Deildarmyrkvi á tungli: „Þetta er alltaf jafn gull, gullfallegt“ Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2021 08:42 Myrkvinn verður sjáanlegur til rétt rúmlega tíu. Sævar Helgi Bragason Íslendingar hafa margir litið til himins í morgun, en deildarmyrkvi á tungli er nú sjáanlegur. Myrkvinn verður sjáanlegur til rétt rúmlega tíu. Sævar Helgi Sævar Helgi Bragason, stjörnuáhugamaður og vísindamiðlari, segist himinlifandi með myrkvann þegar fréttastofa náði tali af honum. „Betur fór en á horfðist. Við erum vel að sjá þetta þó að skýin fari annað slagið fyrir. Þetta blasir við núna.“ Sævar Helgi segir tilfinninguna dásamlega að fá að fylgjast með slíkum myrkvum. „Þetta er alltaf jafn gull, gullfallegt. Það er líka svo skemmtilegt að það sé eitthvað að gerast sem allir á norðurhveli jarðar geti séð samtímis. Það er ekki til margt slíkt.“ Hann segir þennan deildarmyrkva vera mjög fallegan. „Þetta er mjög djúpur deildarmyrkvi. Rauði liturinn í alskugga jarðar er mjög áberandi á tunglinu núna. Þessu lýkur svo rúmlega 10 þegar tunglið sest,“ segir Sævar Helgi. Sævar Helgi Deildarmyrkvinn hófst klukkan 7:19 og verður í hámarki klukkan 9:03, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Tunglið sest klukkan 10:20 áður en myrkvanum lýkur, en þegar myrkvinn stendur sem hæst verða 97 prósent skífu tunglsins í skugga. Ólíkt sólmyrkva þarf engin hjálpartæki til að fylgjast með tunglmyrkvanum en ekki er verra að nota handsjónauka eða stjörnusjónauka til þess að bæta upplifunina enn frekar. Sævar Helgi Sævar Helgi Geimurinn Tunglið Tengdar fréttir Tunglmyrkvi sjáanlegur á föstudag ef veður leyfir Íslendingar geta barið deildarmyrkva á tungli augum á föstudagsmorgun ef veðurguðirnir verða samvinnuþýðir. Eins og sakir standa benda verðurspár til þess að þeir verði með mótþróa. 16. nóvember 2021 11:51 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Sævar Helgi Sævar Helgi Bragason, stjörnuáhugamaður og vísindamiðlari, segist himinlifandi með myrkvann þegar fréttastofa náði tali af honum. „Betur fór en á horfðist. Við erum vel að sjá þetta þó að skýin fari annað slagið fyrir. Þetta blasir við núna.“ Sævar Helgi segir tilfinninguna dásamlega að fá að fylgjast með slíkum myrkvum. „Þetta er alltaf jafn gull, gullfallegt. Það er líka svo skemmtilegt að það sé eitthvað að gerast sem allir á norðurhveli jarðar geti séð samtímis. Það er ekki til margt slíkt.“ Hann segir þennan deildarmyrkva vera mjög fallegan. „Þetta er mjög djúpur deildarmyrkvi. Rauði liturinn í alskugga jarðar er mjög áberandi á tunglinu núna. Þessu lýkur svo rúmlega 10 þegar tunglið sest,“ segir Sævar Helgi. Sævar Helgi Deildarmyrkvinn hófst klukkan 7:19 og verður í hámarki klukkan 9:03, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Tunglið sest klukkan 10:20 áður en myrkvanum lýkur, en þegar myrkvinn stendur sem hæst verða 97 prósent skífu tunglsins í skugga. Ólíkt sólmyrkva þarf engin hjálpartæki til að fylgjast með tunglmyrkvanum en ekki er verra að nota handsjónauka eða stjörnusjónauka til þess að bæta upplifunina enn frekar. Sævar Helgi Sævar Helgi
Geimurinn Tunglið Tengdar fréttir Tunglmyrkvi sjáanlegur á föstudag ef veður leyfir Íslendingar geta barið deildarmyrkva á tungli augum á föstudagsmorgun ef veðurguðirnir verða samvinnuþýðir. Eins og sakir standa benda verðurspár til þess að þeir verði með mótþróa. 16. nóvember 2021 11:51 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Tunglmyrkvi sjáanlegur á föstudag ef veður leyfir Íslendingar geta barið deildarmyrkva á tungli augum á föstudagsmorgun ef veðurguðirnir verða samvinnuþýðir. Eins og sakir standa benda verðurspár til þess að þeir verði með mótþróa. 16. nóvember 2021 11:51