Komi ekki til greina að henda hagvaxtaraukum út um gluggann Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 17. nóvember 2021 21:42 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Vísir/Baldur Forseti ASÍ segir ekki koma til greina að hagvaxtaraukar, sem samið var um í lífskjarasamningunum, verði felldir úr gildi. Seðlabankastjóri sagði fyrr í dag að hagvaxtaraukarnir væru óheppilegir fyrir verðbólguþróunina. Verðbólguhorfur hafa versnað frá spá Seðlabankans í ágúst. Verðbólga fór úr 4,2 prósentum í október upp í 4,5 prósent í þessum mánuði. Reiknað er með að verðbólgan verði komin upp í 4,7 prósent fyrir árslok. Samkvæmt lífskjarasamningum á launafólk að fá hækkun á taxta, eða mánaðarlaunum sínum, með svokölluðum hagvaxtarauka. Það þýðir að ofan á launin bætist allt frá 2.250 krónur upp í 13 þúsund krónur næsta vor vegna aukins hagvöxts. Seðlabankastjóri sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að þetta væri óheppillegt fyrir verðbólguþróunina miðað við aðstæður. „Það er í sjálfu sér mjög jákvætt að láta laun ráðast af hagvexti, því sem er til skiptanna. En við fengum mikinn samdrátt á þessum tíma. Síðan kemur hagkerfið að einhverju leyti til baka og þá detta þessar launahækkanir inn. En framleiðslan er samt minni heldur en hún var fyrir faraldurinn og verðmætasköpunin minni. Þannig að þetta er að einhverju leyti að virka öfugt,“ sagði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir ekki koma til greina að fella úr gildi ákvæði um hagvaxtarauka. „Það kemur ekki til greina. Um þetta var samið 2019 og það kemur mér nú svolítið á óvart að seðlabankastjóri sé að lesa kjarasamningana fyrst núna. Að sjálfsögðu í þessu ástandi kemur ekki til greina að launafólk sé að segja sig frá umsömdum launasamningum,“ sagði Drífa í samtali við fréttastofu í kvöld. Hagvöxtur hrundi í fyrra en hagvöxtur aukist síðan þá. Seðlabankastjóri segir framleiðslu ekki hafa fylgt eftir. „Við höfum náð að halda í við framleiðsluaukninguna, íslenskt launafólk síðustu ár og við munum halda því áfram. Við skulum líka hafa það í huga að efnahagslífið er mjög misstatt. Það eru stór fyrirtæki, sem eru burðarfyrirtæki, hlutfall þeirra í launagreiðslum hefur ekkert hækkað sérstaklega mikið. Auðvitað lítum við á heildarmyndina,“ segir Drífa. „Varðandi vaxtahækkunina vil ég segja það að ég velti því fyrir mér hvort það hafi verið farið of bratt í vaxtalækkun, búin til húsnæðisbóla og Seðlabankinn sé í raun að bregðast við sinni eigin heimagerðu húsnæðisbólu með því að hækka vexti núna. Það kemur náttúrulega mjög niður á launafólki.“ Kallar vaxtahækkunin núna á frekari kjarabætur? „Það er alveg ljóst að með auknum húsnæðiskostnaði, hvort sem það er leiga eða afborganir af lánum, að þá er verið að éta upp þær kauphækkanir sem við höfum samið um síðan 2019 þannig að auðvitað kemur það til skoðunar í kjaraviðræðunum sem fara fram á næsta ári.“ Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verðlag Kjaramál Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því tvö prósent. 17. nóvember 2021 08:30 Hótun verkalýðsleiðtoga yfirlýsing um að þeir ætli að semja um verðbólgu Seðlabankastjóri telur að það hafi verið „mistök“ af hálfu aðila vinnumarkaðarins að ná ekki saman í haust um að falla frá hinum svonefnda hagvaxtarauka á næsta ári, sem tryggir launafólki hlutdeild í ávinningnum þegar landsframleiðsla á hvern íbúa eykst, en hann mun að óbreyttu virkjast og leiða til enn meiri launahækkana en áður var spáð. 17. nóvember 2021 20:20 Seðlabankastjóri segir óheppilegt að launafólk fái hagvaxtarauka Seðlabankastjóri segir óheppilegt að laun hækki næsta vor með svo kölluðum hagvaxtarauka sem samið var um í lífskjarasamningunum. Miklar launahækkanir, hækkun á verði íbúðarhúsnæðis og hrávöru í útlöndum kyndi undir verðbólgunni. 17. nóvember 2021 19:20 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Verðbólguhorfur hafa versnað frá spá Seðlabankans í ágúst. Verðbólga fór úr 4,2 prósentum í október upp í 4,5 prósent í þessum mánuði. Reiknað er með að verðbólgan verði komin upp í 4,7 prósent fyrir árslok. Samkvæmt lífskjarasamningum á launafólk að fá hækkun á taxta, eða mánaðarlaunum sínum, með svokölluðum hagvaxtarauka. Það þýðir að ofan á launin bætist allt frá 2.250 krónur upp í 13 þúsund krónur næsta vor vegna aukins hagvöxts. Seðlabankastjóri sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að þetta væri óheppillegt fyrir verðbólguþróunina miðað við aðstæður. „Það er í sjálfu sér mjög jákvætt að láta laun ráðast af hagvexti, því sem er til skiptanna. En við fengum mikinn samdrátt á þessum tíma. Síðan kemur hagkerfið að einhverju leyti til baka og þá detta þessar launahækkanir inn. En framleiðslan er samt minni heldur en hún var fyrir faraldurinn og verðmætasköpunin minni. Þannig að þetta er að einhverju leyti að virka öfugt,“ sagði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir ekki koma til greina að fella úr gildi ákvæði um hagvaxtarauka. „Það kemur ekki til greina. Um þetta var samið 2019 og það kemur mér nú svolítið á óvart að seðlabankastjóri sé að lesa kjarasamningana fyrst núna. Að sjálfsögðu í þessu ástandi kemur ekki til greina að launafólk sé að segja sig frá umsömdum launasamningum,“ sagði Drífa í samtali við fréttastofu í kvöld. Hagvöxtur hrundi í fyrra en hagvöxtur aukist síðan þá. Seðlabankastjóri segir framleiðslu ekki hafa fylgt eftir. „Við höfum náð að halda í við framleiðsluaukninguna, íslenskt launafólk síðustu ár og við munum halda því áfram. Við skulum líka hafa það í huga að efnahagslífið er mjög misstatt. Það eru stór fyrirtæki, sem eru burðarfyrirtæki, hlutfall þeirra í launagreiðslum hefur ekkert hækkað sérstaklega mikið. Auðvitað lítum við á heildarmyndina,“ segir Drífa. „Varðandi vaxtahækkunina vil ég segja það að ég velti því fyrir mér hvort það hafi verið farið of bratt í vaxtalækkun, búin til húsnæðisbóla og Seðlabankinn sé í raun að bregðast við sinni eigin heimagerðu húsnæðisbólu með því að hækka vexti núna. Það kemur náttúrulega mjög niður á launafólki.“ Kallar vaxtahækkunin núna á frekari kjarabætur? „Það er alveg ljóst að með auknum húsnæðiskostnaði, hvort sem það er leiga eða afborganir af lánum, að þá er verið að éta upp þær kauphækkanir sem við höfum samið um síðan 2019 þannig að auðvitað kemur það til skoðunar í kjaraviðræðunum sem fara fram á næsta ári.“
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verðlag Kjaramál Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því tvö prósent. 17. nóvember 2021 08:30 Hótun verkalýðsleiðtoga yfirlýsing um að þeir ætli að semja um verðbólgu Seðlabankastjóri telur að það hafi verið „mistök“ af hálfu aðila vinnumarkaðarins að ná ekki saman í haust um að falla frá hinum svonefnda hagvaxtarauka á næsta ári, sem tryggir launafólki hlutdeild í ávinningnum þegar landsframleiðsla á hvern íbúa eykst, en hann mun að óbreyttu virkjast og leiða til enn meiri launahækkana en áður var spáð. 17. nóvember 2021 20:20 Seðlabankastjóri segir óheppilegt að launafólk fái hagvaxtarauka Seðlabankastjóri segir óheppilegt að laun hækki næsta vor með svo kölluðum hagvaxtarauka sem samið var um í lífskjarasamningunum. Miklar launahækkanir, hækkun á verði íbúðarhúsnæðis og hrávöru í útlöndum kyndi undir verðbólgunni. 17. nóvember 2021 19:20 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því tvö prósent. 17. nóvember 2021 08:30
Hótun verkalýðsleiðtoga yfirlýsing um að þeir ætli að semja um verðbólgu Seðlabankastjóri telur að það hafi verið „mistök“ af hálfu aðila vinnumarkaðarins að ná ekki saman í haust um að falla frá hinum svonefnda hagvaxtarauka á næsta ári, sem tryggir launafólki hlutdeild í ávinningnum þegar landsframleiðsla á hvern íbúa eykst, en hann mun að óbreyttu virkjast og leiða til enn meiri launahækkana en áður var spáð. 17. nóvember 2021 20:20
Seðlabankastjóri segir óheppilegt að launafólk fái hagvaxtarauka Seðlabankastjóri segir óheppilegt að laun hækki næsta vor með svo kölluðum hagvaxtarauka sem samið var um í lífskjarasamningunum. Miklar launahækkanir, hækkun á verði íbúðarhúsnæðis og hrávöru í útlöndum kyndi undir verðbólgunni. 17. nóvember 2021 19:20