Krafa um bólusetningarvottorð siðferðileg og pólitísk spurning Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2021 11:24 Katrín Jakobsdóttir sagði stjórnvöld hafa valið að fara þá leið að upplýsa fólk og veita því frelsi til að velja. Vísir/Vilhelm Ísland stendur gríðarlega framarlega þegar horft er til fjölda bólusettra og fjölda látinna í kórónuveirufaraldrinum. Stefna stjórnvalda hefur miðað að því að veita miklar upplýsingar og leyfa fólki sjálfu að velja hvað það gerir, sem hefur eflt samstöðu þjóðarinnar. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, spurð að því hvers vegna Íslendingar hefðu ekki farið þá leið að krefja einstaklinga um bólusetningarvottorð til að komast inn á til dæmis veitingastaði. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segist hefðu viljað sjá umræðu um notkun slíks vottorðs hér innanlands. Katrín benti á að harðari reglur giltu á landamærunum, þar sem aðgerðir væru mun meira íþyngjandi fyrir óbólusetta en bólusetta. Innanlands væru hraðprófin nýtt til að reyna að tryggja sem fæst smit. Rætt er við Katrínu í spilaranum að neðan. Um væri að ræða siðferðilega og pólitíska spurningu en það hefði verið lendingin að upplýsa, til dæmis um ágæti bólusetninga. „Já, það er auðvitað áhyggjuefni en við skulum ekki gleyma því að við vorum að herða aðgerðir á föstudag,“ sagði Katrín spurð að því hvort hún væri uggandi yfir tölur dagsins. Alls greindust 206 með Covid-19 í gær. Sagðist forsætisráðherra finna það í kringum sig að fólk væri að taka ástandið alvarlega; sumum viðburðum hefði verið aflýst en á öðrum yrði farið að öllum reglum. Sagðist Katrín telja að aðgerðirnar myndu leiða til þess að smitum færi fækkandi. Sigurður Ingi sagðist hefðu viljað skoða að gera kröfu um framvísun bólusetningarvottorða innanlands.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, sagðist hins vegar hefðu viljað skoða einhvers konar útfærslu á Covid-passa innanlands, til að geta aflétt takmörkunum á þeim sem hefðu þegið bólusetningu. Benti hann á að nú væru aðeins um 8 prósent fullorðinna óbólusett og þeir væru þrisvar sinnum líklegri til að smitast og fimm sinnum líklegri til að leggjast inn á sjúkrahús. Rætt er við Sigurð Inga í spilaranum að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, spurð að því hvers vegna Íslendingar hefðu ekki farið þá leið að krefja einstaklinga um bólusetningarvottorð til að komast inn á til dæmis veitingastaði. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segist hefðu viljað sjá umræðu um notkun slíks vottorðs hér innanlands. Katrín benti á að harðari reglur giltu á landamærunum, þar sem aðgerðir væru mun meira íþyngjandi fyrir óbólusetta en bólusetta. Innanlands væru hraðprófin nýtt til að reyna að tryggja sem fæst smit. Rætt er við Katrínu í spilaranum að neðan. Um væri að ræða siðferðilega og pólitíska spurningu en það hefði verið lendingin að upplýsa, til dæmis um ágæti bólusetninga. „Já, það er auðvitað áhyggjuefni en við skulum ekki gleyma því að við vorum að herða aðgerðir á föstudag,“ sagði Katrín spurð að því hvort hún væri uggandi yfir tölur dagsins. Alls greindust 206 með Covid-19 í gær. Sagðist forsætisráðherra finna það í kringum sig að fólk væri að taka ástandið alvarlega; sumum viðburðum hefði verið aflýst en á öðrum yrði farið að öllum reglum. Sagðist Katrín telja að aðgerðirnar myndu leiða til þess að smitum færi fækkandi. Sigurður Ingi sagðist hefðu viljað skoða að gera kröfu um framvísun bólusetningarvottorða innanlands.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, sagðist hins vegar hefðu viljað skoða einhvers konar útfærslu á Covid-passa innanlands, til að geta aflétt takmörkunum á þeim sem hefðu þegið bólusetningu. Benti hann á að nú væru aðeins um 8 prósent fullorðinna óbólusett og þeir væru þrisvar sinnum líklegri til að smitast og fimm sinnum líklegri til að leggjast inn á sjúkrahús. Rætt er við Sigurð Inga í spilaranum að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira