„Hjarta hennar sló líka!“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2021 23:34 „Ekki ein í viðbót!“ hrópuðu mótmælendur, sem söfnuðust saman víða um Pólland í dag. Þeirra á meðal var Donald Tusk, fyrrverandi forsætisráðherra Póllands og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. epa/Sebastian Borowski „Hjarta hennar sló líka!“ hrópuðu þúsundir mótmælenda í Póllandi í dag, í mótmælum sem efnt var til eftir að ólétt kona lést á sjúkrahúsi. Fjölskylda hennar segir heilbrigðisstarfsmenn hafa neitað henni um lífsnauðsynlega umönnun af ótta við að vera sótt til saka vegna strangar þungunarrofslöggjafar landsins. „Vegna þungunarrofslaganna þarf ég nú að liggja í rúminu og þeir geta ekki gert neitt,“ sagði konan, Izabela, í skilaboðum til móður sinnar eftir að hún var lögð inn á sjúkrahús í Pszczyna í suðvesturhluta Póllands. „Þeir bíða eftir að barnið deyi eða að eitthvað fari að gerast. Ef það gerist ekki... frábært; þá get ég átt von á blóðeitrun.“ Izabela lést morguninn eftir, hinn 22. september síðastliðinn. Læknirinn sem annaðist hana sagði eiginmanni hennar að dánarorsökin væri blóðtappi en frumrannsókn meinafræðings leiddi í ljós að Izabela hefði dáið af völdum blóðeitrunar. Jolanta Budzowska, lögmaður fjölskyldu Izabelu, segir að lögum samkvæmt sé þungunarrof heimilt á þeim grundvelli að heilsa og líf móður sé í hættu. Læknar séu engu að síður smeykir við að grípa til þess að framkalla fæðingu, þar sem saksóknarar gætu ákveðið síðar meir að þeir hefðu gripið of snemma inn í og að líf móðurinnar hefði ekki verið í raunverulegri hættu. Það stendur til að herða löggjöfina enn frekar.epa/Leszek Szymanski Izabela var komin 22 vikur á leið þegar hún lést og þrátt fyrir að henni hefði verið tjáð að það væru nokkrar líkur á því að barnið væri ekki heilbrigt hafði hún engan hug á því að gangast undir þungunarrof. Kona sem var á sömu stofu og Izabela á sjúkrahúsinu sagði hins vegar að Izabela hefði fundið á sér að eitthvað væri að. „En þeir sögðu bara við hana að hjartað væri að slá og svo lengi sem hjartað slægi þá væri það bara þannig.“ „Enn þann dag í dag heyri ég ennþá orð hennar, að hún vildi lifa, að hún vildi ekki deyja, að hún ætti nákomna sem hún vildi lifa fyrir,“ sagði konan í samtali við sjónvarpsstöðina TVN. Vegna Covid-takmarkana fékk Izabela ekki að hafa neinn með sér á sjúkrahúsið þegar hún missti vatnið. Textaskilaboð hennar til ástvina eru meðal gagna sem yfirvöld hafa til rannsóknar. „Ég ligg og bíð, annað hvort gerist eitthvað eða ég dey,“ skrifaði hún móður sinni áður en hún lést. Hún átti 9 ára dóttur. Umfjöllun Guardian. Pólland Þungunarrof Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepnir í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Sjá meira
„Vegna þungunarrofslaganna þarf ég nú að liggja í rúminu og þeir geta ekki gert neitt,“ sagði konan, Izabela, í skilaboðum til móður sinnar eftir að hún var lögð inn á sjúkrahús í Pszczyna í suðvesturhluta Póllands. „Þeir bíða eftir að barnið deyi eða að eitthvað fari að gerast. Ef það gerist ekki... frábært; þá get ég átt von á blóðeitrun.“ Izabela lést morguninn eftir, hinn 22. september síðastliðinn. Læknirinn sem annaðist hana sagði eiginmanni hennar að dánarorsökin væri blóðtappi en frumrannsókn meinafræðings leiddi í ljós að Izabela hefði dáið af völdum blóðeitrunar. Jolanta Budzowska, lögmaður fjölskyldu Izabelu, segir að lögum samkvæmt sé þungunarrof heimilt á þeim grundvelli að heilsa og líf móður sé í hættu. Læknar séu engu að síður smeykir við að grípa til þess að framkalla fæðingu, þar sem saksóknarar gætu ákveðið síðar meir að þeir hefðu gripið of snemma inn í og að líf móðurinnar hefði ekki verið í raunverulegri hættu. Það stendur til að herða löggjöfina enn frekar.epa/Leszek Szymanski Izabela var komin 22 vikur á leið þegar hún lést og þrátt fyrir að henni hefði verið tjáð að það væru nokkrar líkur á því að barnið væri ekki heilbrigt hafði hún engan hug á því að gangast undir þungunarrof. Kona sem var á sömu stofu og Izabela á sjúkrahúsinu sagði hins vegar að Izabela hefði fundið á sér að eitthvað væri að. „En þeir sögðu bara við hana að hjartað væri að slá og svo lengi sem hjartað slægi þá væri það bara þannig.“ „Enn þann dag í dag heyri ég ennþá orð hennar, að hún vildi lifa, að hún vildi ekki deyja, að hún ætti nákomna sem hún vildi lifa fyrir,“ sagði konan í samtali við sjónvarpsstöðina TVN. Vegna Covid-takmarkana fékk Izabela ekki að hafa neinn með sér á sjúkrahúsið þegar hún missti vatnið. Textaskilaboð hennar til ástvina eru meðal gagna sem yfirvöld hafa til rannsóknar. „Ég ligg og bíð, annað hvort gerist eitthvað eða ég dey,“ skrifaði hún móður sinni áður en hún lést. Hún átti 9 ára dóttur. Umfjöllun Guardian.
Pólland Þungunarrof Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepnir í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Sjá meira