Hjalti Þór: Ég held við eigum eftir að geta gert góða hluti í vetur Sverrir Mar Smárason skrifar 28. október 2021 21:26 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var sáttur með sigurinn. Vísir/Bára Dröfn Keflavík heimsótti Breiðablik í Smárann í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var mjög spennandi allt til enda en að lokatölur urðu 106-107, Keflavík í vil. Hjalti Þór, þjálfari Keflavíkur var ánægður með sigurinn en fannst sitt lið ekki spila sinn besta leik. „Mjög sáttur við sigurinn. Blikarnir gerðu okkur rosa erfitt fyrir og voru að ráðast á okkur. Varnarlega vorum við alltof þungir á löppunum og ekki að gera þetta saman sem lið. Sigur er sigur og það er akkúrat það sem við komum hérna til að ná í,“ sagði Hjalti Þór. Liðin skiptust á að leiða leikinn en munurinn varð þó aldrei mikill. Hjalti var ósáttur með sína menn á köflum en hrósaði liði Blika í hástert. „Ég meina sóknarlega var oft á tíðum eins menn kynnu ekki alveg kerfin okkar og varnarlega eins og ég sagði áðan voru þeir bara að ráðast grimmt á okkur. Breiðablik eru bara þannig lið að þeir hætta ekkert. Þeir sýndu það á Króknum 20-30 stigum undir en komu til baka. Við vissum að þeir myndu vera dýrvitlausir og myndu leggja allt undir með ekkert að tapa þannig. Þeir eru að gera mjög fínt mót,“ sagði Hjalti. Hjalti hefur sett saman góða og breiðan hóp og hreyfði mikið við bekknum í leiknum í dag. Hann hefði viljað gera meira af því en hann er mjög ánægður með breiddina. „Við erum með góðan bekk. Ég var svolítið fúll út í sjálfan mig að hreyfa bekkinn ekki meira, sérstaklega í fyrri hálfleik og í þriðja leikhluta. En við erum með fanta bekk og fína breidd,“ sagði Hjalti. Keflavík hafa unnið fyrstu fjóra leiki tímabilsins og segir Hjalti það alltaf markmiðið að vinna alla leiki. Það þurfi þó betri frammistöðu en í dag til þess að landa þeim stóra í vor. „Við förum í alla leiki til að vinna en við þurfum að gera betur en þetta ef við ætlum að fara alla leið í þessu, alveg klárlega. Við erum á ákveðinni vegferð sem mér líst bara ágætlega á og vel á liðið. Ég held við eigum eftir að geta gert góða hluti í vetur,“ sagði Hjalti um taplausa byrjun og framhaldið. Subway-deild karla Keflavík ÍF Breiðablik Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Keflavík 106-107 | Taplausir Keflvíkingar mörðu nýliðana Nýliðar Breiðabliks tóku á móti Keflavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Deildarmeistararnir sluppu með skrekkinn og unnu dramatískan eins stigs sigur 107-106. 28. október 2021 20:49 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
„Mjög sáttur við sigurinn. Blikarnir gerðu okkur rosa erfitt fyrir og voru að ráðast á okkur. Varnarlega vorum við alltof þungir á löppunum og ekki að gera þetta saman sem lið. Sigur er sigur og það er akkúrat það sem við komum hérna til að ná í,“ sagði Hjalti Þór. Liðin skiptust á að leiða leikinn en munurinn varð þó aldrei mikill. Hjalti var ósáttur með sína menn á köflum en hrósaði liði Blika í hástert. „Ég meina sóknarlega var oft á tíðum eins menn kynnu ekki alveg kerfin okkar og varnarlega eins og ég sagði áðan voru þeir bara að ráðast grimmt á okkur. Breiðablik eru bara þannig lið að þeir hætta ekkert. Þeir sýndu það á Króknum 20-30 stigum undir en komu til baka. Við vissum að þeir myndu vera dýrvitlausir og myndu leggja allt undir með ekkert að tapa þannig. Þeir eru að gera mjög fínt mót,“ sagði Hjalti. Hjalti hefur sett saman góða og breiðan hóp og hreyfði mikið við bekknum í leiknum í dag. Hann hefði viljað gera meira af því en hann er mjög ánægður með breiddina. „Við erum með góðan bekk. Ég var svolítið fúll út í sjálfan mig að hreyfa bekkinn ekki meira, sérstaklega í fyrri hálfleik og í þriðja leikhluta. En við erum með fanta bekk og fína breidd,“ sagði Hjalti. Keflavík hafa unnið fyrstu fjóra leiki tímabilsins og segir Hjalti það alltaf markmiðið að vinna alla leiki. Það þurfi þó betri frammistöðu en í dag til þess að landa þeim stóra í vor. „Við förum í alla leiki til að vinna en við þurfum að gera betur en þetta ef við ætlum að fara alla leið í þessu, alveg klárlega. Við erum á ákveðinni vegferð sem mér líst bara ágætlega á og vel á liðið. Ég held við eigum eftir að geta gert góða hluti í vetur,“ sagði Hjalti um taplausa byrjun og framhaldið.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Breiðablik Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Keflavík 106-107 | Taplausir Keflvíkingar mörðu nýliðana Nýliðar Breiðabliks tóku á móti Keflavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Deildarmeistararnir sluppu með skrekkinn og unnu dramatískan eins stigs sigur 107-106. 28. október 2021 20:49 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Keflavík 106-107 | Taplausir Keflvíkingar mörðu nýliðana Nýliðar Breiðabliks tóku á móti Keflavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Deildarmeistararnir sluppu með skrekkinn og unnu dramatískan eins stigs sigur 107-106. 28. október 2021 20:49
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins