta,“ segir Jóhanna og hlær. Jóhanna er tvímælalaust meira jólabarn en Björgvin, sem viðurkennir þó að allt jólaskrautið sé nú dálítið huggulegt. LEGO gefur árlega út nýjan pakka undir jólalínu sinni sem heitir á ensku Winter Village. Hjónin eiga alla pakkana úr seríunni.vísir/egill „Það eru einhver tuttugu ár síðan við kynntumst og hann hélt ég væri geggjuð þegar hann sá niður í geymslu hjá mér í fyrsta sinn. Það voru einhverjir átta kassar af jólaskrauti. Honum fannst það dálítið mikið,“ segir Jóhanna. „Og þá var ekki legóið komið sko,“ bendir Björgvin á. „Þetta er mikill burður hjá mér fyrir jólin, að fara niður að ná í kassa.“ Það týnir enginn lyklum á þessu heimili í Hafnarfirði. Legókubbar eru festir við allar lyklakippur heimilisfólksins og þær hengdar beint upp á hillu við heimkomu sem búið er að festa á aðra legókubba.vísir/egill Jól Jólaskraut Hafnarfjörður Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Þau Jóhanna Stefánsdóttir og Björgvin Birgisson eru sannkallaðir legóunnendur og hafa safnað ýmsum settum frá þessum heimsþekkta leikfangaframleiðanda í gegn um árin. Síðustu sjö ár hafa þau síðan sett upp jólaþorp úr legókubbum í stofunni sinni. Við fengum að kíkja við á heimili hjónanna og skoða þetta magnaða jólaskraut. „Við byrjuðum svona af einhverju ráði árið 2015. Svo hefur þetta smá undið upp á sig. Og í kóvídinu þá sprakk þetta bara alveg út,“ segir Jóhanna. Eruði saman í því að setja þetta allt upp? „Hún er meira í þessu en jú, jú ég hef gaman að þessu líka sko,“ svarar Björgvin. En krakkarnir? „Þeir eru meira svona í skipulagi og listrænir ráðunautar. Þeir koma með krítík þegar þetta gengur ekki alveg upp hjá manni. Reyndar finnst mér þeir fullraunsæir stundum,“ segir Jóhanna. Jóhanna og Björgvin kynntust fyrir tuttugu árum. Hún ber ábyrgð á jólaskreytingum heimilisins.vísir/egill LEGO framleiðir sérstaka jólaseríu og gefur út nýtt jólasett á hverju ári. Jóhanna og Björgvin eiga að sjálfsögðu alla legókassana úr jólaseríunni og hafa reyndar gengið enn lengra og komið fyrir ýmsu öðru efni í þorpinu. Stofan er þannig undirlögð af legókubbum og fer bráðum að vanta pláss fyrir næstu jólaútgáfur frá LEGO. „Við þurfum bara að stækka!“ segir Björgvin en Jóhanna er ekki kannski ekki alveg á sama máli: „ Það er nú allt matarborðið eftir og lyklaborðið. Þannig að við getum alveg bætt við... svo getum við alltaf fært sjónvarpið.“ Legójólaskrautið er farið að teygja sig út fyrir kommóðuna sem var upprunalega ætluð því. Ætli borðstofuborðið verði einnig orðið undirlagt á næsta ári?vísir/egill „Hann hélt ég væri geggjuð“ Hjónin geta ekki giskað á hve miklir fjármunir hafi farið í LEGO í gegn um tíðina þó þeir séu tvímælalaust talsverðir. „Við hættum að drekka fyrir 10 árum. Ég kalla þetta rauðvínspeninginn þannig að... En við eiginlega viljum ekkert vera að taka það mikið saman hvað er búið að fara í þetta,“ segir Jóhanna og hlær. Jóhanna er tvímælalaust meira jólabarn en Björgvin, sem viðurkennir þó að allt jólaskrautið sé nú dálítið huggulegt. LEGO gefur árlega út nýjan pakka undir jólalínu sinni sem heitir á ensku Winter Village. Hjónin eiga alla pakkana úr seríunni.vísir/egill „Það eru einhver tuttugu ár síðan við kynntumst og hann hélt ég væri geggjuð þegar hann sá niður í geymslu hjá mér í fyrsta sinn. Það voru einhverjir átta kassar af jólaskrauti. Honum fannst það dálítið mikið,“ segir Jóhanna. „Og þá var ekki legóið komið sko,“ bendir Björgvin á. „Þetta er mikill burður hjá mér fyrir jólin, að fara niður að ná í kassa.“ Það týnir enginn lyklum á þessu heimili í Hafnarfirði. Legókubbar eru festir við allar lyklakippur heimilisfólksins og þær hengdar beint upp á hillu við heimkomu sem búið er að festa á aðra legókubba.vísir/egill
Jól Jólaskraut Hafnarfjörður Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira