Evrópusambandið sendir flóttamönnum við landamæri Hvíta-Rússlands nauðsynjavörur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 20:16 Úrsúla von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, ábyrgan fyrir flóttamannavandanum að landamærum Hvíta-Rússlands að Evrópusambandsríkjum. AP/Aris Oikonomou Evrópusambandið ætlar að senda matvörur, fatnað og aðrar nauðsynjavörur til farenda, sem eru fastir á landamærum Hvíta-Rússlands. Sambandið boðaði þessar aðgerðir eftir að hafa verið harðlega gagnrýnt fyrir að gera of lítið fyrir fólkið sem hefur verið fast þarna í nístingskulda. Evrópusambandið mun verja minnst 700 þúsund Evrum, eða um 104 milljónum króna, í verkefnið. Angela Merkel Þýskalandskanslari ræddi í dag við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, í síma í annað skiptið á þremur dögum. Umræðuefni fundarins að sjálfsögðu að reyna að leysa úr stöðunni á landamærunum en Evrópusambandið hefur sakað Lúkasjenka um að senda fólk þangað í hernaðartilgangi (e. hybrid-warfare). Reuters greinir frá. Staðan á landamærum Hvíta-Rússlands hefur verið gríðarlega slæm í nokkra mánuði og fóru farendur og flóttamenn að safnast þar saman í byrjun ágústmánaðar. Staðan er hvað verst á landamærunum að Póllandi, þar sem landamæraverðir beittu háþrýstidælum gegn farendum sem köstuðu í þá steinum í gær. Að sögn pólskra og hvítrússneskra landamæravarða eru um tvö þúsund farendur og flóttamenn við landamærin núna. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti mannúðaraðgerðirnar í dag en sagði í tilkynningunni að það væri á ábyrgð Lúkasjenka að leysa úr flækjunni á landamærunum, flækju sem hann bjó viljandi til. Evrópusambandið vill meina að stjórnvöld í Mínsk hafi flutt flóttamenn og farendur frá Mið-Austurlöndum og Mið-Asíu í hrönnum til Hvíta-Rússlands í þeim tilgangi að leggja álag á sambandið til að aflétta viðskiptaþvingunum sem það setti á Hvíta-Rússlands fyrr á þessu ári. Hvítrússnesk stjórnvöld hafa tekið fyrir að hafa stuðlað að landamærakrísunni viljandi en segjast ekki getað stöðvað krísuna fyrr en Evrópusambandið aflétti viðskiptaþvingunum. Viðskiptaþvinganirnar voru settar á Hvíta-Rússlands vegna ítrekaðra og grófra mannréttindabrota sem farið hafa fram undir stjórn Lúkasjenka frá sigri hans í umdeildum forsetakosningum í fyrra. Mariusz Blaszczak, varnarmálaráðherra Póllands, sagði í viðtali í ríkisútvarpi Póllands í dag að líklegt sé að ástandið á landamærunum muni vara næstu mánuði. „Við verðum að vera undirbúin fyrir það að þetta ástand á landamærunum að Hvíta-Rússlandi muni ekki taka enda í náinni framtíð,“ sagði hann. Nokkur þúsund manns hafast við í skóginum við landamærin og hefur ástandið bara versnað eftir að fór að kólna. Fólkið er sagt úrvinda vegna ástandsins, enda frost farið að mælast á svæðinu. Fólkinu er meinað að fara yfir landamærin til Póllands og fær ekki að snúa aftur inn í Hvíta-Rússland. Minnst átta hafa látist við pólsku landamærin síðan fólk fór að hópast þar saman í ágúst. Þá hafa nágrannalöndin Litháen og Lettland einnig verið skotspónn Hvíta-Rússlands og hefur tilraunum til ólöglegs flutnings til landsins frá Hvíta-Rússlandi fjölgað gríðarlega undanfarið. Hvíta-Rússland Pólland Evrópusambandið Flóttamenn Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Evrópusambandið mun verja minnst 700 þúsund Evrum, eða um 104 milljónum króna, í verkefnið. Angela Merkel Þýskalandskanslari ræddi í dag við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, í síma í annað skiptið á þremur dögum. Umræðuefni fundarins að sjálfsögðu að reyna að leysa úr stöðunni á landamærunum en Evrópusambandið hefur sakað Lúkasjenka um að senda fólk þangað í hernaðartilgangi (e. hybrid-warfare). Reuters greinir frá. Staðan á landamærum Hvíta-Rússlands hefur verið gríðarlega slæm í nokkra mánuði og fóru farendur og flóttamenn að safnast þar saman í byrjun ágústmánaðar. Staðan er hvað verst á landamærunum að Póllandi, þar sem landamæraverðir beittu háþrýstidælum gegn farendum sem köstuðu í þá steinum í gær. Að sögn pólskra og hvítrússneskra landamæravarða eru um tvö þúsund farendur og flóttamenn við landamærin núna. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti mannúðaraðgerðirnar í dag en sagði í tilkynningunni að það væri á ábyrgð Lúkasjenka að leysa úr flækjunni á landamærunum, flækju sem hann bjó viljandi til. Evrópusambandið vill meina að stjórnvöld í Mínsk hafi flutt flóttamenn og farendur frá Mið-Austurlöndum og Mið-Asíu í hrönnum til Hvíta-Rússlands í þeim tilgangi að leggja álag á sambandið til að aflétta viðskiptaþvingunum sem það setti á Hvíta-Rússlands fyrr á þessu ári. Hvítrússnesk stjórnvöld hafa tekið fyrir að hafa stuðlað að landamærakrísunni viljandi en segjast ekki getað stöðvað krísuna fyrr en Evrópusambandið aflétti viðskiptaþvingunum. Viðskiptaþvinganirnar voru settar á Hvíta-Rússlands vegna ítrekaðra og grófra mannréttindabrota sem farið hafa fram undir stjórn Lúkasjenka frá sigri hans í umdeildum forsetakosningum í fyrra. Mariusz Blaszczak, varnarmálaráðherra Póllands, sagði í viðtali í ríkisútvarpi Póllands í dag að líklegt sé að ástandið á landamærunum muni vara næstu mánuði. „Við verðum að vera undirbúin fyrir það að þetta ástand á landamærunum að Hvíta-Rússlandi muni ekki taka enda í náinni framtíð,“ sagði hann. Nokkur þúsund manns hafast við í skóginum við landamærin og hefur ástandið bara versnað eftir að fór að kólna. Fólkið er sagt úrvinda vegna ástandsins, enda frost farið að mælast á svæðinu. Fólkinu er meinað að fara yfir landamærin til Póllands og fær ekki að snúa aftur inn í Hvíta-Rússland. Minnst átta hafa látist við pólsku landamærin síðan fólk fór að hópast þar saman í ágúst. Þá hafa nágrannalöndin Litháen og Lettland einnig verið skotspónn Hvíta-Rússlands og hefur tilraunum til ólöglegs flutnings til landsins frá Hvíta-Rússlandi fjölgað gríðarlega undanfarið.
Hvíta-Rússland Pólland Evrópusambandið Flóttamenn Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira