Bulls ekki byrjað betur síðan Jordan lék með liðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. október 2021 07:30 DeMar DeRozan skoraði 26 stig þegar Chicago Bulls vann gamla liðið hans, Toronto Raptors. getty/Steve Russell Fara þarf aftur til tíma Michaels Jordan til að finna jafngóða byrjun á tímabili hjá Chicago Bulls í NBA-deildinni og núna. Bulls sigraði Toronto Raptors, 108-111, í nótt og hefur unnið alla fjóra leiki sína á tímabilinu. Bulls er eina ósigraða liðið í Austurdeildinni. Þetta er í fjórða sinn sem Bulls vinnur fyrstu fjóra leiki sína á tímabili en í fyrstu þrjú skiptin sem það gerðist var Jordan leikmaður liðsins. Bulls hefur ekki byrjað jafn vel og tímabilið 1996-97. Þá vann liðið 69 af 82 leikjum sínum í deildarkeppninni og varð meistari, annað árið í röð. The BEST plays from the @chicagobulls first 4-0 start since 1996-97! pic.twitter.com/HhHZRJGLe4— NBA (@NBA) October 26, 2021 DeMar DeRozan skoraði 26 stig fyrir Bulls og Zach LaVine 22. OG Anunoby var stigahæstur hjá Toronto með 22 stig. 26 points for @DeMar_DeRozan.4-0 start for the @chicagobulls pic.twitter.com/XcOrPubqeA— NBA (@NBA) October 26, 2021 Giannis Antetokounmpo skoraði þrjátíu stig, tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar þegar meistarar Milwaukee Bucks unnu Indiana Pacers, 109-119. Khris Middleton bætti 27 stigum við fyrir Milwaukee sem hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu. Malcom Brogdon skoraði 25 stig fyrir Indiana. 30p/10r/9a for @Giannis_An34.27p/7a for @Khris22m. The @Bucks improve to 3-1 pic.twitter.com/f9iu3ttEyE— NBA (@NBA) October 26, 2021 Sigurgöngu Charlotte Hornets lauk þegar Boston Celtics kom í heimsókn. Boston vann 129-140 eftir framlengingu. Jayson Tatum skoraði 41 stig fyrir Boston og Jaylen Brown þrjátíu. LaMelo Ball og Miles Bridges skoruðu 25 stig hvor fyrir Charlotte. 41 for @jaytatum0 in the @celtics OT win! pic.twitter.com/UkoVd4TCsH— NBA (@NBA) October 26, 2021 Úrslitin í nótt Toronto 108-111 Chicago Indiana 109-119 Milwaukee Charlotte 129-140 Boston Atlanta 122-104 Detroit Brooklyn 104-90 Washington Miami 107-90 Orlando Minnesota 98-107 New Orleans Denver 87-99 Cleveland LA Clippers 116-86 Portland NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Sjá meira
Bulls sigraði Toronto Raptors, 108-111, í nótt og hefur unnið alla fjóra leiki sína á tímabilinu. Bulls er eina ósigraða liðið í Austurdeildinni. Þetta er í fjórða sinn sem Bulls vinnur fyrstu fjóra leiki sína á tímabili en í fyrstu þrjú skiptin sem það gerðist var Jordan leikmaður liðsins. Bulls hefur ekki byrjað jafn vel og tímabilið 1996-97. Þá vann liðið 69 af 82 leikjum sínum í deildarkeppninni og varð meistari, annað árið í röð. The BEST plays from the @chicagobulls first 4-0 start since 1996-97! pic.twitter.com/HhHZRJGLe4— NBA (@NBA) October 26, 2021 DeMar DeRozan skoraði 26 stig fyrir Bulls og Zach LaVine 22. OG Anunoby var stigahæstur hjá Toronto með 22 stig. 26 points for @DeMar_DeRozan.4-0 start for the @chicagobulls pic.twitter.com/XcOrPubqeA— NBA (@NBA) October 26, 2021 Giannis Antetokounmpo skoraði þrjátíu stig, tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar þegar meistarar Milwaukee Bucks unnu Indiana Pacers, 109-119. Khris Middleton bætti 27 stigum við fyrir Milwaukee sem hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu. Malcom Brogdon skoraði 25 stig fyrir Indiana. 30p/10r/9a for @Giannis_An34.27p/7a for @Khris22m. The @Bucks improve to 3-1 pic.twitter.com/f9iu3ttEyE— NBA (@NBA) October 26, 2021 Sigurgöngu Charlotte Hornets lauk þegar Boston Celtics kom í heimsókn. Boston vann 129-140 eftir framlengingu. Jayson Tatum skoraði 41 stig fyrir Boston og Jaylen Brown þrjátíu. LaMelo Ball og Miles Bridges skoruðu 25 stig hvor fyrir Charlotte. 41 for @jaytatum0 in the @celtics OT win! pic.twitter.com/UkoVd4TCsH— NBA (@NBA) October 26, 2021 Úrslitin í nótt Toronto 108-111 Chicago Indiana 109-119 Milwaukee Charlotte 129-140 Boston Atlanta 122-104 Detroit Brooklyn 104-90 Washington Miami 107-90 Orlando Minnesota 98-107 New Orleans Denver 87-99 Cleveland LA Clippers 116-86 Portland NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Toronto 108-111 Chicago Indiana 109-119 Milwaukee Charlotte 129-140 Boston Atlanta 122-104 Detroit Brooklyn 104-90 Washington Miami 107-90 Orlando Minnesota 98-107 New Orleans Denver 87-99 Cleveland LA Clippers 116-86 Portland
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins