Verk sem voru falin í geymslum á uppboð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. október 2021 21:31 Kári Gautason sérfræðingur hjá Bændasamtökunum og staðgengill framkvæmdastjóra. Vísir/Sigurjón Nokkur hundruð listaverk eftir marga virtustu listamenn þjóðarinnar fundust óvænt í geymslum Hótels Sögu fyrr á árinu. Bændasamtökin ákváðu að bjóða verkin upp því þau gagnist engum falin inn í geymslum. Hótel Saga er í eigu Bændasamtakana og var tekið í notkun árið 1962. Hótelinu var lokað í nóvember í fyrra vegna afleiðinga kórónuveirufaraldursins og í september á þessu ári var það tekið til gjaldþrotaskipta. Bændasamtökin höfðu um árabil geymt málverkasafn sitt í kjallara hótelsins og í mars á þessu ári var ákveðið að taka til. „Það kemur í ljós að þarna eru 360 málverk sem kom mér mikið á óvart en þarna var líka mikið af alls kyns bókum og það var bókamarkaður í haust,“ segir Kári Gautason sérfræðingur hjá Bændasamtökunum og staðgengill framkvæmdastjóra. Ákveðið hafi verið að selja verkin. „Þau voru þarna inn í skápum og geymslum engum til gagns þannig að það var ákveðið að bjóða þau upp og bændur höfðu forkaupsrétt og sýndu mikinn áhuga. Það seldust um 100 verk í forsölu,“ segir hann. Afgangurinn fer svo á uppboð hjá Gallerý Fold og fyrsta stóra uppboðið stendur nú yfir þar sem yfir sextíu grafík verk eru til sölu. Verkin héngu inn á herbergjum Hótel Sögu eða sölum en flest eru þau frá níunda áratugnum. „Þetta er rjóminn af grafíkinni sem að var gerð þá. Allir helstu grafíklistamenn landsins eiga verk hérna. Þórður Hall, Jón Reykdal, Ragnheiður Jónsdóttir, Björg Þorsteinsdóttir, Edda Jónsdóttir. Þetta eru virkilega fín verk eftir þau öll sömul og mikill fengur að fá þessi verk á markaðinn,“ segir Iðunn Vignisdóttir listmunasali hjá Gallerý Fold. Gallerý Fold verðmetur verkin fyrir uppboð og setur upp viðmiðunarverð. Iðunn Vignisdóttir listmunasali hjá Gallerý Fold.Vísir/Sigurjón „Það er allur gangur á hver verðin eru. Ég hugsa hins vegar að þessi verk fari á viðmiðunarverði þau eiga það skilið,“ segir hún. Uppboðið stendur til 27. október. Menning Reykjavík Myndlist Salan á Hótel Sögu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Hótel Saga er í eigu Bændasamtakana og var tekið í notkun árið 1962. Hótelinu var lokað í nóvember í fyrra vegna afleiðinga kórónuveirufaraldursins og í september á þessu ári var það tekið til gjaldþrotaskipta. Bændasamtökin höfðu um árabil geymt málverkasafn sitt í kjallara hótelsins og í mars á þessu ári var ákveðið að taka til. „Það kemur í ljós að þarna eru 360 málverk sem kom mér mikið á óvart en þarna var líka mikið af alls kyns bókum og það var bókamarkaður í haust,“ segir Kári Gautason sérfræðingur hjá Bændasamtökunum og staðgengill framkvæmdastjóra. Ákveðið hafi verið að selja verkin. „Þau voru þarna inn í skápum og geymslum engum til gagns þannig að það var ákveðið að bjóða þau upp og bændur höfðu forkaupsrétt og sýndu mikinn áhuga. Það seldust um 100 verk í forsölu,“ segir hann. Afgangurinn fer svo á uppboð hjá Gallerý Fold og fyrsta stóra uppboðið stendur nú yfir þar sem yfir sextíu grafík verk eru til sölu. Verkin héngu inn á herbergjum Hótel Sögu eða sölum en flest eru þau frá níunda áratugnum. „Þetta er rjóminn af grafíkinni sem að var gerð þá. Allir helstu grafíklistamenn landsins eiga verk hérna. Þórður Hall, Jón Reykdal, Ragnheiður Jónsdóttir, Björg Þorsteinsdóttir, Edda Jónsdóttir. Þetta eru virkilega fín verk eftir þau öll sömul og mikill fengur að fá þessi verk á markaðinn,“ segir Iðunn Vignisdóttir listmunasali hjá Gallerý Fold. Gallerý Fold verðmetur verkin fyrir uppboð og setur upp viðmiðunarverð. Iðunn Vignisdóttir listmunasali hjá Gallerý Fold.Vísir/Sigurjón „Það er allur gangur á hver verðin eru. Ég hugsa hins vegar að þessi verk fari á viðmiðunarverði þau eiga það skilið,“ segir hún. Uppboðið stendur til 27. október.
Menning Reykjavík Myndlist Salan á Hótel Sögu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira