Vanda skoðar að láta landsliðsfólk skrifa undir samning Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2021 12:15 Vanda Sigurgeirsdóttir er til viðtals í afar veglegri grein The Athletic um krísuna innan KSÍ. vísir/Hulda Margrét Til skoðunar er að láta leikmenn landsliða Íslands í fótbolta skrifa undir samning þar sem það samþykkir að fara eftir ákveðnum reglum. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, ætlar að fara með karlalandsliðinu til Rúmeníu og Norður-Makedóníu í næsta mánuði og ræða við leikmenn þess. The Athletic birti í dag afar ítarlega grein um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna karlalandsliðsins. Vanda er meðal þeirra sem blaðamaðurinn Stuart James ræddi við fyrir greinina. Vanda var kjörinn formaður KSÍ á aukaþingi sambandsins í byrjun þessa mánaðar. Hún tók við starfinu af Guðna Bergssyni sem sagði af sér í lok ágúst. Í greininni segir Vanda að í forgangi sé vinna við það hvernig KSÍ taki á ásökunum um brot landsliðsfólks sem koma inn á borð sambandsins. „Ég vil að þau sem stígi fram finnist þau vera örugg og viss um að þetta sé ekki eitthvað sem við sópum undir teppið eða stingum ofan í skúffu. Við verðum að gera þetta og verðum að gera þetta rétt,“ segir Vanda. Búa til ramma Hún segir jafnframt að búa þurfi til regluverk um það hvað teljist brot, einhvers konar ramma sem hægt er að fylgja þótt hann verði eflaust alltaf umdeildur. Ein leið sem er til skoðunar er að láta landsliðsfólk skrifa undir samning þar sem það samþykkir að fara eftir ákveðnum reglum. Enginn slíkur samningur hefur verið teiknaður upp og KSÍ hefur fengið viðvaranir frá lögmönnum að sambandið gæti orðið skaðabótaskylt ef það bannar leikmönnum að mæta í landsliðsverkefni ef þeir hafa ekki verið kærðir af lögreglu. Karlalandsliðið mætir Rúmeníu og Norður-Makedóníu í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM í næsta mánuði. Vanda verður þar með í för og ætlar að ræða við leikmenn íslenska liðsins, ekki bara um skandalinn sem hefur skokið sambandið heldur allt. Talið við okkur Aðspurð um gagnrýni Jóhanns Berg Guðmundssonar á vinnubrögð KSÍ og aðra leikmenn sem kunna að vera ósáttir hvetur Vanda þá til að tala við sig. „Ég er með skilaboð til þeirra: ef þið eruð ósáttir við eitthvað, það þarf ekki að vera tengt þessum málum, komiði og talið við okkur. Það er eitt af því sem ég lofaði, að ég myndi hlusta á fólk og ræða málin.“ Nálgast má grein The Athletic með því að smella hér en kaupa þarf aðgang til að lesa hana. KSÍ HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
The Athletic birti í dag afar ítarlega grein um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna karlalandsliðsins. Vanda er meðal þeirra sem blaðamaðurinn Stuart James ræddi við fyrir greinina. Vanda var kjörinn formaður KSÍ á aukaþingi sambandsins í byrjun þessa mánaðar. Hún tók við starfinu af Guðna Bergssyni sem sagði af sér í lok ágúst. Í greininni segir Vanda að í forgangi sé vinna við það hvernig KSÍ taki á ásökunum um brot landsliðsfólks sem koma inn á borð sambandsins. „Ég vil að þau sem stígi fram finnist þau vera örugg og viss um að þetta sé ekki eitthvað sem við sópum undir teppið eða stingum ofan í skúffu. Við verðum að gera þetta og verðum að gera þetta rétt,“ segir Vanda. Búa til ramma Hún segir jafnframt að búa þurfi til regluverk um það hvað teljist brot, einhvers konar ramma sem hægt er að fylgja þótt hann verði eflaust alltaf umdeildur. Ein leið sem er til skoðunar er að láta landsliðsfólk skrifa undir samning þar sem það samþykkir að fara eftir ákveðnum reglum. Enginn slíkur samningur hefur verið teiknaður upp og KSÍ hefur fengið viðvaranir frá lögmönnum að sambandið gæti orðið skaðabótaskylt ef það bannar leikmönnum að mæta í landsliðsverkefni ef þeir hafa ekki verið kærðir af lögreglu. Karlalandsliðið mætir Rúmeníu og Norður-Makedóníu í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM í næsta mánuði. Vanda verður þar með í för og ætlar að ræða við leikmenn íslenska liðsins, ekki bara um skandalinn sem hefur skokið sambandið heldur allt. Talið við okkur Aðspurð um gagnrýni Jóhanns Berg Guðmundssonar á vinnubrögð KSÍ og aðra leikmenn sem kunna að vera ósáttir hvetur Vanda þá til að tala við sig. „Ég er með skilaboð til þeirra: ef þið eruð ósáttir við eitthvað, það þarf ekki að vera tengt þessum málum, komiði og talið við okkur. Það er eitt af því sem ég lofaði, að ég myndi hlusta á fólk og ræða málin.“ Nálgast má grein The Athletic með því að smella hér en kaupa þarf aðgang til að lesa hana.
KSÍ HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira