Uppsögn starfsmanns Menntamálastofnunar dæmd ólögmæt Viktor Örn Ásgeirsson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 11. nóvember 2021 08:01 Arnór hefur gegnt embætti forstjóra Menntamálastofnunar frá stofnun hennar, árið 2015. Hann var endurskipaður af menntamálaráðherra í fyrra fram til ársins, 2025. vísir/vilhelm Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkið til að greiða starfsmanni Menntamálastofnunar tæpar níu milljónir króna í bætur fyrir ólögmæta uppsögn fyrir tveimur árum. Það var Arnór Guðmundsson, forstjóri stofnunarinnar, sem hafði sagt starfsmanninum upp fyrirvaralaust tveimur árum fyrr og þannig gerst brotlegur við stjórnsýslulög. Starfsmaðurinn var 59 ára gamall þegar hann missti starfið og hafði unnið sem tölvunarfræðingur í 20 ár. Hann sótti árangurslaust um áttatíu störf í kjölfar uppsagnarinnar. Maðurinn var ráðinn í starf forritara hjá Menntamálastofnun en sagt upp störfum vegna meintrar tilfærslu verkefna. Forritarinn taldi hafa verið brotið á sér með ólögmætum hætti, enda hafi honum verið vikið fyrirvaralaust úr starfi, án þess að gætt hafi verið að ákvæðum stjórnsýslulaga. Gerður að blóraböggli Starfsmaðurinn taldi enn fremur að raunveruleg ástæða uppsagnarinnar hafi tengst kerfishruni sem varð hjá hýsingarfyrirtækinu 1984. Hann hafi verið gerður að blóraböggli í kjölfar uppsagnarinnar og að forstjóri Menntamálastofnunar, Arnór Guðmundsson, hafi kennt honum um tjónið sem kunni að hafa orðið í kjölfar hruns hýsingarþjónustunnar. Arnór boðaði starfsmanninn á fund á föstudegi 17. nóvember, til að ræða kerfishrunið, en sagði honum upp fyrirvaralaust upp störfum beint eftir helgi, eða á mánudeginum 20. nóvember. Í málinu lá fyrir að forritaranum hafi ekki verið veittur andmælaréttur eins og almennt er áskilið þegar um uppsagnir ríkisstarfsmanna er að ræða. Ljóst að stjórnsýslulög hafi verið brotin Arnór bar fyrir sig að málefnalegar forsendur hafi legið til grundvallar uppsögninni. Þá væri engin skylda að upplýsa starfsfólk um rekstur stofnunarinnar, eða hvort það væri til skoðunar að hagræða til í rekstri. Arnór sagði einnig málefnalegt að þeir starfsmenn sem ynnu við svo viðkvæma starfsemi, eins og rekstur tölvukerfa, yrðu beðnir um að láta af störfum án tafar. Héraðsdómari taldi ljóst að ákveðið hafi verið að reka starfsmanninn í beinu framhaldi af kerfishruni hýsingarfyrirtækisins, án þess að önnur úrræði hafi verið tekin til skoðunar. Það benti ekkert til þess að brottvikningin hafi verið liður í tilfærslu stofnunarinnar heldur hafi hann þvert á móti verið rekinn vegna kerfishrunsins. Arnór var ekki talinn hafa byggt ákvörðunina á málefnalegum sjónarmiðum enda taldi héraðsdómari ljóst að hann hafi ekki gætt að málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga við ákvörðunina. Uppsögnin var því talin ólögmæt og var íslenska ríkið dæmt til að greiða tæpar níu milljónir í bætur vegna uppsagnarinnar. Arnór borinn þungum sökum Arnór hefur vægast sagt verið óvinsæll meðal starfsmanna stofnunarinnar, sem kölluðu í fyrradag eftir afsögn hans í bréfi til menntamálaráðuneytsins. Það gerðu þeir eftir nýlegt áhættumat, sem mannauðsfyrirtækið Auðna framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuneytisins, en þar er dregin upp afar slæm mynd af Arnóri og hans stjórnarháttum. Almenn óánægja með hann og hans störf hefur verið viðvarandi meðal undirmanna hans í dágóðan tíma. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í sumar segir til dæmis að kvartað hafi verið yfir eineltismálum þar allt frá stofnun Menntamálastofnunar, árið 2015. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru það mál þar sem Arnór er sakaður um einelti. Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Stjórnsýsla Dómsmál Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Starfsmaðurinn var 59 ára gamall þegar hann missti starfið og hafði unnið sem tölvunarfræðingur í 20 ár. Hann sótti árangurslaust um áttatíu störf í kjölfar uppsagnarinnar. Maðurinn var ráðinn í starf forritara hjá Menntamálastofnun en sagt upp störfum vegna meintrar tilfærslu verkefna. Forritarinn taldi hafa verið brotið á sér með ólögmætum hætti, enda hafi honum verið vikið fyrirvaralaust úr starfi, án þess að gætt hafi verið að ákvæðum stjórnsýslulaga. Gerður að blóraböggli Starfsmaðurinn taldi enn fremur að raunveruleg ástæða uppsagnarinnar hafi tengst kerfishruni sem varð hjá hýsingarfyrirtækinu 1984. Hann hafi verið gerður að blóraböggli í kjölfar uppsagnarinnar og að forstjóri Menntamálastofnunar, Arnór Guðmundsson, hafi kennt honum um tjónið sem kunni að hafa orðið í kjölfar hruns hýsingarþjónustunnar. Arnór boðaði starfsmanninn á fund á föstudegi 17. nóvember, til að ræða kerfishrunið, en sagði honum upp fyrirvaralaust upp störfum beint eftir helgi, eða á mánudeginum 20. nóvember. Í málinu lá fyrir að forritaranum hafi ekki verið veittur andmælaréttur eins og almennt er áskilið þegar um uppsagnir ríkisstarfsmanna er að ræða. Ljóst að stjórnsýslulög hafi verið brotin Arnór bar fyrir sig að málefnalegar forsendur hafi legið til grundvallar uppsögninni. Þá væri engin skylda að upplýsa starfsfólk um rekstur stofnunarinnar, eða hvort það væri til skoðunar að hagræða til í rekstri. Arnór sagði einnig málefnalegt að þeir starfsmenn sem ynnu við svo viðkvæma starfsemi, eins og rekstur tölvukerfa, yrðu beðnir um að láta af störfum án tafar. Héraðsdómari taldi ljóst að ákveðið hafi verið að reka starfsmanninn í beinu framhaldi af kerfishruni hýsingarfyrirtækisins, án þess að önnur úrræði hafi verið tekin til skoðunar. Það benti ekkert til þess að brottvikningin hafi verið liður í tilfærslu stofnunarinnar heldur hafi hann þvert á móti verið rekinn vegna kerfishrunsins. Arnór var ekki talinn hafa byggt ákvörðunina á málefnalegum sjónarmiðum enda taldi héraðsdómari ljóst að hann hafi ekki gætt að málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga við ákvörðunina. Uppsögnin var því talin ólögmæt og var íslenska ríkið dæmt til að greiða tæpar níu milljónir í bætur vegna uppsagnarinnar. Arnór borinn þungum sökum Arnór hefur vægast sagt verið óvinsæll meðal starfsmanna stofnunarinnar, sem kölluðu í fyrradag eftir afsögn hans í bréfi til menntamálaráðuneytsins. Það gerðu þeir eftir nýlegt áhættumat, sem mannauðsfyrirtækið Auðna framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuneytisins, en þar er dregin upp afar slæm mynd af Arnóri og hans stjórnarháttum. Almenn óánægja með hann og hans störf hefur verið viðvarandi meðal undirmanna hans í dágóðan tíma. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í sumar segir til dæmis að kvartað hafi verið yfir eineltismálum þar allt frá stofnun Menntamálastofnunar, árið 2015. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru það mál þar sem Arnór er sakaður um einelti.
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Stjórnsýsla Dómsmál Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira