Vorkennir Solskjær vegna Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2021 12:31 Cristiano Ronaldo og Ole Gunnar Solskjær í leik Manchester United á móti Everton á dögunum. EPA-EFE/Peter Powell Knattspyrnusérfræðingurinn og Arsenal goðsögnin Paul Merson er einn af þeim sem er á þeirri skoðun að koma Cristiano Ronaldo til Manchester United í haust sé í raun rót vandans sem á endanum kosta Ole Gunnar Solskjær starfið. Manchester United var næstbesta liðið í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabil og fór í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Þeir fengu síðan til sín besta leikmann allra tíma í fallegri endurkomusögu. Það var erfitt að segja nei við Cristiano Ronaldo sérstaklega ef að það væri hætta á því að hann endaði hjá nágrönnunum í City. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Ronaldo hefur vissulega skoraði 9 mörk í 14 leikjum á leiktíðinni og mikilvæg sigurmörk í Meistaradeildinni. Liðið sjálft er samt á slæmum stað og situr eins og er í áttunda sæti deildarinnar tólf stigum á eftir toppliði Chelsea eftir aðeins tólf umferðir. Paul Merson, knattspyrnusérfræðingur Sky Sports, kennir Ronaldo um það hvernig fór fyrir norska knattspyrnustjóranum. „Ég vorkenni Ole Gunnari Solskjær. Hann var með plan í upphafi tímabilsins eftir að hafa náð öðru sætinu í fyrra,“ sagði Paul Merson. „Það sáu allir planið hans. Spila Cavani annan hvern leik, með Sancho á öðrum kantinum og Marucs Rashford á hinum. Svo færðu Mason Greewood inn með hraða, kraft, orku, unga fætur og allan pakkann,“ sagði Merson. „Svo rétt áður en tímabilið byrjar þá fær hann Ronaldo,“ sagði Merson. „Frá fyrsta degi þá eru þeir ekki betra lið með Ronaldo. Síðan þá hefur þetta bara verið snjóboltaáhrif fyrir Solskjær. Hann var með plan en koma Ronaldo henti því út um gluggann rétt áður en tímabilið byrjaði,“ sagði Merson. Cristiano Ronaldo hasn t had much luck with managers recently Allegri sacked Sarri sacked Pirlo sacked Solskjaer sacked That s four of his managers sacked in the last 3 years and 4 months pic.twitter.com/oOspWduW3S— TEAMtalk (@TEAMtalk) November 22, 2021 „Þeir fóru bara á eftir honum af því að þeir heyrðu af því að Manchester City vildi fá hann. Það var ekki eins og United hafi verið að hringja í Juventus og spyrjast fyrir um Ronaldo eins og hann væri það sem vantaði í liðið til að vinna ensku úrvalsdeildina. Hann er það ekki,“ sagði Merson. Manchester United spilar í Meistaradeildinni í kvöld þar sem liðið er á toppnum í sínum riðli en gæti verið í þriðja sæti eftir útileik á móti Villarreal í kvöld. Liðið hefur aftur á móti tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum (aðeins einn sigur) í ensku úrvalsdeildinni. Liðið fékk 13 af 17 stigum sínum í deildinni fyrir 20. september því aðeins nítján prósent stiga eru í húsi frá og með 25. september. Ronaldo hefur aðeins skorað eitt mark í þessum sjö deildarleikjum. Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Manchester United var næstbesta liðið í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabil og fór í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Þeir fengu síðan til sín besta leikmann allra tíma í fallegri endurkomusögu. Það var erfitt að segja nei við Cristiano Ronaldo sérstaklega ef að það væri hætta á því að hann endaði hjá nágrönnunum í City. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Ronaldo hefur vissulega skoraði 9 mörk í 14 leikjum á leiktíðinni og mikilvæg sigurmörk í Meistaradeildinni. Liðið sjálft er samt á slæmum stað og situr eins og er í áttunda sæti deildarinnar tólf stigum á eftir toppliði Chelsea eftir aðeins tólf umferðir. Paul Merson, knattspyrnusérfræðingur Sky Sports, kennir Ronaldo um það hvernig fór fyrir norska knattspyrnustjóranum. „Ég vorkenni Ole Gunnari Solskjær. Hann var með plan í upphafi tímabilsins eftir að hafa náð öðru sætinu í fyrra,“ sagði Paul Merson. „Það sáu allir planið hans. Spila Cavani annan hvern leik, með Sancho á öðrum kantinum og Marucs Rashford á hinum. Svo færðu Mason Greewood inn með hraða, kraft, orku, unga fætur og allan pakkann,“ sagði Merson. „Svo rétt áður en tímabilið byrjar þá fær hann Ronaldo,“ sagði Merson. „Frá fyrsta degi þá eru þeir ekki betra lið með Ronaldo. Síðan þá hefur þetta bara verið snjóboltaáhrif fyrir Solskjær. Hann var með plan en koma Ronaldo henti því út um gluggann rétt áður en tímabilið byrjaði,“ sagði Merson. Cristiano Ronaldo hasn t had much luck with managers recently Allegri sacked Sarri sacked Pirlo sacked Solskjaer sacked That s four of his managers sacked in the last 3 years and 4 months pic.twitter.com/oOspWduW3S— TEAMtalk (@TEAMtalk) November 22, 2021 „Þeir fóru bara á eftir honum af því að þeir heyrðu af því að Manchester City vildi fá hann. Það var ekki eins og United hafi verið að hringja í Juventus og spyrjast fyrir um Ronaldo eins og hann væri það sem vantaði í liðið til að vinna ensku úrvalsdeildina. Hann er það ekki,“ sagði Merson. Manchester United spilar í Meistaradeildinni í kvöld þar sem liðið er á toppnum í sínum riðli en gæti verið í þriðja sæti eftir útileik á móti Villarreal í kvöld. Liðið hefur aftur á móti tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum (aðeins einn sigur) í ensku úrvalsdeildinni. Liðið fékk 13 af 17 stigum sínum í deildinni fyrir 20. september því aðeins nítján prósent stiga eru í húsi frá og með 25. september. Ronaldo hefur aðeins skorað eitt mark í þessum sjö deildarleikjum.
Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira