Breytt verklag á göngudeild Covid og símtölum fækkað Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2021 11:59 Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum. vísir/Egill Aðalsteinsson Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær og segir yfirlæknir á Landspítalanum það mikil vonbrigði. Fækki smituðum ekki á næstu sólarhringum þurfi að endurskoða aðgerðir. Spítalinn hefur breytt verklagi á göngudeild Covid og fækkað símtölum til fólks í einangrun. Metfjöldi eða tvö hundruð og sex greindust með kórónuveiruna í gær. Innan við helmingur þeirra í sóttkví, eða 46 prósent. Innlögnum á Landspítalann vegna covid hefur fjölgað nokkuð á síðustu dögum. Þar eru tuttugu og fimm inniliggjandi og þar af fjórir á gjörgæslu. Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum hefur áhyggjur af þróuninni nú þegar liðnir eru fjórir sólarhringar frá því að harðari samkomutakmarkanir tóku gildi. „Ef þetta á að virka eins og við höfðum búist við myndi maður vilja sjá fækkun á nýjum tilfellum núna á næstu sólarhringum. Þess vegna eru þetta talsverð vonbrigði þessi mikla greining núna. Ef ekki verður lát á þessu á næstu fimm til sjö dögum virðist þetta ekki duga,“ segir Már sem telur að þá þurfi að endurskoða og herða aðgerðir. Verklagi hefur verið breytt á göngudeild Covid til þess að fækka símtölunum til fólks í einangrun. Már bendir á að smituðum hafi fjölgað mikið og erfiðara sé að fá fólk til þess að sinna úthringingum. Álagið hafi því verið orðið gríðarlegt. Nú verður fólk beðið um að fylla út spurningalista um líðan og hringt er í þá sem þarf að athuga með eða svara ekki. Hann bendir á að verklagið, sem tekið var upp í byrjun faraldursins, hafi verið gagnrýnt í ljósi mikils álags á spítalanum og þar sem fólk veikist síður nú þegar þjóðin er að mestu bólusett. Már segir þó enn nauðsynlegt að fylgjast með fólki til þess að unnt sé að grípa snemma inn í veikindi. „Okkar mestu vandræði í dag eru þeir sem eru ógreindir í heimahúsi og eru orðnir alvarlega veikir og hafa ekki notið þessarar snemmíhlutunar,“ segir Már og bætir við að slík tilvik komi reglulega upp. „Ég ætla ekki að segja á hverjum degi en það hefur verið talsvert um að fólk hafi annað hvort fundist heima eða komi vegna bráðra veikinda á bráðmóttöku og greinist þannig. Þannig það eru einstaklingar þarna úti sem eru oftar en ekki óbólusettir sem hafa greinst þannig,“ segir Már Kristjánsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Metfjöldi eða tvö hundruð og sex greindust með kórónuveiruna í gær. Innan við helmingur þeirra í sóttkví, eða 46 prósent. Innlögnum á Landspítalann vegna covid hefur fjölgað nokkuð á síðustu dögum. Þar eru tuttugu og fimm inniliggjandi og þar af fjórir á gjörgæslu. Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum hefur áhyggjur af þróuninni nú þegar liðnir eru fjórir sólarhringar frá því að harðari samkomutakmarkanir tóku gildi. „Ef þetta á að virka eins og við höfðum búist við myndi maður vilja sjá fækkun á nýjum tilfellum núna á næstu sólarhringum. Þess vegna eru þetta talsverð vonbrigði þessi mikla greining núna. Ef ekki verður lát á þessu á næstu fimm til sjö dögum virðist þetta ekki duga,“ segir Már sem telur að þá þurfi að endurskoða og herða aðgerðir. Verklagi hefur verið breytt á göngudeild Covid til þess að fækka símtölunum til fólks í einangrun. Már bendir á að smituðum hafi fjölgað mikið og erfiðara sé að fá fólk til þess að sinna úthringingum. Álagið hafi því verið orðið gríðarlegt. Nú verður fólk beðið um að fylla út spurningalista um líðan og hringt er í þá sem þarf að athuga með eða svara ekki. Hann bendir á að verklagið, sem tekið var upp í byrjun faraldursins, hafi verið gagnrýnt í ljósi mikils álags á spítalanum og þar sem fólk veikist síður nú þegar þjóðin er að mestu bólusett. Már segir þó enn nauðsynlegt að fylgjast með fólki til þess að unnt sé að grípa snemma inn í veikindi. „Okkar mestu vandræði í dag eru þeir sem eru ógreindir í heimahúsi og eru orðnir alvarlega veikir og hafa ekki notið þessarar snemmíhlutunar,“ segir Már og bætir við að slík tilvik komi reglulega upp. „Ég ætla ekki að segja á hverjum degi en það hefur verið talsvert um að fólk hafi annað hvort fundist heima eða komi vegna bráðra veikinda á bráðmóttöku og greinist þannig. Þannig það eru einstaklingar þarna úti sem eru oftar en ekki óbólusettir sem hafa greinst þannig,“ segir Már Kristjánsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?