Velþóknun á iðrun og einlægni en ekki meðvirkni með geranda Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2021 15:25 Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, (t.h) líkaði við færslu Helga Jóhannessonar (t.v.) þar sem hann lýsti iðrun yfir hegðun sinni í garð kvenna. Vísir/samsett Forseti Hæstaréttar segist hafa líkað við Facebook-færslu Helga Jóhannesonar lögmanns þar sem hann hafi kunnað að meta iðrun og einlægni sem fólst í henni. Hann hafnar því að Hæstiréttur sé meðvirkur með gerendum kynferðislegrar áreitni. Helgi lét af störfum sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar eftir að kona kvartaði undan óviðeigandi ummælum hans og snertingu á vinnustaðnum. Þá er Helgi sagður hafa áreitt aðra konu kynferðislega í kringum aldamótin. Telma Halldórsdóttir lögmaður og vinkona konunnar skilaði skömminni fyrir hennar hönd eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Í færslu sem Helgi skrifaði á Facebook-síðu sína í gærkvöldi baðst hann afsökunar á heðgun sinni og sagðist ljóst að framkoma hans, orðfæri og hegðun hafi sært, mógðað og látið samferðarfólki hans líða illa í návist hans. Athygli vakti að Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, og Karl Axelsson, hæstaréttardómari, líkuðu við færslu Helga. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, lögmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, gaf í skyn að íslenska réttarkerfið væri haldið „gerendameðvirkni“ í Facebook-færslu sem hún ritaði í gærkvöldi. Í annarri færslu sagði Guðfinna að Karl hefði fjarlægt hana af vinalista sínum og lokað á hana á Facebook eftir að hún birti upphaflega færslu sína með gagnrýni á þá Benedikt. Benedikt segir þá gagnrýni ómaklega og vísar á bug að gerendameðvirkni sé við Hæstarétt í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Ég like-aði færslu Helga vegna þess að ég kunni að meta þá iðrun og einlægni sem fólst í henni. Batnandi manni er best að lifa,“ segir í svari Benedikts. Telur tjáninguna rúmast innan marka siðareglna dómara Skammt er liðið frá því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, starfandi dómsmálaráðherra, gagnrýndi Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara, fyrir umdeilda framgöngu hans á samfélagsmiðlum. Helgi Magnús hafði þá líkað við færslu Sigurðar G. Guðjónssonar, hæstaréttarlögmanns, sem birti brot úr lögregluskýrslu af ungri konu sem gerði sátt við Kolbein Sigþórsson, landsliðsmann í knattspyrnu, vegna ofbeldis á skemmtistað. Áslaug Arna sagði það mjög vafasamt af vararíkissaksóknara að tjá sig með slíkum hætti á samfélagsmiðlum. Benedikt segir í svari sínu til Vísis að samkvæmt siðareglum dómara skuli þeir ávalt gæta varkárni í opinberri umfjöllun um umdeild og viðkvæm málefni, þar á meðal á samfélagsmiðlum. „Ég tel að tjáning mín með þessum hætti rúmist vel innan þeirra marka,“ segir forseti Hæstaréttar. Dómstólar Samfélagsmiðlar MeToo Tengdar fréttir Yfirlögfræðingur Landsvirkjunar semur óvænt um starfslok Helgi Jóhannesson hefur látið af störfum sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar. Þetta staðfestir Ragnhildur Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, í samtali við Vísi. 26. október 2021 17:45 Helgi sagður hafa kallað konu „lesbíulega“ og snert hana án samþykkis Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Landsvirkjunar, lét af störfum eftir að kona kvartaði undan óviðeigandi ummælum Helga í sinn garð og óumbeðna snertingu. 11. nóvember 2021 09:30 Helgi segir sig úr stjórn Ferðafélags Íslands Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, hefur sagt sig úr stjórn Ferðafélags Íslands. Það gerði hann í morgun og var nafn hans fjarlægt af heimasíðu félagsins í framhaldinu. 11. nóvember 2021 11:34 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Helgi lét af störfum sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar eftir að kona kvartaði undan óviðeigandi ummælum hans og snertingu á vinnustaðnum. Þá er Helgi sagður hafa áreitt aðra konu kynferðislega í kringum aldamótin. Telma Halldórsdóttir lögmaður og vinkona konunnar skilaði skömminni fyrir hennar hönd eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Í færslu sem Helgi skrifaði á Facebook-síðu sína í gærkvöldi baðst hann afsökunar á heðgun sinni og sagðist ljóst að framkoma hans, orðfæri og hegðun hafi sært, mógðað og látið samferðarfólki hans líða illa í návist hans. Athygli vakti að Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, og Karl Axelsson, hæstaréttardómari, líkuðu við færslu Helga. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, lögmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, gaf í skyn að íslenska réttarkerfið væri haldið „gerendameðvirkni“ í Facebook-færslu sem hún ritaði í gærkvöldi. Í annarri færslu sagði Guðfinna að Karl hefði fjarlægt hana af vinalista sínum og lokað á hana á Facebook eftir að hún birti upphaflega færslu sína með gagnrýni á þá Benedikt. Benedikt segir þá gagnrýni ómaklega og vísar á bug að gerendameðvirkni sé við Hæstarétt í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Ég like-aði færslu Helga vegna þess að ég kunni að meta þá iðrun og einlægni sem fólst í henni. Batnandi manni er best að lifa,“ segir í svari Benedikts. Telur tjáninguna rúmast innan marka siðareglna dómara Skammt er liðið frá því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, starfandi dómsmálaráðherra, gagnrýndi Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara, fyrir umdeilda framgöngu hans á samfélagsmiðlum. Helgi Magnús hafði þá líkað við færslu Sigurðar G. Guðjónssonar, hæstaréttarlögmanns, sem birti brot úr lögregluskýrslu af ungri konu sem gerði sátt við Kolbein Sigþórsson, landsliðsmann í knattspyrnu, vegna ofbeldis á skemmtistað. Áslaug Arna sagði það mjög vafasamt af vararíkissaksóknara að tjá sig með slíkum hætti á samfélagsmiðlum. Benedikt segir í svari sínu til Vísis að samkvæmt siðareglum dómara skuli þeir ávalt gæta varkárni í opinberri umfjöllun um umdeild og viðkvæm málefni, þar á meðal á samfélagsmiðlum. „Ég tel að tjáning mín með þessum hætti rúmist vel innan þeirra marka,“ segir forseti Hæstaréttar.
Dómstólar Samfélagsmiðlar MeToo Tengdar fréttir Yfirlögfræðingur Landsvirkjunar semur óvænt um starfslok Helgi Jóhannesson hefur látið af störfum sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar. Þetta staðfestir Ragnhildur Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, í samtali við Vísi. 26. október 2021 17:45 Helgi sagður hafa kallað konu „lesbíulega“ og snert hana án samþykkis Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Landsvirkjunar, lét af störfum eftir að kona kvartaði undan óviðeigandi ummælum Helga í sinn garð og óumbeðna snertingu. 11. nóvember 2021 09:30 Helgi segir sig úr stjórn Ferðafélags Íslands Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, hefur sagt sig úr stjórn Ferðafélags Íslands. Það gerði hann í morgun og var nafn hans fjarlægt af heimasíðu félagsins í framhaldinu. 11. nóvember 2021 11:34 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Yfirlögfræðingur Landsvirkjunar semur óvænt um starfslok Helgi Jóhannesson hefur látið af störfum sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar. Þetta staðfestir Ragnhildur Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, í samtali við Vísi. 26. október 2021 17:45
Helgi sagður hafa kallað konu „lesbíulega“ og snert hana án samþykkis Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Landsvirkjunar, lét af störfum eftir að kona kvartaði undan óviðeigandi ummælum Helga í sinn garð og óumbeðna snertingu. 11. nóvember 2021 09:30
Helgi segir sig úr stjórn Ferðafélags Íslands Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, hefur sagt sig úr stjórn Ferðafélags Íslands. Það gerði hann í morgun og var nafn hans fjarlægt af heimasíðu félagsins í framhaldinu. 11. nóvember 2021 11:34