Íbúðaverð kunni að halda áfram að hækka hratt Eiður Þór Árnason skrifar 11. nóvember 2021 11:45 Mikil spenna er enn á fasteignamarkaði. Vísir/Vilhelm Greiðslubyrði húsnæðislána hefur lækkað um 27% frá árinu 2019 ef tekið er mið af lækkun vaxta og hækkun ráðstöfunartekna á tímabilinu. Hækkandi ásett verð og lítið söluframboð benda til þess að íbúðaverð kunni að halda áfram að hækka hratt næstu mánuði. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Viðskiptaráðs Íslands á stöðu fasteignamarkaðsins. Þar kemur fram að útlit sé fyrir að vextir og ráðstöfunartekjur hafi haft mest að segja um verðhækkanir á fasteignamarkaði að undanförnu. Vísbendingar séu um að dregið hafi úr íbúðaskorti frá árinu 2019 en horfur séu nú tvísýnni og skortur gæti verðið að aukast á ný. Verulega tók að hægja á íbúðaverðshækkunum frá vorinu 2017 og stóðu fremur hóflegar hækkanir fram á árið 2020. Það breyttist svo eftir að heimsfaraldurinn skall hér á landi í mars í fyrra en þá fór að bera á aukinni veltu á fasteignamarkaði auk styttri sölutíma. Þegar leið á árið fylgdu hraðari verðhækkanir í kjölfarið. Þessi þróun kom fram af fullum krafti á þessu ári og hefur íbúðaverð hækkað um 15% milli ára á landinu öllu, þar af 21% í sérbýli á höfuðborgarsvæðinu. Vaxtalækkanir haft mikil áhrif Mikil umræða hefur verið undanfarin misseri um skort á nýjum íbúðum og hafa sveitarfélög til að mynda verið gagnrýnd fyrir framboðsskort á lóðum og bankar fyrir skort á útlánum til byggingaraðila. Fram kemur í greiningu Viðskiptaráðs að íbúðum hafi þó fjölgað meira en íbúum frá árinu 2019. Því hafi breytingin á framboði íbúða lagst gegn öðrum þáttum sem hafa stuðlað að verðhækkunum. Þar á meðal hafi gríðarlega sterkir kraftar vaxtalækkana að öllum líkindum átt stóran þátt í miklum hækkunum síðustu mánuði. Er þetta í takt við reynslu annarra ríkja. Deilt hefur verið um umfang íbúðauppbyggingar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins hefur íbúðum í byggingu á höfuðborgarsvæðinu fækkað um 32% síðastliðin tvö ár. Fækkunin skýrist að mestu leyti af færri íbúðum á seinni stigum, sem líklega stafar af umhverfinu sem framkvæmd og fjármögnun þeirra íbúða átti sér stað í, þegar sölutími var langur og mun erfiðar gekk að selja en í dag. Söluframboð enn að minnka Söluframboð á höfuðborgarsvæðinu hefur áfram dregist saman frá því í byrjun sumars og hefur síðan haldist lítið. Að því leytinu til er ekki að sjá vísbendingar um að það sé að hægja á eftirspurn, að sögn Viðskiptaráðs. Árið 2017 var aukið söluframboð fyrsta merkið sem sást um að hægja tæki á verðhækkunum, en ekki er hægt að fullyrða að slík breyting þurfi að eiga sér stað nú. „Því bendir þróun ásetts verðs til þess að töluverðar verðhækkanir muni vara út þetta ár hið minnsta. Mjög mikilvægt er þó að hafa í huga að ásett verð er ekki það sama og markaðsverð, en óvenju mikið hefur verið um að íbúðir seljist yfir ásettu verði á yfirstandandi ári og því mögulegt að ásett verð sé að aðlagast því án þess að það muni koma fram í hækkun íbúðaverðs.“ Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri greiningu Viðskiptaráðs Íslands á stöðu fasteignamarkaðsins. Þar kemur fram að útlit sé fyrir að vextir og ráðstöfunartekjur hafi haft mest að segja um verðhækkanir á fasteignamarkaði að undanförnu. Vísbendingar séu um að dregið hafi úr íbúðaskorti frá árinu 2019 en horfur séu nú tvísýnni og skortur gæti verðið að aukast á ný. Verulega tók að hægja á íbúðaverðshækkunum frá vorinu 2017 og stóðu fremur hóflegar hækkanir fram á árið 2020. Það breyttist svo eftir að heimsfaraldurinn skall hér á landi í mars í fyrra en þá fór að bera á aukinni veltu á fasteignamarkaði auk styttri sölutíma. Þegar leið á árið fylgdu hraðari verðhækkanir í kjölfarið. Þessi þróun kom fram af fullum krafti á þessu ári og hefur íbúðaverð hækkað um 15% milli ára á landinu öllu, þar af 21% í sérbýli á höfuðborgarsvæðinu. Vaxtalækkanir haft mikil áhrif Mikil umræða hefur verið undanfarin misseri um skort á nýjum íbúðum og hafa sveitarfélög til að mynda verið gagnrýnd fyrir framboðsskort á lóðum og bankar fyrir skort á útlánum til byggingaraðila. Fram kemur í greiningu Viðskiptaráðs að íbúðum hafi þó fjölgað meira en íbúum frá árinu 2019. Því hafi breytingin á framboði íbúða lagst gegn öðrum þáttum sem hafa stuðlað að verðhækkunum. Þar á meðal hafi gríðarlega sterkir kraftar vaxtalækkana að öllum líkindum átt stóran þátt í miklum hækkunum síðustu mánuði. Er þetta í takt við reynslu annarra ríkja. Deilt hefur verið um umfang íbúðauppbyggingar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins hefur íbúðum í byggingu á höfuðborgarsvæðinu fækkað um 32% síðastliðin tvö ár. Fækkunin skýrist að mestu leyti af færri íbúðum á seinni stigum, sem líklega stafar af umhverfinu sem framkvæmd og fjármögnun þeirra íbúða átti sér stað í, þegar sölutími var langur og mun erfiðar gekk að selja en í dag. Söluframboð enn að minnka Söluframboð á höfuðborgarsvæðinu hefur áfram dregist saman frá því í byrjun sumars og hefur síðan haldist lítið. Að því leytinu til er ekki að sjá vísbendingar um að það sé að hægja á eftirspurn, að sögn Viðskiptaráðs. Árið 2017 var aukið söluframboð fyrsta merkið sem sást um að hægja tæki á verðhækkunum, en ekki er hægt að fullyrða að slík breyting þurfi að eiga sér stað nú. „Því bendir þróun ásetts verðs til þess að töluverðar verðhækkanir muni vara út þetta ár hið minnsta. Mjög mikilvægt er þó að hafa í huga að ásett verð er ekki það sama og markaðsverð, en óvenju mikið hefur verið um að íbúðir seljist yfir ásettu verði á yfirstandandi ári og því mögulegt að ásett verð sé að aðlagast því án þess að það muni koma fram í hækkun íbúðaverðs.“
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Sjá meira