ESB boðar flugbann og WHO fundar um nýja afbrigðið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. nóvember 2021 10:31 Fólk bíður bólusetningar í Suður-Afríku. Vert er að hafa í huga að þar eru aðeins 24 prósent þjóðarinnar bólusett. AP/Denis Farrell Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, greindi frá því á Twitter í morgun að framkvæmdastjórnin myndi leggja til, í samráði við aðildarríki sambandsins, að banna flug frá suðurhluta Afríku. Stjórnvöld í Bretlandi voru fyrst að ríða á vaðið og banna flug frá Suður-Afríku, þar sem að minnsta kosti 77 tilfelli hafa verið staðfest. SARS-CoV-2 er kórónuveiran sem veldur Covid-19 en menn óttast að nýja afbrigðið, B.1.1.529, sé bæði smitnæmara og mögulega líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans. Hlutabréfamarkaðir og olíuverð hafa lækkað í morgun í kjölfar fregna af hinu nýja, mikið stökkbreyttu afbrigði SARS-CoV-2. Lækkunin nam 3,3 prósentum í Lundúnum og 2,5 prósentum í Tókýó. Enn sem komið er hefur afbrigðið aðeins verið greint í Suður-Afríku, Botswana, Ísrael og Hong Kong. Þar var um að ræða ferðamann sem var að koma frá Suður-Afríku og sá sem greindist í Ísrael var að koma frá Malawi. Tvö önnur möguleg tilvik eru til skoðunar í Ísrael en umræddir einstaklingar þar í landi eru allir bólusettir. Nýja afbrigðið hefur fjölmargar breytingar á svokölluðu bindiprótíni og er sagt afar ólíkt því afbrigði sem fyrst greindist í Wuhan.epa/Nic Bothma Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur boðað til fundar í dag til að leggja mat á þau gögn sem liggja fyrir um B.1.1.529 og ákvarða hvort það verður flokkað sem afbrigði til að fylgjast með eða afbrigði til að hafa áhyggjur af. Japan, Indland og Ítalía hyggjst grípa til sérstakra aðgerða á landamærum sínum vegna afbrigðisins en utanríkisráðherra Suður-Afríku segir ótímabært að banna flug frá landinu, þar sem WHO hafi ekki enn tekið afstöðu til þess. Sérfræðingar á Bretlandseyjum hafa sagt í fjölmiðlum að bóluefnin sem nú er verið að nota gegn Covid-19 muni nær örugglega reynast minna virk gegn nýja afbrigðinu en að hægt yrði að breyta þeim til að verja gegn því. Þá segja þeir ekki ástæðu til að örvænta og benda á að nú séu ný lyf að koma fram gegn sjúkdómnum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hvatt menn til að stíga varlega til jarðar í ályktunum um áhrif nýja afbrigðisins og Mike Tildesley, einn ráðgjafa breskra stjórnvalda, tekur í sama streng. Of snemmt sé að spegúlera um áhrif bóluefna á nýja afbrigðið og þá sé rétt að hafa í huga að möguleg hröð dreifing í Suður-Afríku ætti ekki að koma á óvart þar sem aðeins 24 prósent þjóðarinnar væru bólusett. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Suður-Afríka Tengdar fréttir Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er. 26. nóvember 2021 07:58 Bretar bregðast við nýju afbrigði kórónuveirunnar Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að setja takmarkanir á ferðamenn frá ákveðnum löndum í Suður-Afríku vegna ótta við nýtt afbrigði kórónuveirunnar. Flug frá tilgreindum löndum til Bretlands verður lagt niður. 25. nóvember 2021 23:15 Hafa áhyggjur af nýju og mikið stökkbreyttu afbrigði SARS-CoV-2 Vísindamenn fylgjast nú vel með nýju afbrigði SARS-CoV-2, sem hefur 32 stökkbreytingar á bindiprótíni (e. spike protein) og er mögulega betur í stakk búið en önnur afbrigði veirunnar til að komast framhjá ónæmisvörnum líkamans. 25. nóvember 2021 06:59 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Stjórnvöld í Bretlandi voru fyrst að ríða á vaðið og banna flug frá Suður-Afríku, þar sem að minnsta kosti 77 tilfelli hafa verið staðfest. SARS-CoV-2 er kórónuveiran sem veldur Covid-19 en menn óttast að nýja afbrigðið, B.1.1.529, sé bæði smitnæmara og mögulega líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans. Hlutabréfamarkaðir og olíuverð hafa lækkað í morgun í kjölfar fregna af hinu nýja, mikið stökkbreyttu afbrigði SARS-CoV-2. Lækkunin nam 3,3 prósentum í Lundúnum og 2,5 prósentum í Tókýó. Enn sem komið er hefur afbrigðið aðeins verið greint í Suður-Afríku, Botswana, Ísrael og Hong Kong. Þar var um að ræða ferðamann sem var að koma frá Suður-Afríku og sá sem greindist í Ísrael var að koma frá Malawi. Tvö önnur möguleg tilvik eru til skoðunar í Ísrael en umræddir einstaklingar þar í landi eru allir bólusettir. Nýja afbrigðið hefur fjölmargar breytingar á svokölluðu bindiprótíni og er sagt afar ólíkt því afbrigði sem fyrst greindist í Wuhan.epa/Nic Bothma Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur boðað til fundar í dag til að leggja mat á þau gögn sem liggja fyrir um B.1.1.529 og ákvarða hvort það verður flokkað sem afbrigði til að fylgjast með eða afbrigði til að hafa áhyggjur af. Japan, Indland og Ítalía hyggjst grípa til sérstakra aðgerða á landamærum sínum vegna afbrigðisins en utanríkisráðherra Suður-Afríku segir ótímabært að banna flug frá landinu, þar sem WHO hafi ekki enn tekið afstöðu til þess. Sérfræðingar á Bretlandseyjum hafa sagt í fjölmiðlum að bóluefnin sem nú er verið að nota gegn Covid-19 muni nær örugglega reynast minna virk gegn nýja afbrigðinu en að hægt yrði að breyta þeim til að verja gegn því. Þá segja þeir ekki ástæðu til að örvænta og benda á að nú séu ný lyf að koma fram gegn sjúkdómnum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hvatt menn til að stíga varlega til jarðar í ályktunum um áhrif nýja afbrigðisins og Mike Tildesley, einn ráðgjafa breskra stjórnvalda, tekur í sama streng. Of snemmt sé að spegúlera um áhrif bóluefna á nýja afbrigðið og þá sé rétt að hafa í huga að möguleg hröð dreifing í Suður-Afríku ætti ekki að koma á óvart þar sem aðeins 24 prósent þjóðarinnar væru bólusett.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Suður-Afríka Tengdar fréttir Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er. 26. nóvember 2021 07:58 Bretar bregðast við nýju afbrigði kórónuveirunnar Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að setja takmarkanir á ferðamenn frá ákveðnum löndum í Suður-Afríku vegna ótta við nýtt afbrigði kórónuveirunnar. Flug frá tilgreindum löndum til Bretlands verður lagt niður. 25. nóvember 2021 23:15 Hafa áhyggjur af nýju og mikið stökkbreyttu afbrigði SARS-CoV-2 Vísindamenn fylgjast nú vel með nýju afbrigði SARS-CoV-2, sem hefur 32 stökkbreytingar á bindiprótíni (e. spike protein) og er mögulega betur í stakk búið en önnur afbrigði veirunnar til að komast framhjá ónæmisvörnum líkamans. 25. nóvember 2021 06:59 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er. 26. nóvember 2021 07:58
Bretar bregðast við nýju afbrigði kórónuveirunnar Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að setja takmarkanir á ferðamenn frá ákveðnum löndum í Suður-Afríku vegna ótta við nýtt afbrigði kórónuveirunnar. Flug frá tilgreindum löndum til Bretlands verður lagt niður. 25. nóvember 2021 23:15
Hafa áhyggjur af nýju og mikið stökkbreyttu afbrigði SARS-CoV-2 Vísindamenn fylgjast nú vel með nýju afbrigði SARS-CoV-2, sem hefur 32 stökkbreytingar á bindiprótíni (e. spike protein) og er mögulega betur í stakk búið en önnur afbrigði veirunnar til að komast framhjá ónæmisvörnum líkamans. 25. nóvember 2021 06:59