Ógleymanleg ferð Íslendinga á stórleik Kansas City Chiefs og Dallas Cowboys Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2021 11:01 Eiríkur Stefán Ásgeirsson var mjög kátur með ferðina og mælir með slíkri ferð fyrir alla NFL-áhugamenn. Skjámynd/S2 Sport Lokasóknin var með sinn fréttaritara á leik Kansas City Chiefs og Dallas Cowboys í NFL-deildinni um helgina og sá hinni sami sýndi ferðasöguna í þættinum í gær. Eiríkur Stefán Ásgeirsson er vanalega fastur gestur í Lokasókninni á Stöð 2 Sport en hann var löglega afsakaður í síðasta þætti. Eiríkur Stefán skellti sér nefnilega á NFL-leik í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Skjámynd/S2 Sport Leikurinn var á Arrowhead leikvanginum í Kansas City sem þykir einn sá flottast í deildinni þegar kemur að geggjaðri stemmningu. „Okkar besti maður, Eiríkur Stefán, var fulltrúi Lokasóknarinnar á vellinum. Sérlegur fréttaskýrandi úti í Kansas og við skulum kíkja á innslag sem hann var að senda okkur,“ sagði Andri Ólafsson í upphafi innslagsins og skipti yfir á Eirík. „Ég er kominn til Kansas City, borgar sem er þekkt fyrir þrennt, barbecue, jazz og geggjaðan fótbolta,“ byrjaði Eiríkur Stefán innslagið sitt. Hann lét sér ekki nægja að fara á NFL-leik því daginn áður fór hann einnig á leik í háskólafótboltanum. Skjámynd/S2 Sport „Áður en við skellum okkur á leik með Kansas City Chiefs þá brugðum við okkur inn í hjarta Missouri fylkis til Colombia. Þar spilar Missouri Tigers í SEC háskóladeildinni,“ sagði Eiríkur Stefán. „Eftir frábæran dag á Missouri leiknum er komið að aðalatriðinu en það er auðvitað Kansas City Chiefs á móti Dallas Cowboys. Við strákarnir mættum snemma og erum búnir að vera að undirbúa okkur í allan dag ásamt þessu góða fólki sem kann svo sannarlega að Tailgata og við erum að læra af þeim bestu,“ sagði Eiríkur. Eiríkur tók meðal annars viðtal við einn stuðningsmann Kansas City Chiefs auk þess að sýna frá hvernig menn gera það á bílastæðinu í aðdraganda leiksins. Hann ræddi einnig við stuðningsmann Dallas sem hafði ferðast alla leið frá Texas. „Þetta var algjörlega stórkostleg reynsla og ég mæli með þessu fyrir hvern sem er sem hefur áhuga á NFL,“ sagði Eiríkur Stefán en það má sjá alla ferðasöguna hans hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Ferðasagan á leik Kansas City Chiefs og Dallas Cowboys NFL Íslendingar erlendis Lokasóknin Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Í beinni: Barcelona - Getafe | Krefjandi verkefni fyrir Börsunga „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ „Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira
Eiríkur Stefán Ásgeirsson er vanalega fastur gestur í Lokasókninni á Stöð 2 Sport en hann var löglega afsakaður í síðasta þætti. Eiríkur Stefán skellti sér nefnilega á NFL-leik í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Skjámynd/S2 Sport Leikurinn var á Arrowhead leikvanginum í Kansas City sem þykir einn sá flottast í deildinni þegar kemur að geggjaðri stemmningu. „Okkar besti maður, Eiríkur Stefán, var fulltrúi Lokasóknarinnar á vellinum. Sérlegur fréttaskýrandi úti í Kansas og við skulum kíkja á innslag sem hann var að senda okkur,“ sagði Andri Ólafsson í upphafi innslagsins og skipti yfir á Eirík. „Ég er kominn til Kansas City, borgar sem er þekkt fyrir þrennt, barbecue, jazz og geggjaðan fótbolta,“ byrjaði Eiríkur Stefán innslagið sitt. Hann lét sér ekki nægja að fara á NFL-leik því daginn áður fór hann einnig á leik í háskólafótboltanum. Skjámynd/S2 Sport „Áður en við skellum okkur á leik með Kansas City Chiefs þá brugðum við okkur inn í hjarta Missouri fylkis til Colombia. Þar spilar Missouri Tigers í SEC háskóladeildinni,“ sagði Eiríkur Stefán. „Eftir frábæran dag á Missouri leiknum er komið að aðalatriðinu en það er auðvitað Kansas City Chiefs á móti Dallas Cowboys. Við strákarnir mættum snemma og erum búnir að vera að undirbúa okkur í allan dag ásamt þessu góða fólki sem kann svo sannarlega að Tailgata og við erum að læra af þeim bestu,“ sagði Eiríkur. Eiríkur tók meðal annars viðtal við einn stuðningsmann Kansas City Chiefs auk þess að sýna frá hvernig menn gera það á bílastæðinu í aðdraganda leiksins. Hann ræddi einnig við stuðningsmann Dallas sem hafði ferðast alla leið frá Texas. „Þetta var algjörlega stórkostleg reynsla og ég mæli með þessu fyrir hvern sem er sem hefur áhuga á NFL,“ sagði Eiríkur Stefán en það má sjá alla ferðasöguna hans hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Ferðasagan á leik Kansas City Chiefs og Dallas Cowboys
NFL Íslendingar erlendis Lokasóknin Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Í beinni: Barcelona - Getafe | Krefjandi verkefni fyrir Börsunga „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ „Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira