Töpuðu naumlega annað kvöldið í röð í Staples Center Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2021 07:31 Eric Bledsoe skorar fyrir Los Angeles Clippers á móti Miami Heat í nótt. AP/Marcio Jose Sanchez Los Angeles Clippers hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt eftir sigur á liði Miami Heat í æsispennandi leik. Paul George skoraði 27 stig þegar Los Angeles Clippers vann 112-109 sigur á Miami Heat en þetta var sjötti sigur Clippers manna í röð. Reggie Jackson skoraði 22 stig og var öruggur á vítalínunni í lokin og Eric Bledsoe var með 21 stig. Down by as many as 17 PTS, Paul George leads the comeback to make it a 2-point game at the break!@MiamiHEAT 58@LAClippers 56Catch the second half on @NBATV! : https://t.co/E0TqX69c2f pic.twitter.com/HOeDL4FIaz— NBA (@NBA) November 12, 2021 Miami Heat var að spila í Staples Center í Los Angeles annað kvöldið í röð. Kvöldið áður tapaði liðið í framlengingu á móti Los Angeles Lakers en núna réðust úrslitin á síðustu sekúndunum þegar Miami töpuðu boltanum í lokasókn sinni. Miami náði sautján stiga forystu í leiknum en missti hana frá sér og varð því að sætta sig naumt tap í Los Angeles borg annað kvöldið í röð. Ben Adebayo var með 30 stig og 11 fráköst fyrir Miami, Kyle Lowry skoraði 25 stig og Tyler Herro var með 23 stig. Heat liðið lék án Jimmy Butler í leiknum en hann meiddist á móti Lakers kvöldið áður. Maxey with 33 PTS FVV with 32 PTS@TyreseMaxey and @FredVanVleet were dueling in Philly tonight pic.twitter.com/tsGjnUOcW8— NBA (@NBA) November 12, 2021 Kórónuveiran hefur farið illa með lið Philadelphia 76ers síðustu daga en liðið mætti enn á ný vængbrotið til leiks í 115-109 tapi á heimavelli á móti Toronto Raptors. Joel Embiid, Isaiah Joe og Matisse Thybulle eru allir frá keppni vegna veirunnar og þá er Seth Curry meiddur og svo Ben Simmons hvergi sjáanlegur. Tobias Harris snéri aftur eftir COVID-19 pásu og skoraði 19 stig. Tyrese Maxey var stigahæstur hjá Sixers með 33 stig. Fred VanVleet skoraði 32 stig fyrir Toronto liðið og alls sex þrista en Gary Trent Jr. var með 20 stig. Báðir skoruðu þeir þristar á síðustu sjötíu sekúndum leiksins. OG Anunoby var einnig með 20 stig. @MalcolmBrogdon7 gives the @Pacers 30 PTS and 9 REB in their win in on the road! pic.twitter.com/ExErx4nLYl— NBA (@NBA) November 12, 2021 Malcolm Brogdon skoraði 30 stig þegar Indiana Pacers vann 111-100 útisigur á Utah Jazz en þetta var fyrsta tap Utah liðsins á heimavelli á tímabilinu. Donovan Mitchell skoraði 26 stig og Rudy Gobert var með 19 stig og 11 fráköst fyrir Utah en voru líka báðir í hópi þeirra fjögurra leikmanna sem voru reknir út úr húsi í fjórða leikhlutanum. T.J. McConnell kom með 21 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar inn af bekknum fyrir Indiana og Myles Turner var með 13 stig og 9 fráköst. Þetta var aðeins annar útisigur Pacers liðsins á tímabilinu. Turner var einn af þeim sem var rekinn út eftir læti og slagsmál við Gobert. FINAL SCORE THREAD Fred VanVleet and the @Raptors hold on for the road win in Philadelphia! Fred VanVleet: 32 PTS, 6 REB, 7 AST, 6 3PMOG Anunoby: 20 PTS, 4 REB, 4 ASTGary Trent Jr.: 20 PTS, 5 REB, 4 AST, 4 3PMTyrese Maxey: 33 PTS, 5 AST pic.twitter.com/BtIQE5kxhB— NBA (@NBA) November 12, 2021 NBA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira
Paul George skoraði 27 stig þegar Los Angeles Clippers vann 112-109 sigur á Miami Heat en þetta var sjötti sigur Clippers manna í röð. Reggie Jackson skoraði 22 stig og var öruggur á vítalínunni í lokin og Eric Bledsoe var með 21 stig. Down by as many as 17 PTS, Paul George leads the comeback to make it a 2-point game at the break!@MiamiHEAT 58@LAClippers 56Catch the second half on @NBATV! : https://t.co/E0TqX69c2f pic.twitter.com/HOeDL4FIaz— NBA (@NBA) November 12, 2021 Miami Heat var að spila í Staples Center í Los Angeles annað kvöldið í röð. Kvöldið áður tapaði liðið í framlengingu á móti Los Angeles Lakers en núna réðust úrslitin á síðustu sekúndunum þegar Miami töpuðu boltanum í lokasókn sinni. Miami náði sautján stiga forystu í leiknum en missti hana frá sér og varð því að sætta sig naumt tap í Los Angeles borg annað kvöldið í röð. Ben Adebayo var með 30 stig og 11 fráköst fyrir Miami, Kyle Lowry skoraði 25 stig og Tyler Herro var með 23 stig. Heat liðið lék án Jimmy Butler í leiknum en hann meiddist á móti Lakers kvöldið áður. Maxey with 33 PTS FVV with 32 PTS@TyreseMaxey and @FredVanVleet were dueling in Philly tonight pic.twitter.com/tsGjnUOcW8— NBA (@NBA) November 12, 2021 Kórónuveiran hefur farið illa með lið Philadelphia 76ers síðustu daga en liðið mætti enn á ný vængbrotið til leiks í 115-109 tapi á heimavelli á móti Toronto Raptors. Joel Embiid, Isaiah Joe og Matisse Thybulle eru allir frá keppni vegna veirunnar og þá er Seth Curry meiddur og svo Ben Simmons hvergi sjáanlegur. Tobias Harris snéri aftur eftir COVID-19 pásu og skoraði 19 stig. Tyrese Maxey var stigahæstur hjá Sixers með 33 stig. Fred VanVleet skoraði 32 stig fyrir Toronto liðið og alls sex þrista en Gary Trent Jr. var með 20 stig. Báðir skoruðu þeir þristar á síðustu sjötíu sekúndum leiksins. OG Anunoby var einnig með 20 stig. @MalcolmBrogdon7 gives the @Pacers 30 PTS and 9 REB in their win in on the road! pic.twitter.com/ExErx4nLYl— NBA (@NBA) November 12, 2021 Malcolm Brogdon skoraði 30 stig þegar Indiana Pacers vann 111-100 útisigur á Utah Jazz en þetta var fyrsta tap Utah liðsins á heimavelli á tímabilinu. Donovan Mitchell skoraði 26 stig og Rudy Gobert var með 19 stig og 11 fráköst fyrir Utah en voru líka báðir í hópi þeirra fjögurra leikmanna sem voru reknir út úr húsi í fjórða leikhlutanum. T.J. McConnell kom með 21 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar inn af bekknum fyrir Indiana og Myles Turner var með 13 stig og 9 fráköst. Þetta var aðeins annar útisigur Pacers liðsins á tímabilinu. Turner var einn af þeim sem var rekinn út eftir læti og slagsmál við Gobert. FINAL SCORE THREAD Fred VanVleet and the @Raptors hold on for the road win in Philadelphia! Fred VanVleet: 32 PTS, 6 REB, 7 AST, 6 3PMOG Anunoby: 20 PTS, 4 REB, 4 ASTGary Trent Jr.: 20 PTS, 5 REB, 4 AST, 4 3PMTyrese Maxey: 33 PTS, 5 AST pic.twitter.com/BtIQE5kxhB— NBA (@NBA) November 12, 2021
NBA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira