Ísak Máni Wium: Ég tel þetta vera ágætis varnarsigur hjá liði sem hefur strögglað varnarlega í vetur Sverrir Mar Smárason skrifar 4. nóvember 2021 20:19 Ísak Máni Wium var gríðarlega ánægður með sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét ÍR-ingar unnu góðan sigur á Þór frá Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta í TM-hellinum í Breiðholti í kvöld. Bæði lið stigalaus fyrir leikinn svo Ísak Máni, afleysingaþjálfari ÍR, var sáttur með fyrsta sigurinn í leikslok. „Gríðarlega, gríðarlega mikilvægur sigur að sækja þessi tvö stig. Þetta var frekar ‚challenging‘ leikur eftir að hafa spilað við þá í bikarnum á mánudaginn, að mæta rétt ‚motiveraðir‘ í það þannig að þetta var bara mjög góður sigur og flott liðsframmistaða,“ sagði Ísak Máni. Leiknum lauk með 25 stiga heimasigri, 86-61, þar sem ÍR-liðið átti frábæran fyrri hálfleik og nýttu sér slæma skotnýtingu Þórsara. Ísak var ánægður með vörnina en liðið hefur átt í erfiðleikum með varnarleikinn í upphafi móts. „Við vorum frábærir í fyrri hálfleik og bara menn að skjóta með sjálfstraustið í botni. Við erum 40% í þriggja stiga í fyrri hálfleik, það datt aðeins niður og sóknarleikurinn var ekki góður í síðari hálfleik. Fyrst og fremst var þetta samt bara vörnin. Við fengum á okkur 89 stig á móti þessu liði á mánudaginn og gerðum okkar áherslubreytingar varnarlega sem virkuðu að mínu mati bara mjög vel. Ég tel þetta vera ágætis varnarsigur hjá liði sem hefur strögglað varnarlega í vetur,“ sagði Ísak. Sigvaldi Eggertsson var lang stigahæstur í leiknum en hann skoraði 25 stig. Shakir Smith sá um að stýra leik liðsins, dreyfa boltanum og hann átti 12 stoðsendingar. Lykilmenn sem allir viti hvað geti að mati Ísaks. „Það vita allir hvað Sigvaldi getur, vantar kannski bara smá ‚consistant‘ í þetta og allavega í undanförnum tveimur leikjum þá hefur hann verið virkilega flottur. Hann hefur allavega verið að setja skotin og fá skotin líka. Shakir er að dreyfa boltanum vel svo ég er bara mjög ánægður með þá tvo,“ sagði Ísak um leikmennina tvo. Líkt og fyrr segir var ÍR-liðið stigalaust fyrir leikinn og unnu þar með sinn fyrsta sigur í deildinni í kvöld. Nýverið hætti Borce Illievski sem þjálfari liðsins og enn er óvíst hver tekið við. Ísak segist ekki vera tilbúinn til þess eins og stendur. „Ég held að menn geti bara alltaf verið bjartsýnir í Breiðholtinu. Hér er gott bakland. Ég veit ekkert hvernig þjálfaramálin standa en þetta lið sýnir það bara í dag, og ég veit að Þór er ekkert sterkasta liðið í deildinni, en það er í fínasta breidd í okkar liði og fínustu einstaklingsgæði. Ég held að menn ættu bara að vera bjartsýnir,“ sagði Ísak og þá spurði fréttamaður hvort Ísak tæki ekki bara sjálfur við liðinu. „Nei, það er bara ákveðið. Ég ætla ekki að taka þetta, allavega ekki eins og staðan er núna,“ svaraði Ísak Máni. Subway-deild karla ÍR Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira
„Gríðarlega, gríðarlega mikilvægur sigur að sækja þessi tvö stig. Þetta var frekar ‚challenging‘ leikur eftir að hafa spilað við þá í bikarnum á mánudaginn, að mæta rétt ‚motiveraðir‘ í það þannig að þetta var bara mjög góður sigur og flott liðsframmistaða,“ sagði Ísak Máni. Leiknum lauk með 25 stiga heimasigri, 86-61, þar sem ÍR-liðið átti frábæran fyrri hálfleik og nýttu sér slæma skotnýtingu Þórsara. Ísak var ánægður með vörnina en liðið hefur átt í erfiðleikum með varnarleikinn í upphafi móts. „Við vorum frábærir í fyrri hálfleik og bara menn að skjóta með sjálfstraustið í botni. Við erum 40% í þriggja stiga í fyrri hálfleik, það datt aðeins niður og sóknarleikurinn var ekki góður í síðari hálfleik. Fyrst og fremst var þetta samt bara vörnin. Við fengum á okkur 89 stig á móti þessu liði á mánudaginn og gerðum okkar áherslubreytingar varnarlega sem virkuðu að mínu mati bara mjög vel. Ég tel þetta vera ágætis varnarsigur hjá liði sem hefur strögglað varnarlega í vetur,“ sagði Ísak. Sigvaldi Eggertsson var lang stigahæstur í leiknum en hann skoraði 25 stig. Shakir Smith sá um að stýra leik liðsins, dreyfa boltanum og hann átti 12 stoðsendingar. Lykilmenn sem allir viti hvað geti að mati Ísaks. „Það vita allir hvað Sigvaldi getur, vantar kannski bara smá ‚consistant‘ í þetta og allavega í undanförnum tveimur leikjum þá hefur hann verið virkilega flottur. Hann hefur allavega verið að setja skotin og fá skotin líka. Shakir er að dreyfa boltanum vel svo ég er bara mjög ánægður með þá tvo,“ sagði Ísak um leikmennina tvo. Líkt og fyrr segir var ÍR-liðið stigalaust fyrir leikinn og unnu þar með sinn fyrsta sigur í deildinni í kvöld. Nýverið hætti Borce Illievski sem þjálfari liðsins og enn er óvíst hver tekið við. Ísak segist ekki vera tilbúinn til þess eins og stendur. „Ég held að menn geti bara alltaf verið bjartsýnir í Breiðholtinu. Hér er gott bakland. Ég veit ekkert hvernig þjálfaramálin standa en þetta lið sýnir það bara í dag, og ég veit að Þór er ekkert sterkasta liðið í deildinni, en það er í fínasta breidd í okkar liði og fínustu einstaklingsgæði. Ég held að menn ættu bara að vera bjartsýnir,“ sagði Ísak og þá spurði fréttamaður hvort Ísak tæki ekki bara sjálfur við liðinu. „Nei, það er bara ákveðið. Ég ætla ekki að taka þetta, allavega ekki eins og staðan er núna,“ svaraði Ísak Máni.
Subway-deild karla ÍR Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira