Kvartaði til Samgöngustofu vegna of dýrs flugmiða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2021 09:12 Flugvél Norwegian í flugtaki í Noregi. Getty Images/Matthew Horwood Farþegi sem vildi komast heim til Spánar frá Íslandi í tæka tíð fyrir lokun landamæra Spánar á síðasta ári vegna kórónuveirufaraldursins hafði ekki erindi sem erfiði hjá Samgöngustofu, eftir að hann kvartaði undan því að flugmiðinn sem hann keypti hafi verið of dýr. Málið má rekja til þess að farþeginn átti bókað flug með Norwegian frá Keflavík til Kanaríeyja í lok mars á síðasta ári. Fluginu var hins vegar aflýst vegna lokunar landamæra Spánar, sem kom til vegna kórónuveirufaraldursins. Í úrskurði Samgöngustofu kemur fram að enginn ágreiningur hafi verið um að Norwegian ætti að endurgreiða farþeganum flugfargjaldið vegna aflýsingu flugferðarinnar. Fékk farþeginn þann flugmiða endurgreiddan. Ráða má af lestri úrskurðarins að viðkomandi farþegi hafi hins vegar keypt sér annan farmiða með Norwegian til að komast aftur heim til Tenerife, áður en að landamæri Spánar lokuðu. Sá flugmiði virðist hins vegar hafa kostað skildinginn, í það minnsta kvartaði farþeginn til Samgöngustofu þar sem honum þótti fargjaldið sem hann greiddi fyrir flugmiðann vera of dýrt. Í úrskurði Samgöngustofu er vísað í reglur um flugrekstur og flugþjónustu innan EES-svæðisins þar sem fram kemur að far- og farmgjöld skulu vera frjáls vegna flugþjónustu innan sama svæðis. Stofnunin hafi því ekki ákvörðunarvald til að taka afstöðu til fjárhæðar fargjalds á grundvelli reglugerða um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum sem neitað er um flug eða flugi aflýst. Var kvörtuninni því vísað frá. Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Samgöngur Spánn Kanaríeyjar Tengdar fréttir Norwegian hættir flugi á lengri leiðum Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á áætlunarflug á lengri flugleiðum samkvæmt tilkynningu til norku kauphallarinnar. Er þar verið að bregðast við erfiðri fjárhagsstöðu félagsins sem orðið hefur fyrir búsifjum líkt og önnur flugfélög vegna heimsfaraldursins. 14. janúar 2021 08:57 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Málið má rekja til þess að farþeginn átti bókað flug með Norwegian frá Keflavík til Kanaríeyja í lok mars á síðasta ári. Fluginu var hins vegar aflýst vegna lokunar landamæra Spánar, sem kom til vegna kórónuveirufaraldursins. Í úrskurði Samgöngustofu kemur fram að enginn ágreiningur hafi verið um að Norwegian ætti að endurgreiða farþeganum flugfargjaldið vegna aflýsingu flugferðarinnar. Fékk farþeginn þann flugmiða endurgreiddan. Ráða má af lestri úrskurðarins að viðkomandi farþegi hafi hins vegar keypt sér annan farmiða með Norwegian til að komast aftur heim til Tenerife, áður en að landamæri Spánar lokuðu. Sá flugmiði virðist hins vegar hafa kostað skildinginn, í það minnsta kvartaði farþeginn til Samgöngustofu þar sem honum þótti fargjaldið sem hann greiddi fyrir flugmiðann vera of dýrt. Í úrskurði Samgöngustofu er vísað í reglur um flugrekstur og flugþjónustu innan EES-svæðisins þar sem fram kemur að far- og farmgjöld skulu vera frjáls vegna flugþjónustu innan sama svæðis. Stofnunin hafi því ekki ákvörðunarvald til að taka afstöðu til fjárhæðar fargjalds á grundvelli reglugerða um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum sem neitað er um flug eða flugi aflýst. Var kvörtuninni því vísað frá.
Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Samgöngur Spánn Kanaríeyjar Tengdar fréttir Norwegian hættir flugi á lengri leiðum Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á áætlunarflug á lengri flugleiðum samkvæmt tilkynningu til norku kauphallarinnar. Er þar verið að bregðast við erfiðri fjárhagsstöðu félagsins sem orðið hefur fyrir búsifjum líkt og önnur flugfélög vegna heimsfaraldursins. 14. janúar 2021 08:57 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Norwegian hættir flugi á lengri leiðum Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á áætlunarflug á lengri flugleiðum samkvæmt tilkynningu til norku kauphallarinnar. Er þar verið að bregðast við erfiðri fjárhagsstöðu félagsins sem orðið hefur fyrir búsifjum líkt og önnur flugfélög vegna heimsfaraldursins. 14. janúar 2021 08:57