Málefnalegar ástæður fyrir því að 20 starfsmenn Landspítalans hafni bólusetningu Snorri Másson skrifar 31. október 2021 12:12 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans. Vísir/Egill Starfandi forstjóri Landspítalans segir að spítalinn hafi brugðist eins vel við og hann gat þegar hópsmit kom upp á hjartaskurðdeild. Hún kveðst skilja vel að aðstandendur séu sárir vegna málsins. Fimmtíu og átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, sem eru ívið færri en undanfarna daga. Kann það að skýrast af því að færri einkennasýni séu tekin um helgar. Tveir eru á gjörgæslu samkvæmt nýjustu uppýsingum. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítala, vill að fólk viðhafi persónubundnar sóttvarnir. „Ég segi það að fara varlega, nota grímur, það er ekki íþyngjandi að nota grímu og huga að handhreinsun. Það er alveg það minnsta sem við getum gert,“ segir Guðlaug. Nýlega kom fram að 480 starfsmenn á Landspítala væru ekki bólusettir en aðeins 20 þeirra hafa hafnað bólusetningu. „Það eru sárafáir sem eru ekki bólusettir, þeir eru í kringum 20 samkvæmt síðustu úttekt og ástæða þess að þeir eru ekki bólusettir eru mjög málefnalegar,“ segir Guðlaug. Að minnsta kosti fimm greindust með veiruna á hjartaskurðdeild í liðinni viku eftir að hópsýking kom upp. Sumir voru nýbúnir í opnum skurðaðgerðum og því í viðkvæmri stöðu og aðstandendur sem fréttastofa hefur rætt við hafa ekki lýst viðbrögðum spítalans sem fullnægjandi. Aðstandendur eru auðvitað sumir sárir og sjálfir sjúklingarnir að fá þetta áfall eftir svona erfiðar aðgerðir, hvað hefurðu við það fólk að segja? „Þetta er mjög erfitt þegar svona kemur upp og ég skil það mjög vel. En svona hlutir gerast þegar það eru smit í samfélaginu. Þá getur komið smit inn á spítalann, því miður, og það gerðist í þetta skiptið, því miður,“ segir Guðlaug. Og var brugðist nógu hratt við og látið nógu snemma vita af þessu? „Já, það var algerlega brugðist mjög vel við og algerlega nógu hratt, eins vel og við getum gert, þannig að þar var í raun og veru allt gert rétt,“ segir Guðlaug Rakel. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Afléttingar nú séu óábyrgar: Segir Landspítalann lekt fley í öldugangi Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir fyrirséða fimmtu bylgju kórónuveirufaraldursins hafa fyllt gjörgæslu Landspítalans upp í rjáfur auk þess sem hún hafi áhrif á alla aðra starfsemi spítalans. 30. október 2021 21:50 600 óbólusettir starfsmenn Landspítalans grafalvarlegt mál Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill vart trúa því að 600 starfsmenn Landspítalans séu óbólusettir og það hljóti að koma til álita hjá stjórnendum spítalans að breyta því hvaða afskipti þeir hafa af viðkvæmum sjúklingum. 27. október 2021 18:00 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Fimmtíu og átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, sem eru ívið færri en undanfarna daga. Kann það að skýrast af því að færri einkennasýni séu tekin um helgar. Tveir eru á gjörgæslu samkvæmt nýjustu uppýsingum. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítala, vill að fólk viðhafi persónubundnar sóttvarnir. „Ég segi það að fara varlega, nota grímur, það er ekki íþyngjandi að nota grímu og huga að handhreinsun. Það er alveg það minnsta sem við getum gert,“ segir Guðlaug. Nýlega kom fram að 480 starfsmenn á Landspítala væru ekki bólusettir en aðeins 20 þeirra hafa hafnað bólusetningu. „Það eru sárafáir sem eru ekki bólusettir, þeir eru í kringum 20 samkvæmt síðustu úttekt og ástæða þess að þeir eru ekki bólusettir eru mjög málefnalegar,“ segir Guðlaug. Að minnsta kosti fimm greindust með veiruna á hjartaskurðdeild í liðinni viku eftir að hópsýking kom upp. Sumir voru nýbúnir í opnum skurðaðgerðum og því í viðkvæmri stöðu og aðstandendur sem fréttastofa hefur rætt við hafa ekki lýst viðbrögðum spítalans sem fullnægjandi. Aðstandendur eru auðvitað sumir sárir og sjálfir sjúklingarnir að fá þetta áfall eftir svona erfiðar aðgerðir, hvað hefurðu við það fólk að segja? „Þetta er mjög erfitt þegar svona kemur upp og ég skil það mjög vel. En svona hlutir gerast þegar það eru smit í samfélaginu. Þá getur komið smit inn á spítalann, því miður, og það gerðist í þetta skiptið, því miður,“ segir Guðlaug. Og var brugðist nógu hratt við og látið nógu snemma vita af þessu? „Já, það var algerlega brugðist mjög vel við og algerlega nógu hratt, eins vel og við getum gert, þannig að þar var í raun og veru allt gert rétt,“ segir Guðlaug Rakel.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Afléttingar nú séu óábyrgar: Segir Landspítalann lekt fley í öldugangi Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir fyrirséða fimmtu bylgju kórónuveirufaraldursins hafa fyllt gjörgæslu Landspítalans upp í rjáfur auk þess sem hún hafi áhrif á alla aðra starfsemi spítalans. 30. október 2021 21:50 600 óbólusettir starfsmenn Landspítalans grafalvarlegt mál Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill vart trúa því að 600 starfsmenn Landspítalans séu óbólusettir og það hljóti að koma til álita hjá stjórnendum spítalans að breyta því hvaða afskipti þeir hafa af viðkvæmum sjúklingum. 27. október 2021 18:00 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Afléttingar nú séu óábyrgar: Segir Landspítalann lekt fley í öldugangi Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir fyrirséða fimmtu bylgju kórónuveirufaraldursins hafa fyllt gjörgæslu Landspítalans upp í rjáfur auk þess sem hún hafi áhrif á alla aðra starfsemi spítalans. 30. október 2021 21:50
600 óbólusettir starfsmenn Landspítalans grafalvarlegt mál Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill vart trúa því að 600 starfsmenn Landspítalans séu óbólusettir og það hljóti að koma til álita hjá stjórnendum spítalans að breyta því hvaða afskipti þeir hafa af viðkvæmum sjúklingum. 27. október 2021 18:00