Svo ungur að þeir urðu að skipta út kampavíninu fyrir snakk og kökur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2021 15:30 Zac Williams með snakkpokann sinn eftir leik. Twitter/@crewealexfc Það er vel þekkt þegar menn leiksins í enska boltanum fái kampavínsflösku eftir leik og oftast í beinni í sjónvarpsviðtali. Það getur stundum skapað vandamál. Það kom nefnilega upp babb í bátinn um helgina þegar Crewe Alexandra ætlaði að verðlauna besta leikmann sinn í 2-0 sigri á Gillingham í ensku C-deildinni. Besti maður vallarins miðvörðurinn og Walesbúinn Zac Williams sem stóð sig frábærlega í miðri vörn Crewe liðsins. Vandamálið var að Zac Williams er fæddur í mars 2005 og því enn bara sextán ára gamall. When you're not old enough to enjoy the Man of the Match champagne #CreweAlex pic.twitter.com/ac1RB7ummX— Crewe Alexandra (@crewealexfc) November 20, 2021 Það þótti því skiljanlega ekki við hæfi að afhenta stráknum kampavínsflösku eftir leikinn. Starfsmenn Crewe urðu að finna eitthvað annað og endanum fékk strákurinn snakk og kökur í verðlaun fyrir að vera maður leiksins. Það er ekki eins og einhver hafi búist við þessu fyrir fram. Zac var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn og hafði aðeins leikið einn deildarleik áður. Hann steig inn í miðja vörnina og Crewe liðið vann ekki aðeins fyrsta deildarleik sinn síðan 18. september heldur hélt liðið hreinu í fyrsta sinn í ellefu deildarleikjum. Williams spilaði í þriggja miðvarða vörn Crewe í leiknum en með honum voru hinn 21 árs gamli Billy Sass-Davies og hinn 22 ára gamli Luke Offord. Það er því sérstakt að vera bara 22 ára gamall en samt sex árum eldri heldur en félagi þinn í miðverðinum. Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Það kom nefnilega upp babb í bátinn um helgina þegar Crewe Alexandra ætlaði að verðlauna besta leikmann sinn í 2-0 sigri á Gillingham í ensku C-deildinni. Besti maður vallarins miðvörðurinn og Walesbúinn Zac Williams sem stóð sig frábærlega í miðri vörn Crewe liðsins. Vandamálið var að Zac Williams er fæddur í mars 2005 og því enn bara sextán ára gamall. When you're not old enough to enjoy the Man of the Match champagne #CreweAlex pic.twitter.com/ac1RB7ummX— Crewe Alexandra (@crewealexfc) November 20, 2021 Það þótti því skiljanlega ekki við hæfi að afhenta stráknum kampavínsflösku eftir leikinn. Starfsmenn Crewe urðu að finna eitthvað annað og endanum fékk strákurinn snakk og kökur í verðlaun fyrir að vera maður leiksins. Það er ekki eins og einhver hafi búist við þessu fyrir fram. Zac var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn og hafði aðeins leikið einn deildarleik áður. Hann steig inn í miðja vörnina og Crewe liðið vann ekki aðeins fyrsta deildarleik sinn síðan 18. september heldur hélt liðið hreinu í fyrsta sinn í ellefu deildarleikjum. Williams spilaði í þriggja miðvarða vörn Crewe í leiknum en með honum voru hinn 21 árs gamli Billy Sass-Davies og hinn 22 ára gamli Luke Offord. Það er því sérstakt að vera bara 22 ára gamall en samt sex árum eldri heldur en félagi þinn í miðverðinum.
Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira