Meirihluti nú fyrir því að afglæpavæða neysluskammta Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2021 08:40 Helgi Gunnlaugsson segir að milli 60 og 70 prósent aðspurðra segi aðgengið að kannabis vera auðvelt. Þar sé einnig um aukningu að ræða. Stöð 2 Meirihluti er nú fyrir því meðal þjóðarinnar að afglæpavæða vörslu á neysluskömmtum fíkniefna. Síðustu ár hafi um þriðjungur lýst sig hlynntur slíkri afglæpavæðingu en nú sé hins vegar meirihluti hlynntur slíkri breytingu á löggjöfinni. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, um nýja rannsókn, en hann ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Í rannsókninni var verið að fylgja eftir fyrri rannsóknum sem ætlað var að kortleggja neyslu fíkniefna og afstöðu þjóðarinnar til ýmissa þátta málaflokksins. „Nú brá svo við að það er meirihluti fyrir slíkri breytingu. Það er að segja það er meirihluti á bakvið frumvarp heilbrigðisráðherra um afnám á refsingu á vörslu til eigin nota. Það á þá við um öll fíkniefni, ekki bara kannabisefni, það er að varsla til eigin nota eigi ekki að vera refsiverð. Þetta er nýtt, þetta höfum við ekki áður séð.“ Í kjölfar umræðu í samfélaginu Helgi segir breytinguna vafalítið til komna í kjölfar mikillar umræðu í íslensku samfélagi um fíkniefnavandann. „Það er sérstaklega umræða um að fíklar séu sjúklingar og það eigi ekki að koma fram við þá eins og þeir séu glæpamenn. Það er að segja að þetta sé heilbrigðisvandamál. Það er að einstaklingar sem séu ofurseldir fíkniefnum, sem séu langt leiddir fíkniefnum, þetta sé hópur sem eigi að koma fram við eins og aðra sjúklinga. Að þetta mál heilbrigðiskerfisins og eigi ekki að refsa þeim. Það er vafalítið umræða af þessu tagi sem hefur haft áhrif á Íslendinga hvað það snertir.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Heldur í horfinu Rannsóknin var unnin í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands en í henni var einnig verið að kanna neyslu Íslendinga á kannabis. Helgi segir að ekki hafi orðið vart við miklar breytingar hvað varðar neyslu Íslendinga á kannabis á allra síðustu árum. „Við sjáum í sjálfu sér ekki miklar breytingar á neyslumynstri fullorðinna hvað snertir það hvort þeir hafi prófað kannabis eða hversu oft þeir hafa prófað það á síðustu sex mánuðum. Við sáum reyndar miklar breytingar frá aldamótum og fram undir 2017, 2018, þá var töluverð aukning á því tímabili. Í kringum aldamótin vorum við að sjá kannski 20 prósent Íslendinga sem sögðust hafa prófað kannabisefni, en síðan 2017 þá erum við komin með þriðjung.“ Upp undir heill Akureyrarkaupstaður Helgi segir að það séu því töluvert fleiri á síðustu árum sem nefni að það hafi prófað þessi efni. „Líka hversu oft þeir hafa prófað það á síðustu sex mánuðum. Við erum að tala um það að það eru um fimm prósent Íslendinga, eldri en átján ára, sem segjast hafa prófað kannabisefni á síðustu sex mánuðum. Það séu því milli 15 til 18 þúsund fullorðinna sem hafa prófað kannabis á síðustu sex mánuðum.“ Aðspurður um hvort hann telji það mikið þá fari það eftir því við hvað sé miðað. „Það gætu sumir sagt að þetta sé mikið. Þetta er upp undir heill Akureyrarkaupstaður sem þarna er á bakvið sem segist vera að prófa kannabisefni. Ef við berum þetta saman við áfengisneyslu þá er áfengisneyslan mun útbreiddari í okkar samfélagi eins og gögn frá landlækni sýna okkur.“ Í viðtalinu segir Helgi einnig að milli 60 og 70 prósent aðspurðra segi aðgengið að kannabis vera auðvelt. Þar sé einnig um aukningu að ræða. Bítið Fíkn Kannabis Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, um nýja rannsókn, en hann ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Í rannsókninni var verið að fylgja eftir fyrri rannsóknum sem ætlað var að kortleggja neyslu fíkniefna og afstöðu þjóðarinnar til ýmissa þátta málaflokksins. „Nú brá svo við að það er meirihluti fyrir slíkri breytingu. Það er að segja það er meirihluti á bakvið frumvarp heilbrigðisráðherra um afnám á refsingu á vörslu til eigin nota. Það á þá við um öll fíkniefni, ekki bara kannabisefni, það er að varsla til eigin nota eigi ekki að vera refsiverð. Þetta er nýtt, þetta höfum við ekki áður séð.“ Í kjölfar umræðu í samfélaginu Helgi segir breytinguna vafalítið til komna í kjölfar mikillar umræðu í íslensku samfélagi um fíkniefnavandann. „Það er sérstaklega umræða um að fíklar séu sjúklingar og það eigi ekki að koma fram við þá eins og þeir séu glæpamenn. Það er að segja að þetta sé heilbrigðisvandamál. Það er að einstaklingar sem séu ofurseldir fíkniefnum, sem séu langt leiddir fíkniefnum, þetta sé hópur sem eigi að koma fram við eins og aðra sjúklinga. Að þetta mál heilbrigðiskerfisins og eigi ekki að refsa þeim. Það er vafalítið umræða af þessu tagi sem hefur haft áhrif á Íslendinga hvað það snertir.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Heldur í horfinu Rannsóknin var unnin í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands en í henni var einnig verið að kanna neyslu Íslendinga á kannabis. Helgi segir að ekki hafi orðið vart við miklar breytingar hvað varðar neyslu Íslendinga á kannabis á allra síðustu árum. „Við sjáum í sjálfu sér ekki miklar breytingar á neyslumynstri fullorðinna hvað snertir það hvort þeir hafi prófað kannabis eða hversu oft þeir hafa prófað það á síðustu sex mánuðum. Við sáum reyndar miklar breytingar frá aldamótum og fram undir 2017, 2018, þá var töluverð aukning á því tímabili. Í kringum aldamótin vorum við að sjá kannski 20 prósent Íslendinga sem sögðust hafa prófað kannabisefni, en síðan 2017 þá erum við komin með þriðjung.“ Upp undir heill Akureyrarkaupstaður Helgi segir að það séu því töluvert fleiri á síðustu árum sem nefni að það hafi prófað þessi efni. „Líka hversu oft þeir hafa prófað það á síðustu sex mánuðum. Við erum að tala um það að það eru um fimm prósent Íslendinga, eldri en átján ára, sem segjast hafa prófað kannabisefni á síðustu sex mánuðum. Það séu því milli 15 til 18 þúsund fullorðinna sem hafa prófað kannabis á síðustu sex mánuðum.“ Aðspurður um hvort hann telji það mikið þá fari það eftir því við hvað sé miðað. „Það gætu sumir sagt að þetta sé mikið. Þetta er upp undir heill Akureyrarkaupstaður sem þarna er á bakvið sem segist vera að prófa kannabisefni. Ef við berum þetta saman við áfengisneyslu þá er áfengisneyslan mun útbreiddari í okkar samfélagi eins og gögn frá landlækni sýna okkur.“ Í viðtalinu segir Helgi einnig að milli 60 og 70 prósent aðspurðra segi aðgengið að kannabis vera auðvelt. Þar sé einnig um aukningu að ræða.
Bítið Fíkn Kannabis Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira