Að kona leiði kvennastétt! Unnur Gísladóttir og Einar Ómarsson skrifa 2. nóvember 2021 18:04 Að vera kennari, vinna með börnum og ungmennum, vakna snemma til að taka glaðhlakkalega á móti einstaklingum með soðið kaffi í hendi og bros á vör eru algjör forréttindi. Það er krefjandi að vinna sem kennari, það er stundum flókið en oftast nær er það gefandi. Til að endast í starfi sem þessu þarftu eldmóð, þú þarft hlýju, umhyggju og hugrekki. Kennarar sem sitja vel í sér, geta gefið af sér, eru með skýr mörk og skýra rödd eru öðrum í samfélaginu til fyrirmyndar og eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir starfandi kennara eins og okkur. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir er þannig fyrirmynd, hún er ekki bara einstaklega vönduð kennslukona, heldur er hún baráttukona fyrir minnihlutahópa, leiðandi fagvísir á vettvangi, lóðsi og feminísk kanóna. Hún er okkur mörgum uppspretta orku í að halda áfram, gefast ekki upp þegar móti blæs. Hún stendur fremst meðal jafningja á sínu sviði og er ósérhlýfin þegar kemur að því að deila og gefa af sér. Við viljum sjá konu sem þessa leiða okkar starf, við viljum sjá ósérhlífna konu sem stendur skýrt fyrir málstaðinn um bætt samfélag. Sem er ófeimin við að vera umdeild þegar hjartans mál eru í fyrirrúmi, sem lætur í sér heyra og stendur upp fyrir ekki bara nemendum og kennurum heldur samfélaginu og einstaklingunum. Konu sem þekkir starf kennara, hefur verið á gólfinu ólíkum faghópum til aðstoðar, sem situr í fagráðum og lætur sig málin varða. Hanna Björg er ekki bara sú kona sem við viljum í þetta verk, hún er konan sem við þurfum í þetta verk. Hún hefur trú á því að kennarar eiga að vera leiðandi afl í samfélagslegri umræðu, að kennarar séu fagfólk sem þarf að hlusta á og virða. Hún getur talað þvert á skólastig og hún getur blásið okkur krafti og elju í brjósti, staðið með okkur, verið beitt og ákveðin. Hún er konan til að leiða þessa kvennastétt! Unnur er framhaldsskólakennari og Einar er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Sjá meira
Að vera kennari, vinna með börnum og ungmennum, vakna snemma til að taka glaðhlakkalega á móti einstaklingum með soðið kaffi í hendi og bros á vör eru algjör forréttindi. Það er krefjandi að vinna sem kennari, það er stundum flókið en oftast nær er það gefandi. Til að endast í starfi sem þessu þarftu eldmóð, þú þarft hlýju, umhyggju og hugrekki. Kennarar sem sitja vel í sér, geta gefið af sér, eru með skýr mörk og skýra rödd eru öðrum í samfélaginu til fyrirmyndar og eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir starfandi kennara eins og okkur. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir er þannig fyrirmynd, hún er ekki bara einstaklega vönduð kennslukona, heldur er hún baráttukona fyrir minnihlutahópa, leiðandi fagvísir á vettvangi, lóðsi og feminísk kanóna. Hún er okkur mörgum uppspretta orku í að halda áfram, gefast ekki upp þegar móti blæs. Hún stendur fremst meðal jafningja á sínu sviði og er ósérhlýfin þegar kemur að því að deila og gefa af sér. Við viljum sjá konu sem þessa leiða okkar starf, við viljum sjá ósérhlífna konu sem stendur skýrt fyrir málstaðinn um bætt samfélag. Sem er ófeimin við að vera umdeild þegar hjartans mál eru í fyrirrúmi, sem lætur í sér heyra og stendur upp fyrir ekki bara nemendum og kennurum heldur samfélaginu og einstaklingunum. Konu sem þekkir starf kennara, hefur verið á gólfinu ólíkum faghópum til aðstoðar, sem situr í fagráðum og lætur sig málin varða. Hanna Björg er ekki bara sú kona sem við viljum í þetta verk, hún er konan sem við þurfum í þetta verk. Hún hefur trú á því að kennarar eiga að vera leiðandi afl í samfélagslegri umræðu, að kennarar séu fagfólk sem þarf að hlusta á og virða. Hún getur talað þvert á skólastig og hún getur blásið okkur krafti og elju í brjósti, staðið með okkur, verið beitt og ákveðin. Hún er konan til að leiða þessa kvennastétt! Unnur er framhaldsskólakennari og Einar er grunnskólakennari.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar