Enn glímir Jóhann við tónlistarrisana í dómsal Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. nóvember 2021 21:36 Jóhann Helgason hefur staðið í ströngu gegn erlendum tónlistarrisum í um þrjú ár. Vísir/Rakel Ósk Munnlegur málflutningur í máli Jóhanns Helgasonar gegn tónlistarrisunum Warner og Universal hófst í Los Angeles í dag. Jóhann er vongóður um að í þetta skiptið hafi hann betur. Málið snýr að líkindum Saknaðar, lags Jóhanns, og You Raise Me Up, lags Norðmannsins Rolf Løvland og vill Jóhann meina að um lagastuld sé að ræða. Málinu var vísað frá dómstigi í Los Angeles á síðasta ári en bæði Jóhann og andstæðingar hans áfrýju málinu til áfrýjunardómstóls. Málflutningur lögmanna í málinu hófst klukkan 19 að íslenskum tíma en að sögn Jóhanns snýr krafa hans um að fá úrskurði dómara um að vísa málinu ekki til kviðdóms hnekkt. Andstæðingar hans krefjast þess hins vegar að fá úrskurði sama dómara um að vísa frá fimmtíu milljóna króna málskostnaðarkröfu á hendur Jóhanni hnekkt. Jóhann ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hann segist vera ósáttur við ákvörðun dómarans sem tók ákvörðun um að vísa því frá á síðasta ári. „Það sem að við stefndum væri að þetta færi fyrir kviðdóm og að það myndi skera úr um þetta. Þessi eini dómari sem dæmdi í þessu upphaflega kom í veg fyrir að þetta færi fyrir kviðdóm,“ sagði hann. Þrír dómarar sitja í áfrýjunardómstólnum og fengu lögmenn beggja aðila fimmtán mínútur til að fara yfir helstu atriði þess. Dómararnir hafa þegar kynnt sér málið og fá þeir einnig tækifæri til þess að spyrja lögmennina nánari spurninga. Segir Jóhann að ekki sé reiknað með niðurstöðu fyrr en eftir áramót. Fengið fyrirframgreiðslu á höfundarlaunum til að standa straum af kostnaði Hann telur að ekki hafi verið annað hægt en að láta reyna á málið fyrir dómstólum. „Það var búið að meta þetta hér í upphafi hjá STEF-i að tónskylt efni væri yfir 97 prósent. Það eru svo miklar tengingar hingað sko, það er svo margt í þessu að það var ekkert annað en að láta reyna á þetta. Svo er það alltaf happdrætti hvernig dómara þú lendir á. En við verðum að gera okkar besta í þessu, meira er ekki hægt að gera. Svo kemur bara niðurstaða og við verðum bara að taka henni,“ sagði Jóhann. Málið hefur þó óneitanlega haft kostnað í för með sér fyrir Jóhann. „Ég hef þurft að greiða ýmislegt, tónlistarmöt og hitt og þetta í kringum þetta. Ég hef fengið mjög góða fyrirgreiðslu. Hef fengið fyrirframgreidd höfundarlaun út af þessu sérstaka máli.“ Aðspurður hvað hann sæi fyrir sér að fá í hendurnar verði málið dæmt honum í vil mátti skilja á Jóhanni hann hafi ekki reiknað nákvæmlega út. Tugi milljóna eða hundruð? „Jájá, í svona máli eru það ákveðnar skaðabætur. Svo er til í dæminu að menn hafa samið um eitthvað en það var ekki aðalmálið. Það var ekki hægt annað en að láta á þetta reyna.“ Tónlist Dómsmál Jóhann Helgason gegn Universal Höfundarréttur Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Hafna málatilbúnaði tónfræðings Jóhanns Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í málinu um lagið Söknuð segja mikla galla á málatilbúnaði tónlistarfræðings sem vann álitsgerð fyrir Jóhann. Þeir krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi í Los Angeles. 31. október 2019 06:05 Máli Jóhanns Helgasonar vísað frá Máli tónlistarmannsins Jóhanns Helgasonar gegn tónlistarrisunum Warner og Universal var vísað frá dómi í Los Angeles í Bandaríkjunum á föstudag. 6. apríl 2020 07:17 Vitni styðja Jóhann í dómsmálinu Lögmaður Jóhanns Helgasonar í málinu um hvort lagið You Raise Me Up sé stuldur á laginu Söknuði hefur lagt fyrir dómstólinn í Los Angeles skjöl með yfirlýsingum tiltekinna einstaklinga sem eiga að sýna fram á að Rolf Løvland hafi haft margvísleg tækifæri til að heyra lagið Söknuð áður en hann sendi frá sér You Raise Me Up. 5. október 2019 09:30 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Málið snýr að líkindum Saknaðar, lags Jóhanns, og You Raise Me Up, lags Norðmannsins Rolf Løvland og vill Jóhann meina að um lagastuld sé að ræða. Málinu var vísað frá dómstigi í Los Angeles á síðasta ári en bæði Jóhann og andstæðingar hans áfrýju málinu til áfrýjunardómstóls. Málflutningur lögmanna í málinu hófst klukkan 19 að íslenskum tíma en að sögn Jóhanns snýr krafa hans um að fá úrskurði dómara um að vísa málinu ekki til kviðdóms hnekkt. Andstæðingar hans krefjast þess hins vegar að fá úrskurði sama dómara um að vísa frá fimmtíu milljóna króna málskostnaðarkröfu á hendur Jóhanni hnekkt. Jóhann ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hann segist vera ósáttur við ákvörðun dómarans sem tók ákvörðun um að vísa því frá á síðasta ári. „Það sem að við stefndum væri að þetta færi fyrir kviðdóm og að það myndi skera úr um þetta. Þessi eini dómari sem dæmdi í þessu upphaflega kom í veg fyrir að þetta færi fyrir kviðdóm,“ sagði hann. Þrír dómarar sitja í áfrýjunardómstólnum og fengu lögmenn beggja aðila fimmtán mínútur til að fara yfir helstu atriði þess. Dómararnir hafa þegar kynnt sér málið og fá þeir einnig tækifæri til þess að spyrja lögmennina nánari spurninga. Segir Jóhann að ekki sé reiknað með niðurstöðu fyrr en eftir áramót. Fengið fyrirframgreiðslu á höfundarlaunum til að standa straum af kostnaði Hann telur að ekki hafi verið annað hægt en að láta reyna á málið fyrir dómstólum. „Það var búið að meta þetta hér í upphafi hjá STEF-i að tónskylt efni væri yfir 97 prósent. Það eru svo miklar tengingar hingað sko, það er svo margt í þessu að það var ekkert annað en að láta reyna á þetta. Svo er það alltaf happdrætti hvernig dómara þú lendir á. En við verðum að gera okkar besta í þessu, meira er ekki hægt að gera. Svo kemur bara niðurstaða og við verðum bara að taka henni,“ sagði Jóhann. Málið hefur þó óneitanlega haft kostnað í för með sér fyrir Jóhann. „Ég hef þurft að greiða ýmislegt, tónlistarmöt og hitt og þetta í kringum þetta. Ég hef fengið mjög góða fyrirgreiðslu. Hef fengið fyrirframgreidd höfundarlaun út af þessu sérstaka máli.“ Aðspurður hvað hann sæi fyrir sér að fá í hendurnar verði málið dæmt honum í vil mátti skilja á Jóhanni hann hafi ekki reiknað nákvæmlega út. Tugi milljóna eða hundruð? „Jájá, í svona máli eru það ákveðnar skaðabætur. Svo er til í dæminu að menn hafa samið um eitthvað en það var ekki aðalmálið. Það var ekki hægt annað en að láta á þetta reyna.“
Tónlist Dómsmál Jóhann Helgason gegn Universal Höfundarréttur Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Hafna málatilbúnaði tónfræðings Jóhanns Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í málinu um lagið Söknuð segja mikla galla á málatilbúnaði tónlistarfræðings sem vann álitsgerð fyrir Jóhann. Þeir krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi í Los Angeles. 31. október 2019 06:05 Máli Jóhanns Helgasonar vísað frá Máli tónlistarmannsins Jóhanns Helgasonar gegn tónlistarrisunum Warner og Universal var vísað frá dómi í Los Angeles í Bandaríkjunum á föstudag. 6. apríl 2020 07:17 Vitni styðja Jóhann í dómsmálinu Lögmaður Jóhanns Helgasonar í málinu um hvort lagið You Raise Me Up sé stuldur á laginu Söknuði hefur lagt fyrir dómstólinn í Los Angeles skjöl með yfirlýsingum tiltekinna einstaklinga sem eiga að sýna fram á að Rolf Løvland hafi haft margvísleg tækifæri til að heyra lagið Söknuð áður en hann sendi frá sér You Raise Me Up. 5. október 2019 09:30 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Hafna málatilbúnaði tónfræðings Jóhanns Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í málinu um lagið Söknuð segja mikla galla á málatilbúnaði tónlistarfræðings sem vann álitsgerð fyrir Jóhann. Þeir krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi í Los Angeles. 31. október 2019 06:05
Máli Jóhanns Helgasonar vísað frá Máli tónlistarmannsins Jóhanns Helgasonar gegn tónlistarrisunum Warner og Universal var vísað frá dómi í Los Angeles í Bandaríkjunum á föstudag. 6. apríl 2020 07:17
Vitni styðja Jóhann í dómsmálinu Lögmaður Jóhanns Helgasonar í málinu um hvort lagið You Raise Me Up sé stuldur á laginu Söknuði hefur lagt fyrir dómstólinn í Los Angeles skjöl með yfirlýsingum tiltekinna einstaklinga sem eiga að sýna fram á að Rolf Løvland hafi haft margvísleg tækifæri til að heyra lagið Söknuð áður en hann sendi frá sér You Raise Me Up. 5. október 2019 09:30