Sakar „höfuðpaur í Moskvu“ um að standa að baki flóttamannakrísunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. nóvember 2021 23:15 Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, ávarpaði landamæraverði við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Varnarmálaráðuneyti Póllands/Getty Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur sakað Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að vera á bak við flóttamannakrísuna sem hefur myndast á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Morawiecki að Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, ráði förinni hvað krísuna varðar en að ástandið megi þó rekja til „höfuðpaurs í Moskvu.“ Minnst tvö þúsund manns eru nú við landamæri Hvíta-Rússlands og Póllands en Pólverjar hafa kallað út fjölda hermanna til að verja landamærin. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sakað Lúkasjenka um að laða flótta- og farandfólk til Hvíta-Rússlands og nota það í pólitískum tilgangi. Rússnesk stjórnvöld hafa lagt til að Evrópusambandið greiði Hvítrússum fyrir að stöðva flæði fólks inn um landamæri sambandsins í Póllandi. Sjálfur hefur Lúkasjenka hafnað því að hann hafi fyrirskipað að flóttafólk yrði sent yfir landamærin til Póllands, í hefndarskyni vegna viðskiptaþvingana gegn Hvíta-Rússlandi. Meirihluti flóttafólksins eru ungir menn, en í hópi þeirra er einnig að finna konur og börn. Fólkið er að meginstefnu til frá Mið-Asíu og Mið-Austurlöndum. Fólkið hefur tjaldað upp við landamærin, rétt innan Hvíta-Rússlands, og er í raun fast milli pólskra og hvítrússneskra landamæravarða. Hitastigið við landamærin hefur farið niður fyrir frostmark að undanförnu og nokkur fjöldi flóttafólks hefur þegar látið lífið á svæðinu. Segir leikþátt settan á svið Á neyðarfundi pólska þingsins í dag sagði forsætisráðherrann Morawiecki að árás Lúkasjenka ætti sér höfuðpaur í Moskvu. „Sá höfuðpaur er Pútín Rússlandsforseti.“ Forsætisráðherrann sakaði þá Lúkasjenka og Pútín um að ógna stöðugleika Evrópusambandsins með því að hleypa flóttafólki inn um landamæri sambandsins og lýsti ástandinu sem „nýrri tegund af stríði, þar sem fólk er notað sem skildir.“ Eins sakaði hann leiðtogana tvo um að setja á svið leikþátt, sem væri ætlað að skapa ringulreið innan sambandsins. Þá sagði forsætisráðherrann að landamæraöryggi Póllands hefði ekki verið ógnað jafn grimmilega í 30 ár. Lúkasjenka (t.v.) og Pútín eru bandamenn miklir.Mikhail Svetlov/Getty Pólsk stjórnvöld einnig sökuð um misgjörðir Pólsk stjórnvöld hafa þá verið sökuð um að vísa flóttafólki sem komist hefur til Póllands aftur yfir til Hvíta-Rússlands, þvert á alþjóðlegar reglur um hælisleitendur. Þá hefur fréttariturum og fulltrúum alþjóðasamtaka verið meinaður aðgangur að svæðinu þar sem flóttafólkið hefur haldið til. „Enginn hleypir okkur neitt,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Shwan Kurd, írökskum flóttamanni sem reynt hefur að komast frá Hvíta-Rússlandi til Póllands. Hann sagði frá því hvernig hann hefði komið til Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands, frá Baghdad í Írak í upphafi nóvember. Nú væri hann staddur í bráðabirgðabúðum aðeins nokkrum metrum frá gaddavírsgirðingum á landamærum Póllands. „Það er engin leið að sleppa. Pólland vill ekki hleypa okkur inn. Á hverju kvöldi fljúga þyrlur yfir. Þeir leyfa okkur ekki að sofa. Það er hvorki matur né drykkur hérna. Hér eru lítil börn, gamalmenni og konur, og fjölskyldur.“ Hvíta-Rússland Pólland Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Óttast vopnuð átök á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands Pólverjar vara við því að til vopnaðra átaka gæti komið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands, þar sem fjöldi flóttamanna freistar þess að komast yfir landamærin. 9. nóvember 2021 06:52 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur eftir Morawiecki að Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, ráði förinni hvað krísuna varðar en að ástandið megi þó rekja til „höfuðpaurs í Moskvu.“ Minnst tvö þúsund manns eru nú við landamæri Hvíta-Rússlands og Póllands en Pólverjar hafa kallað út fjölda hermanna til að verja landamærin. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sakað Lúkasjenka um að laða flótta- og farandfólk til Hvíta-Rússlands og nota það í pólitískum tilgangi. Rússnesk stjórnvöld hafa lagt til að Evrópusambandið greiði Hvítrússum fyrir að stöðva flæði fólks inn um landamæri sambandsins í Póllandi. Sjálfur hefur Lúkasjenka hafnað því að hann hafi fyrirskipað að flóttafólk yrði sent yfir landamærin til Póllands, í hefndarskyni vegna viðskiptaþvingana gegn Hvíta-Rússlandi. Meirihluti flóttafólksins eru ungir menn, en í hópi þeirra er einnig að finna konur og börn. Fólkið er að meginstefnu til frá Mið-Asíu og Mið-Austurlöndum. Fólkið hefur tjaldað upp við landamærin, rétt innan Hvíta-Rússlands, og er í raun fast milli pólskra og hvítrússneskra landamæravarða. Hitastigið við landamærin hefur farið niður fyrir frostmark að undanförnu og nokkur fjöldi flóttafólks hefur þegar látið lífið á svæðinu. Segir leikþátt settan á svið Á neyðarfundi pólska þingsins í dag sagði forsætisráðherrann Morawiecki að árás Lúkasjenka ætti sér höfuðpaur í Moskvu. „Sá höfuðpaur er Pútín Rússlandsforseti.“ Forsætisráðherrann sakaði þá Lúkasjenka og Pútín um að ógna stöðugleika Evrópusambandsins með því að hleypa flóttafólki inn um landamæri sambandsins og lýsti ástandinu sem „nýrri tegund af stríði, þar sem fólk er notað sem skildir.“ Eins sakaði hann leiðtogana tvo um að setja á svið leikþátt, sem væri ætlað að skapa ringulreið innan sambandsins. Þá sagði forsætisráðherrann að landamæraöryggi Póllands hefði ekki verið ógnað jafn grimmilega í 30 ár. Lúkasjenka (t.v.) og Pútín eru bandamenn miklir.Mikhail Svetlov/Getty Pólsk stjórnvöld einnig sökuð um misgjörðir Pólsk stjórnvöld hafa þá verið sökuð um að vísa flóttafólki sem komist hefur til Póllands aftur yfir til Hvíta-Rússlands, þvert á alþjóðlegar reglur um hælisleitendur. Þá hefur fréttariturum og fulltrúum alþjóðasamtaka verið meinaður aðgangur að svæðinu þar sem flóttafólkið hefur haldið til. „Enginn hleypir okkur neitt,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Shwan Kurd, írökskum flóttamanni sem reynt hefur að komast frá Hvíta-Rússlandi til Póllands. Hann sagði frá því hvernig hann hefði komið til Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands, frá Baghdad í Írak í upphafi nóvember. Nú væri hann staddur í bráðabirgðabúðum aðeins nokkrum metrum frá gaddavírsgirðingum á landamærum Póllands. „Það er engin leið að sleppa. Pólland vill ekki hleypa okkur inn. Á hverju kvöldi fljúga þyrlur yfir. Þeir leyfa okkur ekki að sofa. Það er hvorki matur né drykkur hérna. Hér eru lítil börn, gamalmenni og konur, og fjölskyldur.“
Hvíta-Rússland Pólland Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Óttast vopnuð átök á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands Pólverjar vara við því að til vopnaðra átaka gæti komið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands, þar sem fjöldi flóttamanna freistar þess að komast yfir landamærin. 9. nóvember 2021 06:52 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Óttast vopnuð átök á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands Pólverjar vara við því að til vopnaðra átaka gæti komið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands, þar sem fjöldi flóttamanna freistar þess að komast yfir landamærin. 9. nóvember 2021 06:52