Róbert Wessman stækkar vínveldið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. október 2021 10:48 Róbert Wessman hefur fest kaup á annarri vínekru í Frakklandi en fyrir rekur hann vínekruna Maison Wessman. Vísir/Alvotec Róbert Wessman hefur stækkað vínveldi sitt en hann hefur gengið frá kaupum á 45 hektara vínekru í Frakklandi. Fyrir á Róbert vínekru í Périgord Pourpre og rekur hann vínframleiðsluna Maison Wessman. Nýja vínekran kallast Vignoble des Verdots en auk hennar festi Róbert kaup á verslunarhúsnæði í Saint Cernin de Labarde. Víngarðurinn er staðsettur í Conne de Labarde, á landi sem er a mestu úr leir, tinnu og kalksteini að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Á ekrunum eru bæði ræktaðar hvítar þrúgutegundir, af gerðunum Sémillon, Sauvignon Blanc og Sauvignon Gris et Muscadelle, og rauðar þrúgutegundir af gerðunum Merlot, Cabernet Sauvignon, Cabernet Franc og Malbec. Róbert hefur ásamt eiginkonu sinni Kseniu Shakhmanova rekið vínframleiðslu á Chateau St. Cernin og framleitt þar vín eins og N°1 Saint-Cernin Rouge, N°1 Saint-Cernin Blanc og Champagne Wessman One. Hjónin buðu til dæmis upp á vínið í brúðkaupsveislu sinni í sumar. Samkvæmt tilkynningunni er öll framleiðsla Vignoble des Verdots sjálfbær en um 150 þúsund flöskur af Clos des Verdots, Château les Tours des Verdots og Grand Vin les Verdots voru framleiddar þar á síðasta ári. „Gæði Bergerac-vínanna er mikil en þau hafa ekki náð heimsathygli líkt og stóru frönsku vínin,“ segir Róbert Wessman í tilkynningu. „Fyrir tæpum 20 árum keypti ég Château de Saint-Cernin, sem er nálægt Bergerac. Það gerði mér kleift að uppgötva hve frábær vínin eru í Bergerac. Það felast mikil tækifæri að auka veg þessara vína. Ég hef alltaf verið sérstaklega hrifinn af Vignoble des Verdots vínunum og markmið mitt er að vinna að því að þau komist á þann stall sem þau eiga skilið á alþjóða vettvangi,“ segir Róbert Wessman. Íslendingar erlendis Frakkland Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Nýja vínekran kallast Vignoble des Verdots en auk hennar festi Róbert kaup á verslunarhúsnæði í Saint Cernin de Labarde. Víngarðurinn er staðsettur í Conne de Labarde, á landi sem er a mestu úr leir, tinnu og kalksteini að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Á ekrunum eru bæði ræktaðar hvítar þrúgutegundir, af gerðunum Sémillon, Sauvignon Blanc og Sauvignon Gris et Muscadelle, og rauðar þrúgutegundir af gerðunum Merlot, Cabernet Sauvignon, Cabernet Franc og Malbec. Róbert hefur ásamt eiginkonu sinni Kseniu Shakhmanova rekið vínframleiðslu á Chateau St. Cernin og framleitt þar vín eins og N°1 Saint-Cernin Rouge, N°1 Saint-Cernin Blanc og Champagne Wessman One. Hjónin buðu til dæmis upp á vínið í brúðkaupsveislu sinni í sumar. Samkvæmt tilkynningunni er öll framleiðsla Vignoble des Verdots sjálfbær en um 150 þúsund flöskur af Clos des Verdots, Château les Tours des Verdots og Grand Vin les Verdots voru framleiddar þar á síðasta ári. „Gæði Bergerac-vínanna er mikil en þau hafa ekki náð heimsathygli líkt og stóru frönsku vínin,“ segir Róbert Wessman í tilkynningu. „Fyrir tæpum 20 árum keypti ég Château de Saint-Cernin, sem er nálægt Bergerac. Það gerði mér kleift að uppgötva hve frábær vínin eru í Bergerac. Það felast mikil tækifæri að auka veg þessara vína. Ég hef alltaf verið sérstaklega hrifinn af Vignoble des Verdots vínunum og markmið mitt er að vinna að því að þau komist á þann stall sem þau eiga skilið á alþjóða vettvangi,“ segir Róbert Wessman.
Íslendingar erlendis Frakkland Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira