Svipurinn á Alla ríka áður en sonurinn fékk það óþvegið Kristján Már Unnarsson skrifar 28. nóvember 2021 06:30 Sonurinn Kristinn Aðalsteinsson við málverkið af föður sínum, Alla ríka. Arnar Halldórsson „Þetta er svona svipur sem maður þekkir vel. Þetta var svona kannski rétt áður en maður fékk að heyra það óþvegið,“ segir Kristinn Aðalsteinsson glettinn þar sem hann virðir fyrir sér málverkið af föður sínum, Aðalsteini Jónssyni, á heimili sínu á Eskifirði. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er fjallað um ævistarf Aðalsteins og arfleifð hans. Aðalsteinn ólst upp í sárri fátækt en hlaut síðar viðurnefnið Alli ríki. Á Eskifirði byggði hann upp eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, sem enn í dag er burðarás byggðarinnar. Fyrirtækið, sem upphaflega hét Hraðfrystihús Eskifjarðar, heitir núna Eskja. Aðaleigendur þess í dag eru hjónin Björk Aðalsteinsdóttir, dóttir Alla, og Þorsteinn Kristjánsson, tengdasonur hans, en Þorsteinn er jafnframt forstjóri Eskju. Þorsteinn Kristjánsson, tengdasonur Alla ríka, er í dag forstjóri og aðaleigandi Eskju.Arnar Halldórsson „Þetta var mjög skemmtilegur maður og við urðum mjög miklir félagar og vinir nánast frá upphafi. Stunduðum saman laxveiði og rjúpnaveiði og vorum mjög mikið saman,“ segir Þorsteinn um kynnin af tengdaföður sínum. Spurður hvort hann hafi ekki verið feiminn við manninn sem nánast var risi í austfirsku samfélagi svarar Þorsteinn: „Nei, nei. Hann kom ekkert fram sem slíkur. Hann var mjög alþýðlegur maður. En maður varð var við það að það var borin mikil virðing fyrir þessum manni, - sem eðlilegt var,“ svarar Þorsteinn. Aðalsteinn Jónsson fæddist í Eskifjarðarseli árið 1922. Hann lést árið 2008, 86 ára að aldri.Ljósmyndasafn Eskifjarðar Í þættinum er meðal annars fjallað um það uppnám sem varð þegar tveir erfingjar Aðalsteins, synirnir Elfar og Kristinn, seldu hlutabréf sín í fyrirtækinu og fluttu til Bretlands. Kristinn er núna aftur kominn heim á Eskifjörð eftir að hafa verið búsettur erlendis í rúman áratug. „Af því að það er bara svo gott að vera hérna,“ svarar Kristinn spurður hvers vegna hann sneri aftur. Í þættinum er einnig rætt við þau Jens Garðar Helgason, sem ólst upp sem nágranni Aðalsteins og býr núna í húsi hans, og Samfylkingarkonuna Eydísi Ásbjörnsdóttur, forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, um Aðalstein og þau áhrif sem hann hafði á samfélagið á Eskifirði. Þátturinn er endursýndur á Stöð 2 klukkan 16:25 í dag, sunnudag. Hér má sjá byrjun þáttarins: Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Kvótakerfið er rætt í þættinum en útdrátt úr þeirri umræðu má sjá í frétt Stöðvar 2: Um land allt Fjarðabyggð Sjávarútvegur Tengdar fréttir Forstjóri Eskju segir útgerðina geta stundum borgað hærri kvótaskatt Forstjóri og aðaleigandi Eskju á Eskifirði er opinn fyrir hærri kvótaskatti og segir að vel megi vera að gjaldtaka fyrir fiskveiðiheimildir sé of lág. Sonur Alla ríka, sem seldi hlut sinn í fyrirtækinu, hafnar því að hann hafi verið að taka út kvótagróða. 22. nóvember 2021 23:50 Heilaskurðlæknir á Eskifirði hyggst mergsjúga Austfirði „Ég kynntist hérna manni og kom hérna og hugsaði: Váá! Þetta er geggjaður staður,“ svarar Borgnesingurinn Kristín Lilja Eyglóardóttir, þegar hún er spurð hvað heilaskurðlæknir sé að gera á Eskifirði. 18. nóvember 2021 21:01 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er fjallað um ævistarf Aðalsteins og arfleifð hans. Aðalsteinn ólst upp í sárri fátækt en hlaut síðar viðurnefnið Alli ríki. Á Eskifirði byggði hann upp eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, sem enn í dag er burðarás byggðarinnar. Fyrirtækið, sem upphaflega hét Hraðfrystihús Eskifjarðar, heitir núna Eskja. Aðaleigendur þess í dag eru hjónin Björk Aðalsteinsdóttir, dóttir Alla, og Þorsteinn Kristjánsson, tengdasonur hans, en Þorsteinn er jafnframt forstjóri Eskju. Þorsteinn Kristjánsson, tengdasonur Alla ríka, er í dag forstjóri og aðaleigandi Eskju.Arnar Halldórsson „Þetta var mjög skemmtilegur maður og við urðum mjög miklir félagar og vinir nánast frá upphafi. Stunduðum saman laxveiði og rjúpnaveiði og vorum mjög mikið saman,“ segir Þorsteinn um kynnin af tengdaföður sínum. Spurður hvort hann hafi ekki verið feiminn við manninn sem nánast var risi í austfirsku samfélagi svarar Þorsteinn: „Nei, nei. Hann kom ekkert fram sem slíkur. Hann var mjög alþýðlegur maður. En maður varð var við það að það var borin mikil virðing fyrir þessum manni, - sem eðlilegt var,“ svarar Þorsteinn. Aðalsteinn Jónsson fæddist í Eskifjarðarseli árið 1922. Hann lést árið 2008, 86 ára að aldri.Ljósmyndasafn Eskifjarðar Í þættinum er meðal annars fjallað um það uppnám sem varð þegar tveir erfingjar Aðalsteins, synirnir Elfar og Kristinn, seldu hlutabréf sín í fyrirtækinu og fluttu til Bretlands. Kristinn er núna aftur kominn heim á Eskifjörð eftir að hafa verið búsettur erlendis í rúman áratug. „Af því að það er bara svo gott að vera hérna,“ svarar Kristinn spurður hvers vegna hann sneri aftur. Í þættinum er einnig rætt við þau Jens Garðar Helgason, sem ólst upp sem nágranni Aðalsteins og býr núna í húsi hans, og Samfylkingarkonuna Eydísi Ásbjörnsdóttur, forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, um Aðalstein og þau áhrif sem hann hafði á samfélagið á Eskifirði. Þátturinn er endursýndur á Stöð 2 klukkan 16:25 í dag, sunnudag. Hér má sjá byrjun þáttarins: Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Kvótakerfið er rætt í þættinum en útdrátt úr þeirri umræðu má sjá í frétt Stöðvar 2:
Um land allt Fjarðabyggð Sjávarútvegur Tengdar fréttir Forstjóri Eskju segir útgerðina geta stundum borgað hærri kvótaskatt Forstjóri og aðaleigandi Eskju á Eskifirði er opinn fyrir hærri kvótaskatti og segir að vel megi vera að gjaldtaka fyrir fiskveiðiheimildir sé of lág. Sonur Alla ríka, sem seldi hlut sinn í fyrirtækinu, hafnar því að hann hafi verið að taka út kvótagróða. 22. nóvember 2021 23:50 Heilaskurðlæknir á Eskifirði hyggst mergsjúga Austfirði „Ég kynntist hérna manni og kom hérna og hugsaði: Váá! Þetta er geggjaður staður,“ svarar Borgnesingurinn Kristín Lilja Eyglóardóttir, þegar hún er spurð hvað heilaskurðlæknir sé að gera á Eskifirði. 18. nóvember 2021 21:01 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Forstjóri Eskju segir útgerðina geta stundum borgað hærri kvótaskatt Forstjóri og aðaleigandi Eskju á Eskifirði er opinn fyrir hærri kvótaskatti og segir að vel megi vera að gjaldtaka fyrir fiskveiðiheimildir sé of lág. Sonur Alla ríka, sem seldi hlut sinn í fyrirtækinu, hafnar því að hann hafi verið að taka út kvótagróða. 22. nóvember 2021 23:50
Heilaskurðlæknir á Eskifirði hyggst mergsjúga Austfirði „Ég kynntist hérna manni og kom hérna og hugsaði: Váá! Þetta er geggjaður staður,“ svarar Borgnesingurinn Kristín Lilja Eyglóardóttir, þegar hún er spurð hvað heilaskurðlæknir sé að gera á Eskifirði. 18. nóvember 2021 21:01