„Það var ekki leiðinlegt að sjá að hann var búinn að sjá þetta“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. nóvember 2021 13:30 Sveinn Birkir Björnsson, forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu, segir tilviljun ráða því að Zack Mosbergsson líkist Mark Zuckerberg. Ný auglýsing Íslandsstofu hefur vakið töluverða athygli þar sem gert er létt grín að nýjum sýndarveruleikaheimi Mark Zuckerberg. Forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu segir viðbrögðin hafa verið vonum framar en auglýsingin hefur meðal annars náð til Zuckerberg, sem tekur vel í grínið. Í auglýsingunni bregður leikarinn Jörundur Ragnarsson sér í hlutverk Zack Mosberssonar og kynnir þar fyrirbærið sem kallast Icelandverse. Á það að vera "raunverulegur raunveruleiki án kjánalegra gleraugna," og er þar ljóst að verið er að skjóta á hið svokallaða metaverse. Sveinn Birkir Björnsson, forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu, segir að hugmyndin að auglýsingu hafi fæðst fyrir um viku síðan, á svipuðum tíma og Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, áður Facebook, var með kynningu um nýjan sýndarveruleika. „Við vildum einfaldlega bara sýna fram á að það er hægt að upplifa ótrúlega hluti þótt þú sért ekki í neinum sýndarveruleika. Það eru til ótrúlegir hlutir bara í veruleikanum,“ segir Sveinn. „Viðbrögðin hafa í rauninni verið betri en við þorðum að vona, við áttum kannski von á að þetta myndi hitta í mark hjá ákveðnum hópi en þetta hefur farið miklu víðar en við þorðum að leyfa okkur að vona,“ segir Sveinn. Myndbandið var birt á vef Inspired by Iceland í gærmorgun og hálfum sólarhringi síðar var Mark Zuckerberg sjálfur búinn að sjá myndbandið. „Það var ekki leiðinlegt að sjá að hann var búinn að sjá þetta og við sögðum að hann yrði bara sjálfur að koma til að upplifa Icelandverse,“ segir Sveinn og hlær. „Það mun náttúrulega dreifa þessu enn víðar og er bara skemmtilegur punktur inn í þessa sögu, að hann átti sig á því hvað um ræðir og taki þessu vel.“ Sveinn vill þó ekki meina að karakterinn í auglýsingunni byggi beint á Zuckerberg. „Eins og ég hef svo sem sagt, öll líkindi við persónur, lifandi eða dauðar, er tóm tilviljun,“ segir Sveinn. Þannig þetta er ekki Mark Zuckerberg? „Þetta er Zack Mosbergsson.“ Meta Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Íslandsstofa auglýsir Ísland með gríni á kostnað Zuckerbergs Íslandsstofa hefur birt nýtt myndband undir auglýsingaherferðinni Inspired by Iceland þar sem stólpagrín er gert að nýjum sýndarveruleikaheimi fyrirtækisins Meta, áður Facebook. 11. nóvember 2021 17:49 Vinnan og félagslíf færð í sýndarheima næstu kynslóðar internetsins Í náinni framtíð verður fólki mögulegt að heimsækja vini sína, horfa með þeim á kvikmynd eða fara á tónleika, án þess að fara úr húsi eða standa upp úr sófanum. Einnig verður hægt að fara í göngutúra um fornar borgir og jafnvel aðrar plánetur, skoða söfn eða versla í stafrænum verslunarrýmum þar sem gervigreind sinnir afgreiðslustörfum. 30. október 2021 09:01 Facebook breytir um nafn Samfélagmiðlarisinn Facebook hyggst nú breyta um nafn. Nýja nafnið verður "Meta" en nafnbreytingin er liður í áherslubreytingu fyrirtækisins. 28. október 2021 19:07 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Í auglýsingunni bregður leikarinn Jörundur Ragnarsson sér í hlutverk Zack Mosberssonar og kynnir þar fyrirbærið sem kallast Icelandverse. Á það að vera "raunverulegur raunveruleiki án kjánalegra gleraugna," og er þar ljóst að verið er að skjóta á hið svokallaða metaverse. Sveinn Birkir Björnsson, forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu, segir að hugmyndin að auglýsingu hafi fæðst fyrir um viku síðan, á svipuðum tíma og Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, áður Facebook, var með kynningu um nýjan sýndarveruleika. „Við vildum einfaldlega bara sýna fram á að það er hægt að upplifa ótrúlega hluti þótt þú sért ekki í neinum sýndarveruleika. Það eru til ótrúlegir hlutir bara í veruleikanum,“ segir Sveinn. „Viðbrögðin hafa í rauninni verið betri en við þorðum að vona, við áttum kannski von á að þetta myndi hitta í mark hjá ákveðnum hópi en þetta hefur farið miklu víðar en við þorðum að leyfa okkur að vona,“ segir Sveinn. Myndbandið var birt á vef Inspired by Iceland í gærmorgun og hálfum sólarhringi síðar var Mark Zuckerberg sjálfur búinn að sjá myndbandið. „Það var ekki leiðinlegt að sjá að hann var búinn að sjá þetta og við sögðum að hann yrði bara sjálfur að koma til að upplifa Icelandverse,“ segir Sveinn og hlær. „Það mun náttúrulega dreifa þessu enn víðar og er bara skemmtilegur punktur inn í þessa sögu, að hann átti sig á því hvað um ræðir og taki þessu vel.“ Sveinn vill þó ekki meina að karakterinn í auglýsingunni byggi beint á Zuckerberg. „Eins og ég hef svo sem sagt, öll líkindi við persónur, lifandi eða dauðar, er tóm tilviljun,“ segir Sveinn. Þannig þetta er ekki Mark Zuckerberg? „Þetta er Zack Mosbergsson.“
Meta Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Íslandsstofa auglýsir Ísland með gríni á kostnað Zuckerbergs Íslandsstofa hefur birt nýtt myndband undir auglýsingaherferðinni Inspired by Iceland þar sem stólpagrín er gert að nýjum sýndarveruleikaheimi fyrirtækisins Meta, áður Facebook. 11. nóvember 2021 17:49 Vinnan og félagslíf færð í sýndarheima næstu kynslóðar internetsins Í náinni framtíð verður fólki mögulegt að heimsækja vini sína, horfa með þeim á kvikmynd eða fara á tónleika, án þess að fara úr húsi eða standa upp úr sófanum. Einnig verður hægt að fara í göngutúra um fornar borgir og jafnvel aðrar plánetur, skoða söfn eða versla í stafrænum verslunarrýmum þar sem gervigreind sinnir afgreiðslustörfum. 30. október 2021 09:01 Facebook breytir um nafn Samfélagmiðlarisinn Facebook hyggst nú breyta um nafn. Nýja nafnið verður "Meta" en nafnbreytingin er liður í áherslubreytingu fyrirtækisins. 28. október 2021 19:07 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Íslandsstofa auglýsir Ísland með gríni á kostnað Zuckerbergs Íslandsstofa hefur birt nýtt myndband undir auglýsingaherferðinni Inspired by Iceland þar sem stólpagrín er gert að nýjum sýndarveruleikaheimi fyrirtækisins Meta, áður Facebook. 11. nóvember 2021 17:49
Vinnan og félagslíf færð í sýndarheima næstu kynslóðar internetsins Í náinni framtíð verður fólki mögulegt að heimsækja vini sína, horfa með þeim á kvikmynd eða fara á tónleika, án þess að fara úr húsi eða standa upp úr sófanum. Einnig verður hægt að fara í göngutúra um fornar borgir og jafnvel aðrar plánetur, skoða söfn eða versla í stafrænum verslunarrýmum þar sem gervigreind sinnir afgreiðslustörfum. 30. október 2021 09:01
Facebook breytir um nafn Samfélagmiðlarisinn Facebook hyggst nú breyta um nafn. Nýja nafnið verður "Meta" en nafnbreytingin er liður í áherslubreytingu fyrirtækisins. 28. október 2021 19:07