Abidal grátbiður eiginkonuna um fyrirgefningu eftir framhjáhaldið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2021 13:01 Eric Abidal og Hayet Abidal hafa verið gift síðan 2003. getty/Jean Catuffe Eric Abidal, fyrrverandi leikmaður Barcelona og franska landsliðsins, hefur grátbeðið eiginkonu sína, Hayet, um að fyrirgefa sér framhjáhald með fótboltakonunni Kheiru Hamraoui. Abidal er talinn hafa átt í ástarsambandi við Hamraoui. Hann var yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona þegar hún lék með liðinu. Sem kunnugt er réðust tveir grímuklæddir menn á Hamraoui fyrir utan heimili hennar fyrr í þessum mánuði og börðu hana í fæturna með járnrörum. Samherji Hamraouis hjá Paris Saint-Germain, Aminata Diallo, var handtekin grunuð um að hafa skipulagt árásina en sleppt eftir yfirheyrslu. Grunurinn beindist svo að Abidal-hjónunum eftir að í ljós kom að SIM-kort Hamraouis var skráð á Eric Abidal. Þá áttu árásarmennirnir að hafa öskrað á hana að hætta að sænga hjá giftum mönnum. Talið er að Abidal og Hamraoui hafi átt í ástarsambandi og eiginkona hans til átján ára, Hayet, hefur beðið um skilnað. Í yfirlýsingu frá lögmönnum hennar í síðustu viku kom fram að Abidal hafi viðurkennt að hafa haldið framhjá henni með Hamraoui. Abidal er greinilega nokkuð örvæntingarfullur því í gær birti hann færslu á Instagram þar sem hann grátbað Hayet um að fyrirgefa sér. „Hvaða ákvörðun sem þú tekur verður þú alltaf konan í mínu lífi og sérstaklega móðir stórkostlegu barnanna okkar. Ég á þessa auðmýkingu skilið þótt hún drepi mig. Vonandi mun guð fyrirgefa mér einn daginn,“ skrifaði Abidal á Instagram. Þau Hayet hafa verið gift síðan 2003 og eiga fimm börn saman. Abidal lék með Barcelona á árunum 2007-13 og var svo yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu 2018-20. Árásin á Kheiru Hamraoui Franski boltinn Frakkland Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Sjá meira
Abidal er talinn hafa átt í ástarsambandi við Hamraoui. Hann var yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona þegar hún lék með liðinu. Sem kunnugt er réðust tveir grímuklæddir menn á Hamraoui fyrir utan heimili hennar fyrr í þessum mánuði og börðu hana í fæturna með járnrörum. Samherji Hamraouis hjá Paris Saint-Germain, Aminata Diallo, var handtekin grunuð um að hafa skipulagt árásina en sleppt eftir yfirheyrslu. Grunurinn beindist svo að Abidal-hjónunum eftir að í ljós kom að SIM-kort Hamraouis var skráð á Eric Abidal. Þá áttu árásarmennirnir að hafa öskrað á hana að hætta að sænga hjá giftum mönnum. Talið er að Abidal og Hamraoui hafi átt í ástarsambandi og eiginkona hans til átján ára, Hayet, hefur beðið um skilnað. Í yfirlýsingu frá lögmönnum hennar í síðustu viku kom fram að Abidal hafi viðurkennt að hafa haldið framhjá henni með Hamraoui. Abidal er greinilega nokkuð örvæntingarfullur því í gær birti hann færslu á Instagram þar sem hann grátbað Hayet um að fyrirgefa sér. „Hvaða ákvörðun sem þú tekur verður þú alltaf konan í mínu lífi og sérstaklega móðir stórkostlegu barnanna okkar. Ég á þessa auðmýkingu skilið þótt hún drepi mig. Vonandi mun guð fyrirgefa mér einn daginn,“ skrifaði Abidal á Instagram. Þau Hayet hafa verið gift síðan 2003 og eiga fimm börn saman. Abidal lék með Barcelona á árunum 2007-13 og var svo yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu 2018-20.
Árásin á Kheiru Hamraoui Franski boltinn Frakkland Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Sjá meira