Ný ríkisstjórn á morgun eða hinn Heimir Már Pétursson skrifar 26. nóvember 2021 12:01 Ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir tekur við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum annað hvort á morgun eða sunnudag. Vísir/Vilhelm Reiknað er með að Katrín Jakobsdóttir flytji stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar á Alþingi á miðvikudag. Stjórnarsáttmáli stjórnarinnar verður annað hvort kynntur á morgun eða á sunnudag. Alþingi staðfesti í gærkvöldi öll þau kjörbréf sem landskjörstjórn gaf út að loknum alþingiskosningum. Atkvæði voru greidd um þrjár tillögur. Fyrst um tillögu Björn Levís Gunnarssonar fulltrúa Pírata í kjörbréfanefnd um að staðfesta engin kjörbréf sem var felld með 53 atkvæðum gegn sex en fjórir þingmenn sátu hjá. Kjörbréfanefndarfólkið Björn Leví Gunnarsson Pírötum og Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokki fara yfir gögn nefndarinnar á Alþingi í gær.Vísir/Vilhelm Þá kom að tillögu Svandísar Svavarsdóttur fulltrúa Vinstri grænna og Þórunnar Sveinbjarnardóttur fulltrúa Samfylkingarinnar um að staðfesta 47 kjörbréf en ekki þau sem gefin voru út á þingmenn Norðvesturkjördæmis og á níu jöfnunarþingmenn um land allt. Tillagan var felld með 42 atkvæðum gegn sextán en fjórir greiddu ekki atkvæði. Birgir Ármannsson formaður kjörbréfanefndar og meirihluti nefndarinnar töldu ýmsa ágalla hafa verið á meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Ekki hefði hins vegar verið hægt að sýna fram á að þeir hefðu haft áhrif á úrslit kosninganna.Vísir/Vilhelm Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins um að staðfesta öll 63 kjörbréfin var síðan að lokum samþykkt með 42 atkvæðum gegn fimm en sextán þingmenn sátu hjá. Birgir Ármannsson formaður kjörbréfanefndar sagði í umræðunni um tillögurnar í gær að verkefnið væri engum þingmanni auðvelt. „Mér er óhætt að segja að hvorki við í kjörbréfanefndinni né aðrir sem að þessu koma hafa beinlínis óskað eftir því að þurfa að takast á við þetta,“ sagði Birgir. Björn Leví Gunnarsson fulltrúi Pírata í kjörbréfanefnd lagði til að kosið yrði á ný til Alþingis.Vísir/Vilhem Björn Leví sagði að gera ætti kröfur um öruggar kosningar. „Það sé hægt að sannreyna niðurstöður og það þurfi ekki að treysta einhverjum einum. Að kosningarnar séu bara réttar. Það er mikilvægt í lýðræðissamfélagi að kjósendur geti sannreynt að atkvæði þeirra sem bárust voru talin rétt,“ sagði Björn Leví. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar vildi að kosið yrði aftur í Norðvesturkjördæmi. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði vinnubrögðin hjá kjörstjórn Norðvesturkjördæmis ekki hafa verið boðleg.Vísir/Vilhelm „Óboðleg varsla kjörgagna, ófullnægjandi samskipti við umboðsmann og ýmislegt annað teikna upp atburðarás sem einkenndist af óvandvirkni og kæruleysi. Almennu skeytingarleysi gagnvart þeirri nákvæmni sem krafist er í kosningalögum,“ sagði Logi um vinnubrögð yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. Reiknað er með að stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur verði lagður fyrir stofnanir stjórnarflokkanna þriggja á fjarfundum á morgun til kynningar og staðfestingar. Þegar þær hafa lagt blessun sína yfir stjórnarsáttmálann verður hægt að kynna nýja ríkisstjórn. Það gerist annað hvort á morgun eða sunnudag eftir ríkisráðsfund með forseta Íslands á Bessastöðum. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35 Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. 25. nóvember 2021 10:52 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Alþingi staðfesti í gærkvöldi öll þau kjörbréf sem landskjörstjórn gaf út að loknum alþingiskosningum. Atkvæði voru greidd um þrjár tillögur. Fyrst um tillögu Björn Levís Gunnarssonar fulltrúa Pírata í kjörbréfanefnd um að staðfesta engin kjörbréf sem var felld með 53 atkvæðum gegn sex en fjórir þingmenn sátu hjá. Kjörbréfanefndarfólkið Björn Leví Gunnarsson Pírötum og Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokki fara yfir gögn nefndarinnar á Alþingi í gær.Vísir/Vilhelm Þá kom að tillögu Svandísar Svavarsdóttur fulltrúa Vinstri grænna og Þórunnar Sveinbjarnardóttur fulltrúa Samfylkingarinnar um að staðfesta 47 kjörbréf en ekki þau sem gefin voru út á þingmenn Norðvesturkjördæmis og á níu jöfnunarþingmenn um land allt. Tillagan var felld með 42 atkvæðum gegn sextán en fjórir greiddu ekki atkvæði. Birgir Ármannsson formaður kjörbréfanefndar og meirihluti nefndarinnar töldu ýmsa ágalla hafa verið á meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Ekki hefði hins vegar verið hægt að sýna fram á að þeir hefðu haft áhrif á úrslit kosninganna.Vísir/Vilhelm Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins um að staðfesta öll 63 kjörbréfin var síðan að lokum samþykkt með 42 atkvæðum gegn fimm en sextán þingmenn sátu hjá. Birgir Ármannsson formaður kjörbréfanefndar sagði í umræðunni um tillögurnar í gær að verkefnið væri engum þingmanni auðvelt. „Mér er óhætt að segja að hvorki við í kjörbréfanefndinni né aðrir sem að þessu koma hafa beinlínis óskað eftir því að þurfa að takast á við þetta,“ sagði Birgir. Björn Leví Gunnarsson fulltrúi Pírata í kjörbréfanefnd lagði til að kosið yrði á ný til Alþingis.Vísir/Vilhem Björn Leví sagði að gera ætti kröfur um öruggar kosningar. „Það sé hægt að sannreyna niðurstöður og það þurfi ekki að treysta einhverjum einum. Að kosningarnar séu bara réttar. Það er mikilvægt í lýðræðissamfélagi að kjósendur geti sannreynt að atkvæði þeirra sem bárust voru talin rétt,“ sagði Björn Leví. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar vildi að kosið yrði aftur í Norðvesturkjördæmi. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði vinnubrögðin hjá kjörstjórn Norðvesturkjördæmis ekki hafa verið boðleg.Vísir/Vilhelm „Óboðleg varsla kjörgagna, ófullnægjandi samskipti við umboðsmann og ýmislegt annað teikna upp atburðarás sem einkenndist af óvandvirkni og kæruleysi. Almennu skeytingarleysi gagnvart þeirri nákvæmni sem krafist er í kosningalögum,“ sagði Logi um vinnubrögð yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. Reiknað er með að stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur verði lagður fyrir stofnanir stjórnarflokkanna þriggja á fjarfundum á morgun til kynningar og staðfestingar. Þegar þær hafa lagt blessun sína yfir stjórnarsáttmálann verður hægt að kynna nýja ríkisstjórn. Það gerist annað hvort á morgun eða sunnudag eftir ríkisráðsfund með forseta Íslands á Bessastöðum.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35 Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. 25. nóvember 2021 10:52 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35
Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. 25. nóvember 2021 10:52