Enn halda jöklar áfram að hopa og rýrna Eiður Þór Árnason skrifar 4. nóvember 2021 10:45 Lesið af leysingarstiku á hábungu Hofsjökuls. Veðurstofa Íslands/Bergur Einarsson Veruleg leysing var á Hofsjökli á liðnu sumri og þá einkum á norðanverðum jöklinum. Þegar fulltrúar Veðurstofu Íslands fóru þangað í leiðangur dagana 19. til 22. október stóðu stikur einum til tveimur metrum hærra upp úr snjó og ís en algengast er. Við apríllok var vetrarafkoma Hofsjökuls mæld og reyndist hún í tæpu meðallagi. Rýrnun Hofsjökuls á þessu ári var 45% umfram meðaltal síðustu 30 ára. Að sögn Veðurstofunnar kemur þetta ekki á óvart í ljósi hlýinda á liðnu sumri, einkum í júlí og ágúst. Meðalhiti á Hveravöllum var til dæmis 10,6 stig í ágúst sem er 3,4 stigum yfir 30 ára meðaltali. Þá var sumarið óvenju sólríkt á Norðurlandi og getur það skýrt hina miklu leysingu, sem mældist á norðanverðum jöklinum. Afkoma Hofsjökuls hefur nú verið mæld árlega frá árinu 1989. Á þessum 33 árum hefur ársafkoman mælst neikvæð, það er þegar jökulinn rýrnar, í 28 skipti en jákvæð aðeins 5 sinnum. Jökulárið 2020 til 2021 reyndist hið áttunda lakasta í röðinni og hefur því sjö sinnum mælst meiri árleg rýrnun jökulsins. Hefur Hofsjökull nú tapað tæpum 15% af rúmmáli sínu frá upphafi árlegra mælinga. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Leysing 15 prósent umfram meðaltal Í vorferð á Hofsjökul mældist vetrarafkoma að jafnaði 1,5 metri (vatnsgildi), um 5% undir 30 ára meðaltali áranna 1991 til 2020. Sumarafkoma mældist að jafnaði −2,4 metrar (vatnsgildi), sem samsvarar því að leysing hafi verið um 15% umfram meðaltal mælt á stikum. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna því aðeins er mælt í 20 punktum á jökli sem er rúmir 800 km2 að flatarmáli. Að sögn Veðurstofunnar náði Hofsjökull yfir hæðarbilið 650 til 1.790 metra og er því verulegur munur á afkomu sumarsins milli ákomu- og leysingarsvæða. Á ákomusvæðinu ofan við 1.300 metra hæð mælist snjólag vetrarins yfirleitt 4 til 7 metra þykkt að vori og þynnist það um 1 til 2 metra yfir sumartímann vegna leysingar og þjöppunar. Á leysingarsvæðinu bráðna fyrst 1 til 3 metrar af vetrarsnjó og kemur þá jökulís fram undan snjónum; síðan bráðna 1 til 5 metrar íss seinni hluta sumars. Þar er snjóbráðnun og ísbráðnun lögð saman til að fá heildartölu um sumarafkomu. Mælt er á þremur ísasviðum á jöklinum, sem samanlagt ná yfir 40% af flatarmáli hans. Loftslagsmál Veður Vísindi Tengdar fréttir Torfajökull gæti orðið næsti þekkti jökullinn sem hverfur Um þriðjungur yfirborðstaps íslenskra jökla frá lokum 19. aldar hefur átt sér stað á þessari öld. Miðlungsstórri jöklar eins og Torfajökull hafa tapað allt að 80% flatarmáls síns og telur jarðfræðingur að hann gæti horfið strax á næstu tveimur áratugum. 5. júní 2021 08:30 Jöklarnir tapa um fjórum milljörðum tonna af ís á ári Íslenskir jöklar hafa tapað um fjórum milljörðum tonna af ís að meðaltali á ári undanfarin 130 ár og er rýrnun þeirra ein sú mesta á jörðinni utan heimskautanna. Um helmingur massatapsins hefur átt sér stað síðasta aldarfjórðunginn. 3. desember 2020 07:01 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Við apríllok var vetrarafkoma Hofsjökuls mæld og reyndist hún í tæpu meðallagi. Rýrnun Hofsjökuls á þessu ári var 45% umfram meðaltal síðustu 30 ára. Að sögn Veðurstofunnar kemur þetta ekki á óvart í ljósi hlýinda á liðnu sumri, einkum í júlí og ágúst. Meðalhiti á Hveravöllum var til dæmis 10,6 stig í ágúst sem er 3,4 stigum yfir 30 ára meðaltali. Þá var sumarið óvenju sólríkt á Norðurlandi og getur það skýrt hina miklu leysingu, sem mældist á norðanverðum jöklinum. Afkoma Hofsjökuls hefur nú verið mæld árlega frá árinu 1989. Á þessum 33 árum hefur ársafkoman mælst neikvæð, það er þegar jökulinn rýrnar, í 28 skipti en jákvæð aðeins 5 sinnum. Jökulárið 2020 til 2021 reyndist hið áttunda lakasta í röðinni og hefur því sjö sinnum mælst meiri árleg rýrnun jökulsins. Hefur Hofsjökull nú tapað tæpum 15% af rúmmáli sínu frá upphafi árlegra mælinga. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Leysing 15 prósent umfram meðaltal Í vorferð á Hofsjökul mældist vetrarafkoma að jafnaði 1,5 metri (vatnsgildi), um 5% undir 30 ára meðaltali áranna 1991 til 2020. Sumarafkoma mældist að jafnaði −2,4 metrar (vatnsgildi), sem samsvarar því að leysing hafi verið um 15% umfram meðaltal mælt á stikum. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna því aðeins er mælt í 20 punktum á jökli sem er rúmir 800 km2 að flatarmáli. Að sögn Veðurstofunnar náði Hofsjökull yfir hæðarbilið 650 til 1.790 metra og er því verulegur munur á afkomu sumarsins milli ákomu- og leysingarsvæða. Á ákomusvæðinu ofan við 1.300 metra hæð mælist snjólag vetrarins yfirleitt 4 til 7 metra þykkt að vori og þynnist það um 1 til 2 metra yfir sumartímann vegna leysingar og þjöppunar. Á leysingarsvæðinu bráðna fyrst 1 til 3 metrar af vetrarsnjó og kemur þá jökulís fram undan snjónum; síðan bráðna 1 til 5 metrar íss seinni hluta sumars. Þar er snjóbráðnun og ísbráðnun lögð saman til að fá heildartölu um sumarafkomu. Mælt er á þremur ísasviðum á jöklinum, sem samanlagt ná yfir 40% af flatarmáli hans.
Loftslagsmál Veður Vísindi Tengdar fréttir Torfajökull gæti orðið næsti þekkti jökullinn sem hverfur Um þriðjungur yfirborðstaps íslenskra jökla frá lokum 19. aldar hefur átt sér stað á þessari öld. Miðlungsstórri jöklar eins og Torfajökull hafa tapað allt að 80% flatarmáls síns og telur jarðfræðingur að hann gæti horfið strax á næstu tveimur áratugum. 5. júní 2021 08:30 Jöklarnir tapa um fjórum milljörðum tonna af ís á ári Íslenskir jöklar hafa tapað um fjórum milljörðum tonna af ís að meðaltali á ári undanfarin 130 ár og er rýrnun þeirra ein sú mesta á jörðinni utan heimskautanna. Um helmingur massatapsins hefur átt sér stað síðasta aldarfjórðunginn. 3. desember 2020 07:01 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Torfajökull gæti orðið næsti þekkti jökullinn sem hverfur Um þriðjungur yfirborðstaps íslenskra jökla frá lokum 19. aldar hefur átt sér stað á þessari öld. Miðlungsstórri jöklar eins og Torfajökull hafa tapað allt að 80% flatarmáls síns og telur jarðfræðingur að hann gæti horfið strax á næstu tveimur áratugum. 5. júní 2021 08:30
Jöklarnir tapa um fjórum milljörðum tonna af ís á ári Íslenskir jöklar hafa tapað um fjórum milljörðum tonna af ís að meðaltali á ári undanfarin 130 ár og er rýrnun þeirra ein sú mesta á jörðinni utan heimskautanna. Um helmingur massatapsins hefur átt sér stað síðasta aldarfjórðunginn. 3. desember 2020 07:01