Lakers kastaði frá sér 26 stiga forskoti og tapaði fyrir einu slakasta liði deildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. október 2021 07:31 Luguentz Dort og Anthony Davis berjast um boltann í leik Oklahoma City Thunder og Los Angeles Lakers. AP/Garett Fisbeck Los Angeles Lakers fer brösuglega af stað í NBA-deildinni og í nótt tapaði liðið fyrir Oklahoma City Thunders, 123-115. Oklahoma er eitt slakasta lið deildarinnar og tapaði fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu. En þrátt fyrir að lenda 26 stigum undir gegn Lakers í nótt gáfust leikmenn Oklahoma ekki upp og unnu sinn fyrsta sigur í vetur. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 27 stig fyrir Oklahoma, tók níu fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Darius Bazley skoraði tuttugu stig og Josh Giddey var með átján stig og tíu stoðsendingar. @joshgiddey's 1st-career double-double leads the @okcthunder's 26-POINT COMEBACK win!18 points10 assists pic.twitter.com/BG2JRuKvBP— NBA (@NBA) October 28, 2021 Anthony Davis skoraði þrjátíu stig fyrir Lakers sem var án LeBrons James sem er meiddur. Russell Westbrook var með þrefalda tvennu, tuttugu stig, fjórtán fráköst og þrettán stoðsendingar, en tapaði boltanum tíu sinnum og var hent út úr húsi á lokasekúndunum. Þetta voru ekki einu óvæntu úrslit næturinnar. Meistarar Milwaukee Bucks töpuðu til að mynda fyrir Minnesota Timberwolves, 108-113. Giannis Antetokounmpo skoraði fjörutíu stig, tók sextán fráköst og gaf sjö stoðsendingar fyrir Milwaukee en fékk litla hjálp. D'Angelo Russell skoraði 29 stig fyrir Minnesota og Anthony Edwards og Karl-Anthony Towns 25 stig hvor. This @Timberwolves trio drops 25+ each to win in Milwaukee. @Dloading: 29 PTS, 6 AST@KarlTowns: 25 PTS, 3 BLK@theantedwards_: 25 PTS, 7 REB pic.twitter.com/r4gGW0QVhu— NBA (@NBA) October 28, 2021 Miami Heat sigraði Brooklyn Nets, 93-106, í stórleik næturinnar. Bam Adebayo skoraði 24 stig fyrir Miami og Jimmy Butler var með sautján stig, fjórtán fráköst og sjö stoðsendingar. Kevin Durant skoraði 25 stig fyrir Brooklyn og tók ellefu fráköst. Úrslitin í nótt Oklahoma 123-115 LA Lakers Milwaukee 108-113 Minnesota Brooklyn 93-106 Miami Orlando 111-120 Charlotte Boston 107-116 Washington Toronto 118-100 Indiana New Orleans 99-102 Atlanta Phoenix 107-110 Sacramento Portland 116-96 Memphis LA Clippers 79-92 Cleveland NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Oklahoma er eitt slakasta lið deildarinnar og tapaði fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu. En þrátt fyrir að lenda 26 stigum undir gegn Lakers í nótt gáfust leikmenn Oklahoma ekki upp og unnu sinn fyrsta sigur í vetur. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 27 stig fyrir Oklahoma, tók níu fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Darius Bazley skoraði tuttugu stig og Josh Giddey var með átján stig og tíu stoðsendingar. @joshgiddey's 1st-career double-double leads the @okcthunder's 26-POINT COMEBACK win!18 points10 assists pic.twitter.com/BG2JRuKvBP— NBA (@NBA) October 28, 2021 Anthony Davis skoraði þrjátíu stig fyrir Lakers sem var án LeBrons James sem er meiddur. Russell Westbrook var með þrefalda tvennu, tuttugu stig, fjórtán fráköst og þrettán stoðsendingar, en tapaði boltanum tíu sinnum og var hent út úr húsi á lokasekúndunum. Þetta voru ekki einu óvæntu úrslit næturinnar. Meistarar Milwaukee Bucks töpuðu til að mynda fyrir Minnesota Timberwolves, 108-113. Giannis Antetokounmpo skoraði fjörutíu stig, tók sextán fráköst og gaf sjö stoðsendingar fyrir Milwaukee en fékk litla hjálp. D'Angelo Russell skoraði 29 stig fyrir Minnesota og Anthony Edwards og Karl-Anthony Towns 25 stig hvor. This @Timberwolves trio drops 25+ each to win in Milwaukee. @Dloading: 29 PTS, 6 AST@KarlTowns: 25 PTS, 3 BLK@theantedwards_: 25 PTS, 7 REB pic.twitter.com/r4gGW0QVhu— NBA (@NBA) October 28, 2021 Miami Heat sigraði Brooklyn Nets, 93-106, í stórleik næturinnar. Bam Adebayo skoraði 24 stig fyrir Miami og Jimmy Butler var með sautján stig, fjórtán fráköst og sjö stoðsendingar. Kevin Durant skoraði 25 stig fyrir Brooklyn og tók ellefu fráköst. Úrslitin í nótt Oklahoma 123-115 LA Lakers Milwaukee 108-113 Minnesota Brooklyn 93-106 Miami Orlando 111-120 Charlotte Boston 107-116 Washington Toronto 118-100 Indiana New Orleans 99-102 Atlanta Phoenix 107-110 Sacramento Portland 116-96 Memphis LA Clippers 79-92 Cleveland NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Oklahoma 123-115 LA Lakers Milwaukee 108-113 Minnesota Brooklyn 93-106 Miami Orlando 111-120 Charlotte Boston 107-116 Washington Toronto 118-100 Indiana New Orleans 99-102 Atlanta Phoenix 107-110 Sacramento Portland 116-96 Memphis LA Clippers 79-92 Cleveland
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira