Skárri kostur en algjört bann sem hafi verið til umræðu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. október 2021 11:28 Fjöldi fólks reiknar með rjúpum í matinn á aðfangadagskvöld. Vísir/Vilhelm Rjúpnaveiðimenn sýna hertum veiðireglum skilning þrátt fyrir að vilja hafa þær óbreyttar. Veiðibann er á meðal þeirra leiða sem skoðað var að fara. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra ákvað í gær að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við slæmir stöðu stofnsins. Óheimilt verður því að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Ráðherrann fundaði með skotveiðimönnum og fleiri hagsmunaaðilum í gær. Áki Ármann Jónsson formaður Skotvís segir veiðimenn sýna hertum reglur skilning þó þeim hafi ekki hugnast breytingar á fyrra fyrirkomulagi. „Við hefðum náttúrulega viljað hafa bara óbreytt veiðitímabil eins og var í fyrra,“ segir Áki. Áki Ármann Jónsson er formaður Skotvís. Áki segir að á fundinum með ráðherra í gær hafi verið greint frá því að til greina hafi komið að banna veiðarnar alveg. „Miðað við þá valkosti sem lágu á borðinu þá leist okkur skást á þennan valkost,“ Aðrar leiðir sem hafi verið ræddar á fundinum hafi verið nokkrar. „Það var til dæmis þriggja daga veiði. Algert veiðibann. Takmarka fjölda veiddra rjúpna í kvóta en það reyndar þyrfti þá lagabreytingu til sem væri þá ekki sem sagt hægt núna og loka veiðisvæðum og að færa veiðina inn í desember. Náttúrufræðistofnun Íslands lagðist gegn því því þá væri eiginlega bara varpstofninn eftir. Þá væri verið að veiða mun verðmætari rjúpur.“ Rjúpnaveiðimenn eru beðnir um að takmarka sig við fjórar rjúpur á mann.Vísir/Vilhelm Umhverfisráðherra biðlaði í gær til rjúpnaveiðimanna að veiða ekki fleiri en fjórar rjúpur hver þetta veiðitímabilið en meðalveiði hvers og eins hefur verið níu rjúpur hingað til. Veiðitímabilið hefst á mánudaginn og á Áki von á að margir haldi þá til veiða. „Reynslan hefur sýnt það að það fara lang lang flestir fyrsta daginn eða fyrstu helgina þarna í byrjun veiðitímans. Bara veiðin er að mestu komin í hús bara þarna sextíu sjötíu prósent bara á fyrstu sex veiðidögum. Þess vegna hefur það að fækka leyfilegum veiðidögum ekki skilað neinu vegna þess að menn fara bara kannski tvo þrjá daga og ná sínu fyrir jólin og svo hætta þeir.“ Skotveiði Fuglar Rjúpa Tengdar fréttir Takmarkar tímann sem veiðimenn hafa til að veiða rjúpu Umhverfisráðherra ákvað í dag að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við stöðu stofnsins. Verður óheimilt að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Veiðitímabilið hefst þann 1. nóvember. 28. október 2021 19:16 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra ákvað í gær að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við slæmir stöðu stofnsins. Óheimilt verður því að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Ráðherrann fundaði með skotveiðimönnum og fleiri hagsmunaaðilum í gær. Áki Ármann Jónsson formaður Skotvís segir veiðimenn sýna hertum reglur skilning þó þeim hafi ekki hugnast breytingar á fyrra fyrirkomulagi. „Við hefðum náttúrulega viljað hafa bara óbreytt veiðitímabil eins og var í fyrra,“ segir Áki. Áki Ármann Jónsson er formaður Skotvís. Áki segir að á fundinum með ráðherra í gær hafi verið greint frá því að til greina hafi komið að banna veiðarnar alveg. „Miðað við þá valkosti sem lágu á borðinu þá leist okkur skást á þennan valkost,“ Aðrar leiðir sem hafi verið ræddar á fundinum hafi verið nokkrar. „Það var til dæmis þriggja daga veiði. Algert veiðibann. Takmarka fjölda veiddra rjúpna í kvóta en það reyndar þyrfti þá lagabreytingu til sem væri þá ekki sem sagt hægt núna og loka veiðisvæðum og að færa veiðina inn í desember. Náttúrufræðistofnun Íslands lagðist gegn því því þá væri eiginlega bara varpstofninn eftir. Þá væri verið að veiða mun verðmætari rjúpur.“ Rjúpnaveiðimenn eru beðnir um að takmarka sig við fjórar rjúpur á mann.Vísir/Vilhelm Umhverfisráðherra biðlaði í gær til rjúpnaveiðimanna að veiða ekki fleiri en fjórar rjúpur hver þetta veiðitímabilið en meðalveiði hvers og eins hefur verið níu rjúpur hingað til. Veiðitímabilið hefst á mánudaginn og á Áki von á að margir haldi þá til veiða. „Reynslan hefur sýnt það að það fara lang lang flestir fyrsta daginn eða fyrstu helgina þarna í byrjun veiðitímans. Bara veiðin er að mestu komin í hús bara þarna sextíu sjötíu prósent bara á fyrstu sex veiðidögum. Þess vegna hefur það að fækka leyfilegum veiðidögum ekki skilað neinu vegna þess að menn fara bara kannski tvo þrjá daga og ná sínu fyrir jólin og svo hætta þeir.“
Skotveiði Fuglar Rjúpa Tengdar fréttir Takmarkar tímann sem veiðimenn hafa til að veiða rjúpu Umhverfisráðherra ákvað í dag að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við stöðu stofnsins. Verður óheimilt að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Veiðitímabilið hefst þann 1. nóvember. 28. október 2021 19:16 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Takmarkar tímann sem veiðimenn hafa til að veiða rjúpu Umhverfisráðherra ákvað í dag að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við stöðu stofnsins. Verður óheimilt að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Veiðitímabilið hefst þann 1. nóvember. 28. október 2021 19:16