Bréfberi fær engar skaðabætur frá Íslandspósti vegna hálkuslyss Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2021 16:04 Slysið átti sér stað í desember 2015. Bréfberanum var sagt upp störfum tæpu ári síðar. Vísir/Vilhelm Íslandspóstur þarf ekki að greiða bréfbera skaðabætur vegna vinnuslys sem hann varð fyrir í desember 2015. Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu. Bréfberinn rann til í hálku utan við hús á höfuðborgarsvæðinu þann 9. desember hvar hún var við störf fyrir Íslandspóst. Konan tvíbrotnaði á sköflungi og var frá vinnu um nokkurn tíma. Konan gerði athugasemd við að hafa ekki fengið viðunandi skó hjá yfirmanni sínum þennan dag. Hún hafi tekið mannbrodda á vinnustaðnum, sett á sig en þeir verið lélegir og slitnað fljótlega. Var hún því ekki með neina brodda þegar slysið varð. Í dómi Landsréttar var litið til þess að mannbroddar í öllum stærðum hafi verið tiltækir á vinnustaðnum og Íslandspóstur hvatt starfsmenn til að nota þá þegar þörf væri á. Með þeim hætti hefði Íslandspóstur gripið til viðeigandi ráðstafana til að tryggja öryggi starfsmanna við póstútburð. Þá hefði legið fyrir að konan hefði haft mannbrodda undir höndum áður en hún hóf póstburð umræddan dag. Þá hefði henni hlotið að vera ljóst að nauðsynlegt væri að nota fyrrgreindan öryggisbúnað á slysdegi enda hefðu aðstæður verið erfiðar vegna hálku. Auk þess hefði póstburðarleið hennar legið um hæðótt landslag. Var dómurinn í héraði því staðfestur. Dómsmál Pósturinn Vinnuslys Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Bréfberinn rann til í hálku utan við hús á höfuðborgarsvæðinu þann 9. desember hvar hún var við störf fyrir Íslandspóst. Konan tvíbrotnaði á sköflungi og var frá vinnu um nokkurn tíma. Konan gerði athugasemd við að hafa ekki fengið viðunandi skó hjá yfirmanni sínum þennan dag. Hún hafi tekið mannbrodda á vinnustaðnum, sett á sig en þeir verið lélegir og slitnað fljótlega. Var hún því ekki með neina brodda þegar slysið varð. Í dómi Landsréttar var litið til þess að mannbroddar í öllum stærðum hafi verið tiltækir á vinnustaðnum og Íslandspóstur hvatt starfsmenn til að nota þá þegar þörf væri á. Með þeim hætti hefði Íslandspóstur gripið til viðeigandi ráðstafana til að tryggja öryggi starfsmanna við póstútburð. Þá hefði legið fyrir að konan hefði haft mannbrodda undir höndum áður en hún hóf póstburð umræddan dag. Þá hefði henni hlotið að vera ljóst að nauðsynlegt væri að nota fyrrgreindan öryggisbúnað á slysdegi enda hefðu aðstæður verið erfiðar vegna hálku. Auk þess hefði póstburðarleið hennar legið um hæðótt landslag. Var dómurinn í héraði því staðfestur.
Dómsmál Pósturinn Vinnuslys Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira