Þjóðkirkjan sýknuð af 70 milljóna skaðabótakröfu fyrrverandi starfsmanns Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2021 09:25 Þjóðkirkjan sagði að skipulagsbreytingar hafi orðið til þess starfsmanninum hafi verið sagt upp, en fjárhagsstaðan hafi ekki verið nægilega góð á þeim tíma. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu af sjötíu milljóna króna skaðabótakröfu fyrrverandi starfsmanns vegna þess sem hann taldi vera ólöglega uppsögn. Starfsmaðurinn fyrrverandi hóf störf sem verkefnastjóri á skrifstofu biskups árið 1998 en var sagt upp í nóvember á síðasta ári. Í dómnum segir að óumdeilt sé að starfsmaðurinn hafi notið réttinda sem opinber starfsmaður þegar hann hóf störf á sínum tíma, en hins vegar hafi verið deilt um hvort slíkt ætti við þegar honum var sagt upp. Dómurinn vísaði til þess að lagabreytingar tóku gildi í ársbyrjun 2020 sem miðuðu að því að Þjóðkirkjan - Biskupsstofa gæti sjálf tekið við starfsmannamálum sínum. Breytingarnar hafi leitt til aukins sjálfstæðis kirkjunnar frá ríki og samhliða nytu starfsmenn ekki sömu verndar og opinberir starfsmenn, heldur væri starfsfólk á almennum vinnumarkaði. Þjóðkirkjan sagði að skipulagsbreytingar hafi orðið til þess starfsmanninum hafi verið sagt upp – en fjárhagsstaðan hafi ekki verið nægilega góð á þeim tíma. Var heimilt að segja starfsmanninum upp Í dómnum segir að stjórnsýslulög hafi ekki átt við um uppsögnina og sömuleiðis að í nýjum ráðningarsamningi, sem gerður var í ársbyrjun 2020, væri tekið fram að starfsmaður teldist ekki lengur ríkisstarfsmaður og að breytingar yrðu á réttindum í samræmi. Að því virtu hafi Þjóðkirkjunni – Biskupsstofu verið heimilit að segja starfsmanninum upp. Starfsmaðurinn fór jafnframt fram á greiðslu milljón króna í miskabætur, en í dómnum segir að ekkert hafi komið fram í málinu sem renni stoðum undir þá staðhæfingu starfsmannsins fyrrverandi að uppsögnin eða aðrar aðgerðir Þjóðkirkjunnar hafi valdið henni álitshnekki þannig að unnt væri að líta svo á að um ólögmæta meingerð hafi verið að ræða. Því beri einnig að hafna þeirri kröfu stefnanda. Þjóðkirkjan Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Starfsmaðurinn fyrrverandi hóf störf sem verkefnastjóri á skrifstofu biskups árið 1998 en var sagt upp í nóvember á síðasta ári. Í dómnum segir að óumdeilt sé að starfsmaðurinn hafi notið réttinda sem opinber starfsmaður þegar hann hóf störf á sínum tíma, en hins vegar hafi verið deilt um hvort slíkt ætti við þegar honum var sagt upp. Dómurinn vísaði til þess að lagabreytingar tóku gildi í ársbyrjun 2020 sem miðuðu að því að Þjóðkirkjan - Biskupsstofa gæti sjálf tekið við starfsmannamálum sínum. Breytingarnar hafi leitt til aukins sjálfstæðis kirkjunnar frá ríki og samhliða nytu starfsmenn ekki sömu verndar og opinberir starfsmenn, heldur væri starfsfólk á almennum vinnumarkaði. Þjóðkirkjan sagði að skipulagsbreytingar hafi orðið til þess starfsmanninum hafi verið sagt upp – en fjárhagsstaðan hafi ekki verið nægilega góð á þeim tíma. Var heimilt að segja starfsmanninum upp Í dómnum segir að stjórnsýslulög hafi ekki átt við um uppsögnina og sömuleiðis að í nýjum ráðningarsamningi, sem gerður var í ársbyrjun 2020, væri tekið fram að starfsmaður teldist ekki lengur ríkisstarfsmaður og að breytingar yrðu á réttindum í samræmi. Að því virtu hafi Þjóðkirkjunni – Biskupsstofu verið heimilit að segja starfsmanninum upp. Starfsmaðurinn fór jafnframt fram á greiðslu milljón króna í miskabætur, en í dómnum segir að ekkert hafi komið fram í málinu sem renni stoðum undir þá staðhæfingu starfsmannsins fyrrverandi að uppsögnin eða aðrar aðgerðir Þjóðkirkjunnar hafi valdið henni álitshnekki þannig að unnt væri að líta svo á að um ólögmæta meingerð hafi verið að ræða. Því beri einnig að hafna þeirri kröfu stefnanda.
Þjóðkirkjan Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent