Lögreglu borist kvartanir vegna vopnaðra veiðimanna á fjórhjólum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. nóvember 2021 19:21 Lögreglan bendir á að brot sem þessi geti leitt til upptöku á vopnum, afla og ökutækja. Vísir/Vilhelm Lögreglunni á Vestfjörðum hafa borist kvartanir vegna veiðimanna sem sótt hafi veiðisvæði innan umdæmisins á fjórhjólum. Umræddir veiðimenn hafi verið með skotvopn um hönd á hjólunum, sem brjóti í bága við lög. Þetta kemur fram í færslu lögreglunnar á Facebook nú fyrir skemmstu. Þar segir að athæfið teljist raunar vera lögbrot á nokkra vegu: „Fyrir það fyrsta er öll meðhöndlun hlaðinna skotvopna bönnuð á eða við farartæki nær en 250m, vopn skal ekki meðhöndla opinberlega og við burð og flutning á skotvopnum milli staða skulu þau vera óhlaðin og í umbúðum. Á þetta einnig við um flutning vopns til og frá veiðislóð . Eins má ekki skjóta á, yfir eða frá vegi enda getur slíkt skapað stórhættu.“ Þá sé óheimilt að vera á vélknúnum ökutækjum við rjúpnaveiðar. Slík hjól megi aðeins nota til að flytja veiðimenn til og frá veiðilendum, en þá einungis á vegum eða merktum vegslóðum. „Eins má ekki skjóta á, yfir eða frá vegi enda getur slíkt skapað stórhættu. Þá er einnig með öllu óheimilt að vera á vélknúnum ökutækjum við rjúpnaveiðar en þau má einungis nota til að flytja veiðimenn til og frá veiðilendum og þá eingöngu á vegum eða merktum vegslóðum og þá með vopnin með fyrrnefndum hætti. Þrátt fyrir að í náttúruverndarlögum sé kveðið á undantekningu á banni við akstri vélknúinna ökutækja utan vega vegna snjóalaga þá á það ekki við í þeim tilfellum þar sem veiðimenn eru fluttir á veiðilendur.“ Lögreglan brýnir fyrir fólki sem kann að verða vart við eða heyra af brotum sem þessum að hafa samband við neyðarlínu og tilkynna slíkt athæfi. Þá sé vert að brýna fyrir þeim sem stundi athæfið að í lögum sé heimild til þess að gera skotvopn, afla og ökutæki upptæk við brot sem og að beita fjársektum. Lögreglumál Rjúpa Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu lögreglunnar á Facebook nú fyrir skemmstu. Þar segir að athæfið teljist raunar vera lögbrot á nokkra vegu: „Fyrir það fyrsta er öll meðhöndlun hlaðinna skotvopna bönnuð á eða við farartæki nær en 250m, vopn skal ekki meðhöndla opinberlega og við burð og flutning á skotvopnum milli staða skulu þau vera óhlaðin og í umbúðum. Á þetta einnig við um flutning vopns til og frá veiðislóð . Eins má ekki skjóta á, yfir eða frá vegi enda getur slíkt skapað stórhættu.“ Þá sé óheimilt að vera á vélknúnum ökutækjum við rjúpnaveiðar. Slík hjól megi aðeins nota til að flytja veiðimenn til og frá veiðilendum, en þá einungis á vegum eða merktum vegslóðum. „Eins má ekki skjóta á, yfir eða frá vegi enda getur slíkt skapað stórhættu. Þá er einnig með öllu óheimilt að vera á vélknúnum ökutækjum við rjúpnaveiðar en þau má einungis nota til að flytja veiðimenn til og frá veiðilendum og þá eingöngu á vegum eða merktum vegslóðum og þá með vopnin með fyrrnefndum hætti. Þrátt fyrir að í náttúruverndarlögum sé kveðið á undantekningu á banni við akstri vélknúinna ökutækja utan vega vegna snjóalaga þá á það ekki við í þeim tilfellum þar sem veiðimenn eru fluttir á veiðilendur.“ Lögreglan brýnir fyrir fólki sem kann að verða vart við eða heyra af brotum sem þessum að hafa samband við neyðarlínu og tilkynna slíkt athæfi. Þá sé vert að brýna fyrir þeim sem stundi athæfið að í lögum sé heimild til þess að gera skotvopn, afla og ökutæki upptæk við brot sem og að beita fjársektum.
Lögreglumál Rjúpa Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Sjá meira