Umræðan geti haft djúpstæð áhrif á þolendur en líka verið valdeflandi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. nóvember 2021 18:35 Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar. Vísir/Vilhelm Afleiðingar kynferðisofbeldis geta komið fram eftir opinbera umræðu um ofbeldið. Þetta segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar. Dæmi séu um að þolendur missi einbeitingu, svefn og matarlyst. Umræðan geti engu að síður verið valdeflandi fyrir þolendur. Líklega er hægt að fullyrða að umræða um kynferðisofbeldi hefur aldrei verið meiri en undanfarin misseri. Oft á tíðum verður orðræðan ljót, athugasemdakerfi loga og fólk skiptist í fylkingar. En er umræðan af hinu góða? „Það er jákvætt að tala um þessi mál, af því að það er valdeflandi fyrir þolendur ofbeldis þegar þeir heyra að þetta sé eitthvað sem skiptir máli, fólk trúir þeirra frásögn og vill að þetta ofbeldi sé ekki liðið,” segir Ragna. Geta fundið fyrir áhrifum mörgum árum eftir ofbeldið Engu að síður sé mikilvægt að sýna ábyrgð og vanda orðfærið í umræðunni, því það geti haft afleiðingar á fólk. „Það þarf að sýna ábyrgð og umfjöllun um afleiðingar fyrir þolendur skiptir máli. Þetta geta verið langtímaafleiðingar og það er það sem er að gerast í umræðunni núna. Fólk sem kannski sætti kynferðisofbeldi eða ofbeldi einhverjum árum áður, heldur að það sé komið á góðan stað og sé bara að lifa lífi sínu í sinni vinnu og skóla, fer kannski að allt í einu að finna fyrir einkennum,” segir Ragna. „Það fer að missa einbeitingu, fer að missa svefn, missa matarlyst og svo framvegis og áttar sig kannski á hvað er að gerast. En síðan áttar það sig á að þetta eru tengingar við líðan sem það þekkti þegar það var í þessum aðstæðum.” Vanvirðing við fólk að senda því ósæmilegar myndir Þá hafa ósæmilegar myndsendingar verið til umræðu síðustu daga, eftir viðtal Kveiks við Þóri Sæmundsson sem ræddi opinberlega um ásakanir á hendur sér um slíkar myndbirtingar. Ragna segir að ekki megi gera lítið úr þeim áhrifum sem svona myndsendingar geta haft. „Þetta er ofsalega mikil vanvirðing,” segir hún. „Mikil lítillækkun og vanvirðing.” Það sé hins vegar ekkert endilega neikvætt að gerendur lýsi sinni hlið – taki þeir ábyrgð á gjörðum sínum. „Það fer eftir því hvernig umræðan er. Ef viðkomandi er að taka fulla ábyrgð og sýna iðrun, og ekki að afsaka ofbeldið í burtu – vegna þess að það er ekkert sem afsakar ofbeldi. Það er alltaf gerandinn sem ber ábyrgð á því.” Í Sjónaukanum á Vísi í dag var fjallað um hvað hver og einn getur gert til að taka gegn kynbundnu ofbeldi. Kynferðisofbeldi MeToo Mál Þóris Sæmundssonar Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Líklega er hægt að fullyrða að umræða um kynferðisofbeldi hefur aldrei verið meiri en undanfarin misseri. Oft á tíðum verður orðræðan ljót, athugasemdakerfi loga og fólk skiptist í fylkingar. En er umræðan af hinu góða? „Það er jákvætt að tala um þessi mál, af því að það er valdeflandi fyrir þolendur ofbeldis þegar þeir heyra að þetta sé eitthvað sem skiptir máli, fólk trúir þeirra frásögn og vill að þetta ofbeldi sé ekki liðið,” segir Ragna. Geta fundið fyrir áhrifum mörgum árum eftir ofbeldið Engu að síður sé mikilvægt að sýna ábyrgð og vanda orðfærið í umræðunni, því það geti haft afleiðingar á fólk. „Það þarf að sýna ábyrgð og umfjöllun um afleiðingar fyrir þolendur skiptir máli. Þetta geta verið langtímaafleiðingar og það er það sem er að gerast í umræðunni núna. Fólk sem kannski sætti kynferðisofbeldi eða ofbeldi einhverjum árum áður, heldur að það sé komið á góðan stað og sé bara að lifa lífi sínu í sinni vinnu og skóla, fer kannski að allt í einu að finna fyrir einkennum,” segir Ragna. „Það fer að missa einbeitingu, fer að missa svefn, missa matarlyst og svo framvegis og áttar sig kannski á hvað er að gerast. En síðan áttar það sig á að þetta eru tengingar við líðan sem það þekkti þegar það var í þessum aðstæðum.” Vanvirðing við fólk að senda því ósæmilegar myndir Þá hafa ósæmilegar myndsendingar verið til umræðu síðustu daga, eftir viðtal Kveiks við Þóri Sæmundsson sem ræddi opinberlega um ásakanir á hendur sér um slíkar myndbirtingar. Ragna segir að ekki megi gera lítið úr þeim áhrifum sem svona myndsendingar geta haft. „Þetta er ofsalega mikil vanvirðing,” segir hún. „Mikil lítillækkun og vanvirðing.” Það sé hins vegar ekkert endilega neikvætt að gerendur lýsi sinni hlið – taki þeir ábyrgð á gjörðum sínum. „Það fer eftir því hvernig umræðan er. Ef viðkomandi er að taka fulla ábyrgð og sýna iðrun, og ekki að afsaka ofbeldið í burtu – vegna þess að það er ekkert sem afsakar ofbeldi. Það er alltaf gerandinn sem ber ábyrgð á því.” Í Sjónaukanum á Vísi í dag var fjallað um hvað hver og einn getur gert til að taka gegn kynbundnu ofbeldi.
Kynferðisofbeldi MeToo Mál Þóris Sæmundssonar Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira