Nýr stjóri Man. United vill þungarokks fótbolta og hatar Tiki-taka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2021 12:01 Ralf Rangnick hefur sterkar skoðanir á fótboltanum og vill hafa skýrt plan hjá sínum liðum. Getty/ Jan Woitas Knattspyrnuáhugafólk og þá sérstaklega stuðningsmenn Manchester United bíða nú eftir því hvaða áhrif nýr knattspyrnustjóri Manchester United muni hafa á félagið. Sky Sports fór yfir það sem von er á frá liði United undir stjórn Ralf Rangnick og fékk þá Jamie Carragher og Roy Keane til að segja sina skoðun á þýska stjóranum. Það var boðið upp á fróðlega samantekt á tölfræði RB Leipzig liðsins undir stjórn Ralf Rangnick 2018-19 og svo tölfræði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Þar kom í ljós að RB Leipzig liðið var við toppinn í fjölda tölfræðiþátta sem snúa að pressu og varnarleik en Manchester United liðið ef aftur á móti við botninn í sömu tölfræðiþáttum í vetur. Grafið var líka upp viðtal við Ralf Rangnick frá þjálfararáðstefnu þar sem hann útskýrði fótboltafræðin sín. Hann talaði þar um fimm mismunandi aðstæður í fótboltaleikjum sem ráða úrslitum í leikjum. Hann er á því að liðið hans þurfi að vera með það á hreinu hvað á að gera. Our new interim manager s ethos... #MUFC— Manchester United (@ManUtd) November 29, 2021 Það er það hvað gerist þegar liðið er með boltann (1), þegar liðið er ekki með boltann (2), þegar liðið vinnur boltann (3), þegar liðið tapar boltanum (4) og þegar það eru föst leikatriði. „Okkar hugmyndafræði er skýr og hún er mjög lík þeirri hjá þjálfaravini mínum Jürgen Klopp. Okkar fótbolti er þungarokksfótbolti og rokk og ról en ekki hægur vals. Ég hata eintómar kassasendingar og sendingar til baka. Það er ekkert vit í því að hanga á boltanum,“ segir Ralf Rangnick sem er greinilega ekki hrifinn af Tiki-taka fótboltanum. Það má sjá hann fara yfir hugmyndafræði sína hér fyrir ofan. Made this in March: the Ralf Rangnick coaching tree. A group of coaches he has inspired / influenced at various clubs throughout his career. List includes Julian Nagelsmann, Marco Rose, Jesse Marsch and more. pic.twitter.com/ax4OFnFUTP— Karan Tejwani (@karan_tejwani26) November 25, 2021 Manchester United s next ten games after hiring Ralf Rangnick as interim coach pic.twitter.com/IiSOJ6Byur— B/R Football (@brfootball) November 29, 2021 Enski boltinn Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Sjá meira
Sky Sports fór yfir það sem von er á frá liði United undir stjórn Ralf Rangnick og fékk þá Jamie Carragher og Roy Keane til að segja sina skoðun á þýska stjóranum. Það var boðið upp á fróðlega samantekt á tölfræði RB Leipzig liðsins undir stjórn Ralf Rangnick 2018-19 og svo tölfræði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Þar kom í ljós að RB Leipzig liðið var við toppinn í fjölda tölfræðiþátta sem snúa að pressu og varnarleik en Manchester United liðið ef aftur á móti við botninn í sömu tölfræðiþáttum í vetur. Grafið var líka upp viðtal við Ralf Rangnick frá þjálfararáðstefnu þar sem hann útskýrði fótboltafræðin sín. Hann talaði þar um fimm mismunandi aðstæður í fótboltaleikjum sem ráða úrslitum í leikjum. Hann er á því að liðið hans þurfi að vera með það á hreinu hvað á að gera. Our new interim manager s ethos... #MUFC— Manchester United (@ManUtd) November 29, 2021 Það er það hvað gerist þegar liðið er með boltann (1), þegar liðið er ekki með boltann (2), þegar liðið vinnur boltann (3), þegar liðið tapar boltanum (4) og þegar það eru föst leikatriði. „Okkar hugmyndafræði er skýr og hún er mjög lík þeirri hjá þjálfaravini mínum Jürgen Klopp. Okkar fótbolti er þungarokksfótbolti og rokk og ról en ekki hægur vals. Ég hata eintómar kassasendingar og sendingar til baka. Það er ekkert vit í því að hanga á boltanum,“ segir Ralf Rangnick sem er greinilega ekki hrifinn af Tiki-taka fótboltanum. Það má sjá hann fara yfir hugmyndafræði sína hér fyrir ofan. Made this in March: the Ralf Rangnick coaching tree. A group of coaches he has inspired / influenced at various clubs throughout his career. List includes Julian Nagelsmann, Marco Rose, Jesse Marsch and more. pic.twitter.com/ax4OFnFUTP— Karan Tejwani (@karan_tejwani26) November 25, 2021 Manchester United s next ten games after hiring Ralf Rangnick as interim coach pic.twitter.com/IiSOJ6Byur— B/R Football (@brfootball) November 29, 2021
Enski boltinn Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Sjá meira